Samkynhneigðir vilja útskýringar á orðinu „framsóknarhommi“ 23. ágúst 2011 17:10 Ingvi Hrafn Jónsson. Samtökin ´78 gera athugasemdir við ummæli sem fjölmiðlamaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson lét falla í þjóðmálaþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar var hann inntur eftir viðbrögðum vegna úrsagnar Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum. Ingvi Hrafn sagði þá: „Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er..." Í grein sem formaður samtakanna, Guðmundur Helgason, og varaformaðurinn, Anna Jonna Ármannsdóttir sendu frá sér, kemur fram að þau séu frekar ringluð heldur en móðguð yfir orðum Ingva Hrafns. Þannig segir í greininni: „Í mínum huga merkir jú orðið hommi „samkynhneigður maður” og þá hlýtur framsóknarhommi að merkja samkynhneigður framsóknarmaður...? Eða hvað? Getur verið að Ingvi Hrafn hafi meint eitthvað allt annað með þessum orðum heldur en að lýsa Guðmund Steingrímsson samkynhneigðan? Er hann að gera lítið úr karlmennsku þingmannsins eins og gagnkynhneigðir bræður okkar vilja oft gera með notkun orðsins? „Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður..." Er hann þá minni maður? Ekki ALVÖRU maður?“ Þau segja ennfremur í greininni að Guðmundur eigi reyndar eitt sameiginlegt með samkynhneigðum: „Þeir sem kalla sig homma í dag eru það sem þeir eru, hreinir og beinir með tilfinningar sínar. Þeir hafa lokið þessu ferli að koma útúr skápnum. Er Guðmundur Steingrímsson ekki bara að segja að sem stjórnmálamaður vilji hann fylgja samvisku sinni og vera hreinn og beinn? Þetta á hann þá sameiginlegt með hommum og hreinskilnin gæti aflað honum mikils fylgis enda hefur almenningur kallað eftir meiri heiðarleika í íslensk stjórnmál“. Að lokum óska greinahöfundar eftir því að Ingvi Hrafn útskýri hvað hann átti við. Eða eins og þau sjálf orða það: „Ingvi Hrafn vill kannski útskýra fyrir okkur hvað hann nákvæmlega átti við með þessum orðum? “ Hér fyrir neðan má lesa greinina í heild sinni:Af „framsóknarhommum…”Ingvi Hrafn Jónsson gerði á mánudag tilraun til þess að gera lítið úr Guðmundi Steingrímssyni alþingismanni vegna frétta af úrsögn þingmannsins úr Framsóknarflokknum.„Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er…" sagði Ingvi Hrafn í útvarpsviðtali á Bylgjunni.Mín fyrstu viðbrögð voru “hvað í ósköpunum á maðurinn eiginlega við?”Í mínum huga merkir jú orðið hommi „samkynhneigður maður” og þá hlýtur framsóknarhommi að merkja samkynhneigður framsóknarmaður...?Eða hvað? Getur verið að Ingvi Hrafn hafi meint eitthvað allt annað með þessum orðum heldur en að lýsa Guðmund Steingrímsson samkynhneigðan? Er hann að gera lítið úr karlmennsku þingmannsins eins og gagnkynhneigðir bræður okkar vilja oft gera með notkun orðsins? „Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður..."Er hann þá minni maður? Ekki ALVÖRU maður? Þó menn séu ekki pólitískir samherjar þá er ekki þar með sagt að það sé eðlilegt að reyna að níða þá með svona gamaldags orðræðu.Þeir sem kalla sig homma í dag eru það sem þeir eru, hreinir og beinir með tilfinningar sínar. Þeir hafa lokið þessu ferli að koma útúr skápnum. Er Guðmundur Steingrímsson ekki bara að segja að sem stjórnmálamaður vilji hann fylgja samvisku sinni og vera hreinn og beinn? Þetta á hann þá sameiginlegt með hommum og hreinskilnin gæti aflað honum mikils fylgis enda hefur almenningur kallað eftir meiri heiðarleika í íslensk stjórnmál.Orðið hommi þótti upprunalega niðrandi orð sem notað var um samkynhneigða karlmenn, en þeir tóku orðið til sín og nota það kinnroðalaust í dag. Að nota orðið hommi árið 2011 í tilraun til að gera lítið úr öðrum er í besta falli tímaskekkja og sýnir bara á hvílíkum villigötum þessi umræða er.Ingvi Hrafn vill kannski útskýra fyrir okkur hvað hann nákvæmlega átti við með þessum orðum? Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna '78Anna Jonna Ármannsdóttir, varaformaður Samtakanna '78 Tengdar fréttir Ingvi Hrafn um Guðmund: "Hann er hommi, framsóknarhommi“ "Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis þar sem Þorgeir Ástvaldsson ræddi við hann um stöðuna innan Framsóknarflokksins. 22. ágúst 2011 20:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Samtökin ´78 gera athugasemdir við ummæli sem fjölmiðlamaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson lét falla í þjóðmálaþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar var hann inntur eftir viðbrögðum vegna úrsagnar Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum. Ingvi Hrafn sagði þá: „Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er..." Í grein sem formaður samtakanna, Guðmundur Helgason, og varaformaðurinn, Anna Jonna Ármannsdóttir sendu frá sér, kemur fram að þau séu frekar ringluð heldur en móðguð yfir orðum Ingva Hrafns. Þannig segir í greininni: „Í mínum huga merkir jú orðið hommi „samkynhneigður maður” og þá hlýtur framsóknarhommi að merkja samkynhneigður framsóknarmaður...? Eða hvað? Getur verið að Ingvi Hrafn hafi meint eitthvað allt annað með þessum orðum heldur en að lýsa Guðmund Steingrímsson samkynhneigðan? Er hann að gera lítið úr karlmennsku þingmannsins eins og gagnkynhneigðir bræður okkar vilja oft gera með notkun orðsins? „Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður..." Er hann þá minni maður? Ekki ALVÖRU maður?“ Þau segja ennfremur í greininni að Guðmundur eigi reyndar eitt sameiginlegt með samkynhneigðum: „Þeir sem kalla sig homma í dag eru það sem þeir eru, hreinir og beinir með tilfinningar sínar. Þeir hafa lokið þessu ferli að koma útúr skápnum. Er Guðmundur Steingrímsson ekki bara að segja að sem stjórnmálamaður vilji hann fylgja samvisku sinni og vera hreinn og beinn? Þetta á hann þá sameiginlegt með hommum og hreinskilnin gæti aflað honum mikils fylgis enda hefur almenningur kallað eftir meiri heiðarleika í íslensk stjórnmál“. Að lokum óska greinahöfundar eftir því að Ingvi Hrafn útskýri hvað hann átti við. Eða eins og þau sjálf orða það: „Ingvi Hrafn vill kannski útskýra fyrir okkur hvað hann nákvæmlega átti við með þessum orðum? “ Hér fyrir neðan má lesa greinina í heild sinni:Af „framsóknarhommum…”Ingvi Hrafn Jónsson gerði á mánudag tilraun til þess að gera lítið úr Guðmundi Steingrímssyni alþingismanni vegna frétta af úrsögn þingmannsins úr Framsóknarflokknum.„Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er…" sagði Ingvi Hrafn í útvarpsviðtali á Bylgjunni.Mín fyrstu viðbrögð voru “hvað í ósköpunum á maðurinn eiginlega við?”Í mínum huga merkir jú orðið hommi „samkynhneigður maður” og þá hlýtur framsóknarhommi að merkja samkynhneigður framsóknarmaður...?Eða hvað? Getur verið að Ingvi Hrafn hafi meint eitthvað allt annað með þessum orðum heldur en að lýsa Guðmund Steingrímsson samkynhneigðan? Er hann að gera lítið úr karlmennsku þingmannsins eins og gagnkynhneigðir bræður okkar vilja oft gera með notkun orðsins? „Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður..."Er hann þá minni maður? Ekki ALVÖRU maður? Þó menn séu ekki pólitískir samherjar þá er ekki þar með sagt að það sé eðlilegt að reyna að níða þá með svona gamaldags orðræðu.Þeir sem kalla sig homma í dag eru það sem þeir eru, hreinir og beinir með tilfinningar sínar. Þeir hafa lokið þessu ferli að koma útúr skápnum. Er Guðmundur Steingrímsson ekki bara að segja að sem stjórnmálamaður vilji hann fylgja samvisku sinni og vera hreinn og beinn? Þetta á hann þá sameiginlegt með hommum og hreinskilnin gæti aflað honum mikils fylgis enda hefur almenningur kallað eftir meiri heiðarleika í íslensk stjórnmál.Orðið hommi þótti upprunalega niðrandi orð sem notað var um samkynhneigða karlmenn, en þeir tóku orðið til sín og nota það kinnroðalaust í dag. Að nota orðið hommi árið 2011 í tilraun til að gera lítið úr öðrum er í besta falli tímaskekkja og sýnir bara á hvílíkum villigötum þessi umræða er.Ingvi Hrafn vill kannski útskýra fyrir okkur hvað hann nákvæmlega átti við með þessum orðum? Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna '78Anna Jonna Ármannsdóttir, varaformaður Samtakanna '78
Tengdar fréttir Ingvi Hrafn um Guðmund: "Hann er hommi, framsóknarhommi“ "Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis þar sem Þorgeir Ástvaldsson ræddi við hann um stöðuna innan Framsóknarflokksins. 22. ágúst 2011 20:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Ingvi Hrafn um Guðmund: "Hann er hommi, framsóknarhommi“ "Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis þar sem Þorgeir Ástvaldsson ræddi við hann um stöðuna innan Framsóknarflokksins. 22. ágúst 2011 20:15