Samræma þarf reglur um staðgöngumæðrun Linda Blöndal skrifar 5. ágúst 2014 19:27 Mál tælenskrar staðgöngumóður hefur verið í heimsfréttunum undanfarna daga þar sem áströlsk hjón eru sögð hafa hafnað tvíbura sem hún gekk með fyrir þau. Hann reyndist vera með Downs heilkenni og hjartagalla og tóku hjónin eingöngu hitt barnið. Til viðbótar hefur svo komið í ljós faðirinn er dæmdur kynferðisbrotamaður. Umboðsskriftstofan í Tælandi lokaði eftir að málið kom upp.Reglur mjög mismunandi Ástríður Stefánsdóttir var einn þriggja sérfræðinga sem skrifuðu skýrslu um staðgöngumæðrun fyrir heilbrigðisráðuneytið. Hún segir að staðgöngumæðrun sé á alheimsvísu en lúti staðbundnum reglum um leið. Reglur ríkja séu mjög mismunandi sem er slæmt eigi að standa vel að slíkum málum. Mikið sé rætt um að koma samræmdum böndum yfir ríki, ekki síður á milli ríkari og fátækra ríkja. Staðgöngumæðrun er óheimil hér á landi líkt og á öðrum Norðurlöndum og einnig í nokkrum Evrópulöndum. Annars staðar í Evrópu er hún þó leyfð, sér í lagi í Austur Evrópu. Hún er leyfð líka í mörgum ríkjum Bandaríkjanna, víða í Asíu og Suður-Ameríku.Tíu íslenskt pör fengið staðgöngumóður Talið er að um tíu íslensk pör hafi nýtt sér staðgöngumæðrun í útlöndum, í Bandaríkjunum, Indlandi og Suður Ameríku en engar opinberar tölur eru þó til um það hér á landi í raun hve margir hafi farið erlendis til að eignast barn með þessum hætti. Félagið Staðganga segir þörfina koma upp hjá allt að tveimur pörum á ári. Ekki lýsandi dæmi Fréttin frá Tælandi er ekki lýsandi fyrir hvernig markaðurinn er í kringum staðgöngumæðrun, segir Ástríður. Vandinn sé samt sá að staðgöngumæðrun einskorðast ekki við nein landamæri. Fólk finnur þjónustuna á Netinu og ferðast um heiminn til að kaupa slíka þjónustu. Í því liggur vandinn, segir hún.Ísland stefnir í breytingar Heilbrigðisráðherra mun leggja fram frumvarp á vorþingi um að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verðu leyfð með lögum. Þingsályktunartillaga um að undirbúa slíkt frumvarp var samþykkt á Alþingi í byrjun árs 2012 og var Ragnheiður Elín Árnadóttir flutningsmaður þess ásamt fleirum. Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Mál tælenskrar staðgöngumóður hefur verið í heimsfréttunum undanfarna daga þar sem áströlsk hjón eru sögð hafa hafnað tvíbura sem hún gekk með fyrir þau. Hann reyndist vera með Downs heilkenni og hjartagalla og tóku hjónin eingöngu hitt barnið. Til viðbótar hefur svo komið í ljós faðirinn er dæmdur kynferðisbrotamaður. Umboðsskriftstofan í Tælandi lokaði eftir að málið kom upp.Reglur mjög mismunandi Ástríður Stefánsdóttir var einn þriggja sérfræðinga sem skrifuðu skýrslu um staðgöngumæðrun fyrir heilbrigðisráðuneytið. Hún segir að staðgöngumæðrun sé á alheimsvísu en lúti staðbundnum reglum um leið. Reglur ríkja séu mjög mismunandi sem er slæmt eigi að standa vel að slíkum málum. Mikið sé rætt um að koma samræmdum böndum yfir ríki, ekki síður á milli ríkari og fátækra ríkja. Staðgöngumæðrun er óheimil hér á landi líkt og á öðrum Norðurlöndum og einnig í nokkrum Evrópulöndum. Annars staðar í Evrópu er hún þó leyfð, sér í lagi í Austur Evrópu. Hún er leyfð líka í mörgum ríkjum Bandaríkjanna, víða í Asíu og Suður-Ameríku.Tíu íslenskt pör fengið staðgöngumóður Talið er að um tíu íslensk pör hafi nýtt sér staðgöngumæðrun í útlöndum, í Bandaríkjunum, Indlandi og Suður Ameríku en engar opinberar tölur eru þó til um það hér á landi í raun hve margir hafi farið erlendis til að eignast barn með þessum hætti. Félagið Staðganga segir þörfina koma upp hjá allt að tveimur pörum á ári. Ekki lýsandi dæmi Fréttin frá Tælandi er ekki lýsandi fyrir hvernig markaðurinn er í kringum staðgöngumæðrun, segir Ástríður. Vandinn sé samt sá að staðgöngumæðrun einskorðast ekki við nein landamæri. Fólk finnur þjónustuna á Netinu og ferðast um heiminn til að kaupa slíka þjónustu. Í því liggur vandinn, segir hún.Ísland stefnir í breytingar Heilbrigðisráðherra mun leggja fram frumvarp á vorþingi um að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verðu leyfð með lögum. Þingsályktunartillaga um að undirbúa slíkt frumvarp var samþykkt á Alþingi í byrjun árs 2012 og var Ragnheiður Elín Árnadóttir flutningsmaður þess ásamt fleirum.
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira