Samþykktu einróma tillögur um Sundabraut og gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2017 17:47 Frá gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Ja.is Borgarstjórn samþykkti í dag tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er varða Sundabraut og gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg.Tillaga borgarfulltrúa er varðar Sundabraut var á þá leið að borgarstjórn samþykki að hefja viðræður við innanríkisráðuneytið um Sundabraut. Markmið þess er að vinna að arðsemismati og kostnaðargreiningu, ákvarða endanlega útfærslu og legu brautarinnar og tímasetja framkvæmdina. Í tillögunni er varðar gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg var orðalagið upphaflega á þá leið að borgarstjórn samþykki að teknar verði upp viðræður við Vegagerðina um gerð mislægra gatnamóta við Reykjanesbraut-Bústaðaveg í því skyni að auka umferðaröryggi, draga úr mengun og greiða fyrir umferð. Þessu orðalagi var breytt á þá leið að borgarstjórn samþykki að taka upp viðræður við Vegagerðina um útfærslu gatnamóta við Reykjanesbraut-Bústaðaveg í því skyni að auka umferðaröryggi, draga úr mengun og greiða fyrir umferð. Voru báðar tillögurnar samþykktar einróma á fundi borgarstjórnar í dag en flutningsmaður tillögunnar var Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Gert ráð fyrir Sundabraut frá árinu 1975 Í greinargerð sem fylgdi tillögunni um Sundabraut kemur fram að gert hafi verið ráð fyrir Sundabraut í aðalskipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Var lagning Sundabrautar talin ein megin forsendan fyrir byggð í Grafarvogi þegar verið var að hefja uppbyggingu þar á fyrri helmingi níunda áratugarins. „Auk þess var Sundabraut talin ein meginforsendan fyrir sameiningu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps á sínum tíma. Allt bendir til þess að arðsemi af slíkum framkvæmdum verði mikil. Brautin yrði mikilvæg tenging við Grafarvog, eitt fjölmennasta hverfi borgarinnar. við iðnaðarsvæðið á Esjumelum og mikilvægt öryggisatriði ef kæmi til þess að rýma þyrfti stóran hluta borgarinnar á skömmum tíma,“ segir í greinargerðinni. Þar kemur einnig fram að Sundabraut hafi síðast verið slegið á frest með samgöngusamningi Reykjavíkurborgar og ríkisins árið 2012 en þá var fyrirhugaðri lagningu frestað um heilan áratug, eða til ársins 2022. „Engu að síður er enn gert ráð fyrir Sundabraut í núverandi aðalskipulagi. Nú á síðustu misserum hefur farið fram mikil skipulagsvinna í Elliðavogi og í Gufunesi og því er nauðsynlegt og löngu tímabært að ákveða endanlega legu og útfærslu brautarinnar svo aðrar skipulagsákvarðanir útiloki ekki hugsanlega besta kost í þeim efnum,“ segir í greinargerðinni.Sérstaklega gætt að gangandi og hjólandi vegfarendum Í tillögunni um gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg er tekið fram að sérstaklega verði gætt að leggja áherslu á öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem og greiða fyrir umferð strætisvagna um gatnamótin. Áhersla verði jafnframt lögð á að mannvirkið fari sem best í umhverfinu og að ríkulegt tillit verði tekið til náttúru Elliðaárdalsins við hönnun þess. Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í dag tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er varða Sundabraut og gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg.Tillaga borgarfulltrúa er varðar Sundabraut var á þá leið að borgarstjórn samþykki að hefja viðræður við innanríkisráðuneytið um Sundabraut. Markmið þess er að vinna að arðsemismati og kostnaðargreiningu, ákvarða endanlega útfærslu og legu brautarinnar og tímasetja framkvæmdina. Í tillögunni er varðar gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg var orðalagið upphaflega á þá leið að borgarstjórn samþykki að teknar verði upp viðræður við Vegagerðina um gerð mislægra gatnamóta við Reykjanesbraut-Bústaðaveg í því skyni að auka umferðaröryggi, draga úr mengun og greiða fyrir umferð. Þessu orðalagi var breytt á þá leið að borgarstjórn samþykki að taka upp viðræður við Vegagerðina um útfærslu gatnamóta við Reykjanesbraut-Bústaðaveg í því skyni að auka umferðaröryggi, draga úr mengun og greiða fyrir umferð. Voru báðar tillögurnar samþykktar einróma á fundi borgarstjórnar í dag en flutningsmaður tillögunnar var Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Gert ráð fyrir Sundabraut frá árinu 1975 Í greinargerð sem fylgdi tillögunni um Sundabraut kemur fram að gert hafi verið ráð fyrir Sundabraut í aðalskipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Var lagning Sundabrautar talin ein megin forsendan fyrir byggð í Grafarvogi þegar verið var að hefja uppbyggingu þar á fyrri helmingi níunda áratugarins. „Auk þess var Sundabraut talin ein meginforsendan fyrir sameiningu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps á sínum tíma. Allt bendir til þess að arðsemi af slíkum framkvæmdum verði mikil. Brautin yrði mikilvæg tenging við Grafarvog, eitt fjölmennasta hverfi borgarinnar. við iðnaðarsvæðið á Esjumelum og mikilvægt öryggisatriði ef kæmi til þess að rýma þyrfti stóran hluta borgarinnar á skömmum tíma,“ segir í greinargerðinni. Þar kemur einnig fram að Sundabraut hafi síðast verið slegið á frest með samgöngusamningi Reykjavíkurborgar og ríkisins árið 2012 en þá var fyrirhugaðri lagningu frestað um heilan áratug, eða til ársins 2022. „Engu að síður er enn gert ráð fyrir Sundabraut í núverandi aðalskipulagi. Nú á síðustu misserum hefur farið fram mikil skipulagsvinna í Elliðavogi og í Gufunesi og því er nauðsynlegt og löngu tímabært að ákveða endanlega legu og útfærslu brautarinnar svo aðrar skipulagsákvarðanir útiloki ekki hugsanlega besta kost í þeim efnum,“ segir í greinargerðinni.Sérstaklega gætt að gangandi og hjólandi vegfarendum Í tillögunni um gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg er tekið fram að sérstaklega verði gætt að leggja áherslu á öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem og greiða fyrir umferð strætisvagna um gatnamótin. Áhersla verði jafnframt lögð á að mannvirkið fari sem best í umhverfinu og að ríkulegt tillit verði tekið til náttúru Elliðaárdalsins við hönnun þess.
Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira