Viðskipti erlent

Samþykktu lán til Grikklands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Verið er að undirbúa fundinn stóra sem á að hefjast á sunnudaginn.
Verið er að undirbúa fundinn stóra sem á að hefjast á sunnudaginn. mynd/ afp.
Fjármálaráðherrar nokkurra evruríkja hafa samþykkt lánafyrirgreiðslu til Grikklands. Fréttastofa BBC stöðvarinnar segir að þetta kunni hugsanlega að bjarga ríkinu frá gjaldþroti. Upphæð fyrstu lánagreiðslunnar nemur átta milljörðum evra, eða um 1280 milljörðum íslenskra króna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun þurfa að leggja blessun sína yfir lánið og gerist það mun lánið væntanlega verða greitt um miðjan nóvember.

Fjármálaráðherrarnir eru nú að ræða frekari fjárhagsaðstoð við landið, en lítið hefur verið gefið upp um hvernig staðið verður að þeirri aðstoð. Fjármálaráðherrarnir eru nú staddir í Brussel til að fara yfir málin. Á sunnudaginn munu svo ráðherrar frá hverju einasta evruríki, en þau eru 27 talsins, mæta til fundarins. Þá verður rætt um það hvernig hægt er að leysa úr þeirri stöðu sem nú ríkir á gervöllu evrusvæðinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×