Viðskipti innlent

Samtök ferðaþjónustunnar sektuð um 45 milljónir vegna brota á samkeppnislögum

ingvar haraldsson skrifar
Grímur Sæmundsen er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Grímur Sæmundsen er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. vísir/gva
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa fallist á að greiða 45 milljónir króna í sekt vegna brota á samkeppnislögum. SAF hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið þar sem þau viðurkenna að hafa brotið gegn samkeppnislögum.

Brotin sem um ræðir fólust m.a. í að safna verðupplýsingum fyrirtækja í ferðaþjónustu á skipulegan hátt sem í þeim tilgangi að miðla þeim til aðildarfyrirtækja sinna og hvetja til hækkunar á verði og/eða viðhaldi verðs.

Þá hafi SAF stuðlaði að samræmdum skilmálum fyrirtækja á ferðaþjónustumarkaði. Auk þess hafi SAF aðstoðað við, og gefið út sjálf til aðildarfyrirtækja, leiðbeiningar fyrir ýmis gjöld sem fyrirtækin innheimta, t.a.m. gjald fyrir afpantanir á þjónustu.

SAF hefur einnig fallist á að gera frekari breytingar á starfsemi sinni og innleiða m.a. samkeppnisréttaráætlun sem og að tryggja að stjórnendur og starfsmenn SAF, sem og aðildarfyrirtækja samtakanna, séu ávallt að fullu upplýstir um þær kröfur sem samkeppnisreglur gera til starfsemi fyrirtækja og samtaka fyrirtækja á samkeppnismörkuðum.

Rannsókn málsins hófst árið 2006 en húsleit var gerð hjá SAF í mars 2007. Rannsókn málsins lauk í desemeber 2013. Sáttin nær til ársins 2013 en fram til þess tíma lágu inni á vefsíðu samtakanna leiðbeiningar og reglur frá fyrri tíð varðandi viðskiptaskilmála til handa aðildarfyrirtækjum að fara eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×