Samviskufrelsi presta verði afnumið hjá Þjóðkirkjunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. maí 2015 10:30 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur ekki viljað tjá sig um afnám reglu um samviskufrelsi. Vísir/GVA Kirkjuþing unga fólksins sendi frá sér ályktun á laugardaginn sem sneri að afnámi samviskufrelsis presta sem heimilar prestum þjóðkirkjunnar að neita samkynja pörum um hjónavígslu á grundvelli eigin samvisku. Ályktunin verður lögð fyrir kirkjuráð þjóðkirkjunnar og líklega tekin fyrir á fundi í júní. Í kirkjuráði situr Agnes M. Sigurðardóttir biskup auk fjögurra annarra. Sjálf tjáði Agnes sig um málið í viðtali við DV árið 2012 þegar hún var nýkjörin biskup. Þá sagði hún niðurstöðu komna í málið. „Það eru örfáir prestar sem ekki treysta sér til að gifta fólk af sama kyni og þá hafa þeir fullt leyfi til þess að hafa þá skoðun,“ sagði Agnes og bætti því við að hún teldi þetta ekki lengur vandamál, það væri búið að afgreiða málið að hennar dómi. Kirkjuþing unga fólksins er ekki á sama máli. „Í dag gæti samkynhneigt par farið í kirkju, í þeirri sanngjörnu von um að láta gifta sig eins og hvert annað gagnkynhneigt par. Parið er þó í þeirri hættu á að vera hafnað af prestinum því hann viðurkenni ekki ást þeirra sem tveir sjálfstæðir einstaklingar,“ segir í greinargerð sem þingið sendi frá sér um ályktunina. Varðandi fjölda presta sem hafa nýtt sér eða gætu hugsað sér að nýta samviskufrelsið segir Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri Biskupsstofu, þær tölur ekki liggja fyrir. Samkvæmt könnun sem 24 stundir lét gera árið 2008, þegar ný lög um staðfesta samvist voru samþykkt, kemur fram að níu prestar á landinu voru á móti því að staðfesta samvist samkynja pars í kirkju.Geta ekki farið hálfa leið Í greinargerðinni segir að kirkjan hafi tekið stór skref á síðustu árum í átt að jafnrétti en að það sé ekki tilefni til að hætta núna. „Við getum ekki farið hálfa leið og svo hrósað okkur og sagt þetta vera gott.“ Sigurvin Lárus Jónsson, æskulýðsprestur í Neskirkju og formaður Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar, sem heldur utan um Kirkjuþing unga fólksins, tekur í sama streng. Hann segir stöðuna í dag ekki góða. „Eins og staðan er núna er hinsegin fólk sett í þá stöðu að þurfa að þekkja kirkjupólitískt landslag þegar það leitar að presti til hjónavígslu,“ segir Sigurvin. „Agnes M. Sigurðardóttir biskup hefur lýst yfir því að hún vilji standa vörð um þetta samviskufrelsi en það er mjög hæpið að það standist lög að opinber starfsmaður eins og prestur hafi heimild til að mismuna á grundvelli kynhneigðar,“ bætir Sigurvin við. Í greinargerð Kirkjuþings unga fólksins segir aukinheldur: „Prestar þjóðkirkjunnar eru opinberir starfsmenn. Ekki á neinum öðrum opinberum starfsvettvangi geta opinberir starfsmenn hafnað fólki þjónustu út af kynhneigð sinni.“ Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Kirkjuþing unga fólksins sendi frá sér ályktun á laugardaginn sem sneri að afnámi samviskufrelsis presta sem heimilar prestum þjóðkirkjunnar að neita samkynja pörum um hjónavígslu á grundvelli eigin samvisku. Ályktunin verður lögð fyrir kirkjuráð þjóðkirkjunnar og líklega tekin fyrir á fundi í júní. Í kirkjuráði situr Agnes M. Sigurðardóttir biskup auk fjögurra annarra. Sjálf tjáði Agnes sig um málið í viðtali við DV árið 2012 þegar hún var nýkjörin biskup. Þá sagði hún niðurstöðu komna í málið. „Það eru örfáir prestar sem ekki treysta sér til að gifta fólk af sama kyni og þá hafa þeir fullt leyfi til þess að hafa þá skoðun,“ sagði Agnes og bætti því við að hún teldi þetta ekki lengur vandamál, það væri búið að afgreiða málið að hennar dómi. Kirkjuþing unga fólksins er ekki á sama máli. „Í dag gæti samkynhneigt par farið í kirkju, í þeirri sanngjörnu von um að láta gifta sig eins og hvert annað gagnkynhneigt par. Parið er þó í þeirri hættu á að vera hafnað af prestinum því hann viðurkenni ekki ást þeirra sem tveir sjálfstæðir einstaklingar,“ segir í greinargerð sem þingið sendi frá sér um ályktunina. Varðandi fjölda presta sem hafa nýtt sér eða gætu hugsað sér að nýta samviskufrelsið segir Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri Biskupsstofu, þær tölur ekki liggja fyrir. Samkvæmt könnun sem 24 stundir lét gera árið 2008, þegar ný lög um staðfesta samvist voru samþykkt, kemur fram að níu prestar á landinu voru á móti því að staðfesta samvist samkynja pars í kirkju.Geta ekki farið hálfa leið Í greinargerðinni segir að kirkjan hafi tekið stór skref á síðustu árum í átt að jafnrétti en að það sé ekki tilefni til að hætta núna. „Við getum ekki farið hálfa leið og svo hrósað okkur og sagt þetta vera gott.“ Sigurvin Lárus Jónsson, æskulýðsprestur í Neskirkju og formaður Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar, sem heldur utan um Kirkjuþing unga fólksins, tekur í sama streng. Hann segir stöðuna í dag ekki góða. „Eins og staðan er núna er hinsegin fólk sett í þá stöðu að þurfa að þekkja kirkjupólitískt landslag þegar það leitar að presti til hjónavígslu,“ segir Sigurvin. „Agnes M. Sigurðardóttir biskup hefur lýst yfir því að hún vilji standa vörð um þetta samviskufrelsi en það er mjög hæpið að það standist lög að opinber starfsmaður eins og prestur hafi heimild til að mismuna á grundvelli kynhneigðar,“ bætir Sigurvin við. Í greinargerð Kirkjuþings unga fólksins segir aukinheldur: „Prestar þjóðkirkjunnar eru opinberir starfsmenn. Ekki á neinum öðrum opinberum starfsvettvangi geta opinberir starfsmenn hafnað fólki þjónustu út af kynhneigð sinni.“
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira