Sanddæluskipið Perla reis úr sæ Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. nóvember 2015 06:00 Dæling úr skipinu hófst um tvö leytið í gær og klukkan sex var stærstur hluti skipsins kominn upp. Vísir/Ernir Unnið var að því lungann úr gærdeginum að dæla sjó úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í byrjun nóvember. Verkinu var svo gott sem lokið á níunda tímanum í gærkvöldi. „Skipið er í rauninni komið upp og þeir eru bara að dæla betur úr því,“ sagði Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Fréttablaðið rétt eftir klukkan átta. „Ég á von á því að þessu ljúki bara á næsta klukkutíma eða svo. Annars er skipið orðið nokkuð öruggt.“ Byrjað var að dæla upp úr skipinu um tvöleytið í gær. Verkefnið gekk hægt fyrstu tímana. En svo allt í einu fór stefnið upp og um klukkan fimm var stór hluti af skipinu kominn úr kafi. Tugir manna voru niðri á höfn rétt fyrir kvöldmat í gær þegar Fréttablaðið kom þar við. Auk þeirra sem unnu að því að dæla úr skipinu var nokkur hópur fólks sem fylgdist með björgunaraðgerðum úr fjarlægð. Þá voru þar fjölmargir slökkviliðsmenn sem gættu að mengunarvörnum. „Við erum með menn í tengslum við hugsanlega olíuleka. Við erum með olíugirðingar, flotgirðingar, til að taka olíu ef það skyldi leka,“ sagði Ólafur Ingi Grettisson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum lítið sem ekkert fengið af olíu þarna þannig að það virðist hafa gengið ágætlega varðandi þann þáttinn.“ Á áttunda tímanum var dregið verulega úr eftirliti slökkviliðsins og stóðu tveir menn vaktina fram eftir kvöldi. „Það var litið svo á að mesti áhættuþátturinn gagnvart okkar verkþætti hefði minnkað,“ sagði Ólafur Ingi. Perla var að koma úr slipp mánudaginn 2. nóvember þegar skyndilegur leki kom að skipinu. Skipinu var komið fyrir fremst við Ægisgarð þar sem það fylltist af sjó og sökk á um það bil 30 mínútum. Um 12 þúsund lítrar af olíu voru í skipinu og 800 lítrar af glussa. Starfsmenn Björgunar og Köfunarþjónustunnar hófust samdægurs handa við að loka skipinu. Bæði til að koma í veg fyrir að olía læki úr skipinu en jafnframt til að undirbúa að hægt yrði að lyfta því. Undirbúningnum var haldið áfram daginn eftir og miðvikudaginn 4. nóvember var svo farið að dæla úr skipinu. Vinnan gekk vel þann daginn þar til rúður brotnuðu í brúnni og ákveðið var að leyfa skipinu að sökkva á ný. Áfram var reynt daginn eftir en þær tilraunir skiluðu heldur ekki árangri. Með öflugri aðgerðaráætlun og útbúnaði gengu áætlanir í gær eftir. Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Unnið var að því lungann úr gærdeginum að dæla sjó úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í byrjun nóvember. Verkinu var svo gott sem lokið á níunda tímanum í gærkvöldi. „Skipið er í rauninni komið upp og þeir eru bara að dæla betur úr því,“ sagði Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Fréttablaðið rétt eftir klukkan átta. „Ég á von á því að þessu ljúki bara á næsta klukkutíma eða svo. Annars er skipið orðið nokkuð öruggt.“ Byrjað var að dæla upp úr skipinu um tvöleytið í gær. Verkefnið gekk hægt fyrstu tímana. En svo allt í einu fór stefnið upp og um klukkan fimm var stór hluti af skipinu kominn úr kafi. Tugir manna voru niðri á höfn rétt fyrir kvöldmat í gær þegar Fréttablaðið kom þar við. Auk þeirra sem unnu að því að dæla úr skipinu var nokkur hópur fólks sem fylgdist með björgunaraðgerðum úr fjarlægð. Þá voru þar fjölmargir slökkviliðsmenn sem gættu að mengunarvörnum. „Við erum með menn í tengslum við hugsanlega olíuleka. Við erum með olíugirðingar, flotgirðingar, til að taka olíu ef það skyldi leka,“ sagði Ólafur Ingi Grettisson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum lítið sem ekkert fengið af olíu þarna þannig að það virðist hafa gengið ágætlega varðandi þann þáttinn.“ Á áttunda tímanum var dregið verulega úr eftirliti slökkviliðsins og stóðu tveir menn vaktina fram eftir kvöldi. „Það var litið svo á að mesti áhættuþátturinn gagnvart okkar verkþætti hefði minnkað,“ sagði Ólafur Ingi. Perla var að koma úr slipp mánudaginn 2. nóvember þegar skyndilegur leki kom að skipinu. Skipinu var komið fyrir fremst við Ægisgarð þar sem það fylltist af sjó og sökk á um það bil 30 mínútum. Um 12 þúsund lítrar af olíu voru í skipinu og 800 lítrar af glussa. Starfsmenn Björgunar og Köfunarþjónustunnar hófust samdægurs handa við að loka skipinu. Bæði til að koma í veg fyrir að olía læki úr skipinu en jafnframt til að undirbúa að hægt yrði að lyfta því. Undirbúningnum var haldið áfram daginn eftir og miðvikudaginn 4. nóvember var svo farið að dæla úr skipinu. Vinnan gekk vel þann daginn þar til rúður brotnuðu í brúnni og ákveðið var að leyfa skipinu að sökkva á ný. Áfram var reynt daginn eftir en þær tilraunir skiluðu heldur ekki árangri. Með öflugri aðgerðaráætlun og útbúnaði gengu áætlanir í gær eftir.
Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira