Sandra laus frá Jitex: Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2011 15:15 Sandra Sigurðardóttir. Mynd/Hag Sandra Sigurðardóttir, fyrrum markvörður sænska liðsins Jitex virðist loksins vera að losna undan samningi við félagið. Sandra rifti samningi sínum við Jitex fyrr í sumar vegna vanefnda en Svíarnir litu svo á að hún væri enn samningsbundinn sínu félagi og mætti því ekki fara heim til Stjörnunnar. FIFA hefur nú úrskurðað í málinu og það Söndru í vil. Sandra er þó ekki komin með leikheimild fyrir leikinn á móti Aftureldingu í kvöld þar sem Stjarnan getur orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Mér skilst að KSÍ hafi ekki náð að funda en að það verði fundur hjá félagsskiptanefnd á morgun. Það eiginlega mjög pirrandi að geta ekki verið með í kvöld," segir Sandra sem ætlar þó að hvetja sitt lið í kvöld. Leikur Stjörnunnar og Aftureldingar hefst klukkan 18.30 og með sigri tryggir Stjörnuliðið sér Íslandsmeistaratitilinn. „Ég veit ekki hvort ég verði í stúkunni eða hvort ég fái að vera á bekknum sem félagsmaður. Þetta er stór dagur fyrir okkur öll ef vel gengur," segir Sandra. Sandra viðurkennir að þetta mál sé búið að taka sinn toll í sumar. „Það var mjög léttir þegar ég fékk að heyra það að FIFA væri búið að úrskurða. Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu," segir Sandra. Hún efaðist hinsvegar aldrei um að hún væri í fullum rétti að segja upp samningi sínum við Jitex. „Ég var viss á mínu og var búin að fá mína lögfræðinga til að fara yfir allt. Svo þegar maður fær bara hótanir og leiðindi til baka þá fer maður stundum að efast. Ég vissi alltaf að þetta myndi leysast og það var bara spurning um hvenær það myndi gerast. Ég vissi samt ekki hvað FIFA tekur langan tíma í að fara yfir svona mál," segir Sandra. Hún vonast eftir því að fá að spila eitthvað með Stjörnunni í sumar en til þess að svo verði þarf KSÍ að samþykkja félagsskiptin. „Það er líklegra en ekki að ég fái leikheimild því ég held að ég sé bara í svipuðum málum og Jósef hjá Grindavík. Það væri gaman fyrir geðheilsuna að fá smá fótbolta fyrir lok sumars. Þetta er búið að vera smá strembið," viðurkennir Sandra. Hún hefur ekki einu sinn mátt mæta á æfingar hjá Stjörnuliðinu. „Ég mátti ekki æfa heldur. Þeir bönnuðu mér að æfa útaf því þeir litu ekki á mína riftun gilda. Á meðan enginn væri búinn að dæma í því hvort rétturinn væri hjá mér eða þeim þá varð maður bara að fylgja því að maður væri samningsbundinn," sagði Sandra. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Real Madríd í vænlegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Sjá meira
Sandra Sigurðardóttir, fyrrum markvörður sænska liðsins Jitex virðist loksins vera að losna undan samningi við félagið. Sandra rifti samningi sínum við Jitex fyrr í sumar vegna vanefnda en Svíarnir litu svo á að hún væri enn samningsbundinn sínu félagi og mætti því ekki fara heim til Stjörnunnar. FIFA hefur nú úrskurðað í málinu og það Söndru í vil. Sandra er þó ekki komin með leikheimild fyrir leikinn á móti Aftureldingu í kvöld þar sem Stjarnan getur orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Mér skilst að KSÍ hafi ekki náð að funda en að það verði fundur hjá félagsskiptanefnd á morgun. Það eiginlega mjög pirrandi að geta ekki verið með í kvöld," segir Sandra sem ætlar þó að hvetja sitt lið í kvöld. Leikur Stjörnunnar og Aftureldingar hefst klukkan 18.30 og með sigri tryggir Stjörnuliðið sér Íslandsmeistaratitilinn. „Ég veit ekki hvort ég verði í stúkunni eða hvort ég fái að vera á bekknum sem félagsmaður. Þetta er stór dagur fyrir okkur öll ef vel gengur," segir Sandra. Sandra viðurkennir að þetta mál sé búið að taka sinn toll í sumar. „Það var mjög léttir þegar ég fékk að heyra það að FIFA væri búið að úrskurða. Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu," segir Sandra. Hún efaðist hinsvegar aldrei um að hún væri í fullum rétti að segja upp samningi sínum við Jitex. „Ég var viss á mínu og var búin að fá mína lögfræðinga til að fara yfir allt. Svo þegar maður fær bara hótanir og leiðindi til baka þá fer maður stundum að efast. Ég vissi alltaf að þetta myndi leysast og það var bara spurning um hvenær það myndi gerast. Ég vissi samt ekki hvað FIFA tekur langan tíma í að fara yfir svona mál," segir Sandra. Hún vonast eftir því að fá að spila eitthvað með Stjörnunni í sumar en til þess að svo verði þarf KSÍ að samþykkja félagsskiptin. „Það er líklegra en ekki að ég fái leikheimild því ég held að ég sé bara í svipuðum málum og Jósef hjá Grindavík. Það væri gaman fyrir geðheilsuna að fá smá fótbolta fyrir lok sumars. Þetta er búið að vera smá strembið," viðurkennir Sandra. Hún hefur ekki einu sinn mátt mæta á æfingar hjá Stjörnuliðinu. „Ég mátti ekki æfa heldur. Þeir bönnuðu mér að æfa útaf því þeir litu ekki á mína riftun gilda. Á meðan enginn væri búinn að dæma í því hvort rétturinn væri hjá mér eða þeim þá varð maður bara að fylgja því að maður væri samningsbundinn," sagði Sandra.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Real Madríd í vænlegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti