Sandra laus frá Jitex: Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2011 15:15 Sandra Sigurðardóttir. Mynd/Hag Sandra Sigurðardóttir, fyrrum markvörður sænska liðsins Jitex virðist loksins vera að losna undan samningi við félagið. Sandra rifti samningi sínum við Jitex fyrr í sumar vegna vanefnda en Svíarnir litu svo á að hún væri enn samningsbundinn sínu félagi og mætti því ekki fara heim til Stjörnunnar. FIFA hefur nú úrskurðað í málinu og það Söndru í vil. Sandra er þó ekki komin með leikheimild fyrir leikinn á móti Aftureldingu í kvöld þar sem Stjarnan getur orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Mér skilst að KSÍ hafi ekki náð að funda en að það verði fundur hjá félagsskiptanefnd á morgun. Það eiginlega mjög pirrandi að geta ekki verið með í kvöld," segir Sandra sem ætlar þó að hvetja sitt lið í kvöld. Leikur Stjörnunnar og Aftureldingar hefst klukkan 18.30 og með sigri tryggir Stjörnuliðið sér Íslandsmeistaratitilinn. „Ég veit ekki hvort ég verði í stúkunni eða hvort ég fái að vera á bekknum sem félagsmaður. Þetta er stór dagur fyrir okkur öll ef vel gengur," segir Sandra. Sandra viðurkennir að þetta mál sé búið að taka sinn toll í sumar. „Það var mjög léttir þegar ég fékk að heyra það að FIFA væri búið að úrskurða. Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu," segir Sandra. Hún efaðist hinsvegar aldrei um að hún væri í fullum rétti að segja upp samningi sínum við Jitex. „Ég var viss á mínu og var búin að fá mína lögfræðinga til að fara yfir allt. Svo þegar maður fær bara hótanir og leiðindi til baka þá fer maður stundum að efast. Ég vissi alltaf að þetta myndi leysast og það var bara spurning um hvenær það myndi gerast. Ég vissi samt ekki hvað FIFA tekur langan tíma í að fara yfir svona mál," segir Sandra. Hún vonast eftir því að fá að spila eitthvað með Stjörnunni í sumar en til þess að svo verði þarf KSÍ að samþykkja félagsskiptin. „Það er líklegra en ekki að ég fái leikheimild því ég held að ég sé bara í svipuðum málum og Jósef hjá Grindavík. Það væri gaman fyrir geðheilsuna að fá smá fótbolta fyrir lok sumars. Þetta er búið að vera smá strembið," viðurkennir Sandra. Hún hefur ekki einu sinn mátt mæta á æfingar hjá Stjörnuliðinu. „Ég mátti ekki æfa heldur. Þeir bönnuðu mér að æfa útaf því þeir litu ekki á mína riftun gilda. Á meðan enginn væri búinn að dæma í því hvort rétturinn væri hjá mér eða þeim þá varð maður bara að fylgja því að maður væri samningsbundinn," sagði Sandra. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Sandra Sigurðardóttir, fyrrum markvörður sænska liðsins Jitex virðist loksins vera að losna undan samningi við félagið. Sandra rifti samningi sínum við Jitex fyrr í sumar vegna vanefnda en Svíarnir litu svo á að hún væri enn samningsbundinn sínu félagi og mætti því ekki fara heim til Stjörnunnar. FIFA hefur nú úrskurðað í málinu og það Söndru í vil. Sandra er þó ekki komin með leikheimild fyrir leikinn á móti Aftureldingu í kvöld þar sem Stjarnan getur orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Mér skilst að KSÍ hafi ekki náð að funda en að það verði fundur hjá félagsskiptanefnd á morgun. Það eiginlega mjög pirrandi að geta ekki verið með í kvöld," segir Sandra sem ætlar þó að hvetja sitt lið í kvöld. Leikur Stjörnunnar og Aftureldingar hefst klukkan 18.30 og með sigri tryggir Stjörnuliðið sér Íslandsmeistaratitilinn. „Ég veit ekki hvort ég verði í stúkunni eða hvort ég fái að vera á bekknum sem félagsmaður. Þetta er stór dagur fyrir okkur öll ef vel gengur," segir Sandra. Sandra viðurkennir að þetta mál sé búið að taka sinn toll í sumar. „Það var mjög léttir þegar ég fékk að heyra það að FIFA væri búið að úrskurða. Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu," segir Sandra. Hún efaðist hinsvegar aldrei um að hún væri í fullum rétti að segja upp samningi sínum við Jitex. „Ég var viss á mínu og var búin að fá mína lögfræðinga til að fara yfir allt. Svo þegar maður fær bara hótanir og leiðindi til baka þá fer maður stundum að efast. Ég vissi alltaf að þetta myndi leysast og það var bara spurning um hvenær það myndi gerast. Ég vissi samt ekki hvað FIFA tekur langan tíma í að fara yfir svona mál," segir Sandra. Hún vonast eftir því að fá að spila eitthvað með Stjörnunni í sumar en til þess að svo verði þarf KSÍ að samþykkja félagsskiptin. „Það er líklegra en ekki að ég fái leikheimild því ég held að ég sé bara í svipuðum málum og Jósef hjá Grindavík. Það væri gaman fyrir geðheilsuna að fá smá fótbolta fyrir lok sumars. Þetta er búið að vera smá strembið," viðurkennir Sandra. Hún hefur ekki einu sinn mátt mæta á æfingar hjá Stjörnuliðinu. „Ég mátti ekki æfa heldur. Þeir bönnuðu mér að æfa útaf því þeir litu ekki á mína riftun gilda. Á meðan enginn væri búinn að dæma í því hvort rétturinn væri hjá mér eða þeim þá varð maður bara að fylgja því að maður væri samningsbundinn," sagði Sandra.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira