Sannarlega pláss fyrir jafnrétti í nýsköpun: „Við erum löðrandi í hugsanaskekkjum“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 25. maí 2016 21:30 Hrund segir jafnrétti vel mögulegt og að við þurfum einfaldlega að bretta upp ermar. Vísir/Stefán Stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs segir það staðreynd að mun færri konur en karlar sæki um styrki til sjóðsins. Mikilvægt sé að leiðrétta þessa skekkju þar sem að samfélagið fær það besta út úr nýsköpun með því að tryggja fjölbreytileika í stjórnum fyrirtækja og í verkefnum. Auk þess sem þeir fjármunir sem sjóðurinn úthlutar er opinbert fé. Tækniþróunarsjóður úthlutaði í dag ríflega átta hundruð milljónum króna til ýmissa verkefna en hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Sjóðurinn heldur sinn árlega vorfund á föstudaginn næstkomandi þar sem styrkþegar eru boðnir velkomnir til samstarfs og er yfirskrift hans „Er líf án tækni?“.Hrund hélt erindi á ráðstefnunni „Er pláss fyrir jafnrétti í nýsköpun?“ í Háskólanum í Reykjavík í dag.Vísir/AntonHrund Gunnsteinsdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, segir að sjóðurinn leggi mikið upp úr því að ná bæði til karla og kvenna. Þrátt fyrir það voru konur einungis tæplega fjórðungur verkefnisstjóra þeirra verkefna sem sækja um styrk og hlutfall styrkþega sem eru konur er í samræmi við það. Hún var einn mælenda á ráðstefnunni „Er pláss fyrir jafnrétti í nýsköpun?“ í Háskólanum í Reykjavík í dag. Hrund hefur meðal annars unnið að jafnréttismálum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í næstum því tvo áratugi og tekið þátt í að byggja upp samfélög eftir stríð þar sem íbúar voru að þróa lýðræði og byggja upp frið. Þá er hún menntuð í þróunarfræðum. Með hana í brúnni hefur Tækniþróunarsjóður skoðað ýmsar leiðir til þess að ná utan um hlutfall karla og kvenna og er þetta ein af þeim leiðum sem sjóðurinn notar – að greina kyn verkefnisstjóra sem er ábyrgðaraðili að hverju og einu verkefni.Heimur í framþróun þarfnast jafnréttis „Heimurinn sem við búum í er að breytast á ógnahraða, við tölum um hröðun breytinga meðal annars vegna mikilla tækniframfara, hnattvæðingar og samfélagslegrar þróunar. Breytingarnar eru það miklar, stórar og róttækar að það hriktir í undirstöðunum. Enginn veit hvernig heimurinn verður eftir 10 ár,“ segir Hrund. Hún nefnir að þessar breytingar séu kallaðar „Fjórða iðnbyltingin“ og komi til með að gjörbreyta viðskiptalíkönum og vinnumarkaðnum á næstu árum. Það komi til með að hafa mikil áhrif á hæfniskröfur sem fólk á atvinnumarkaðnum þarf að hafa. Til að mynda verði skapandi og gagnrýnin hugsun, geta til þess að leysa úr flóknum tölum og geta til að setja hlutina í samhengi þrjár eftirsóttustu hæfniskröfurnar samkvæmt Alþjóðaefnahagsráðinu árið 2020. „Þessi heimur kallar á þverfaglega nálgun, samtal og samstarf ólíkra geira, einstaklinga og blöndun sérþekkingar. Þessi heimur kallar á skapandi hugsun, lausnir á ýmsum verkefnum sem við okkur mannkyninu blasa, hvort sem þau eru á sviði umhverfismála, opinberrar stjórnsýslu, stjórnmála, vinnumarkaðar, menntunar, heilbrigðisþjónustu, fjármálaþjónustu eða annarra sviða. Vinnumarkaðurinn er að ganga í gegnum mikið umrót og mikil þörf fyrir atvinnusköpun.“ Hrund segir af þessum ástæðum frumkvöðla- og nýsköpunarmenntun og störf í þeim geira einn helsti drifkraftur hagkerfa og samfélaga. „Þeir sem láta til sín taka á sviði nýsköpunar í dag eru að taka þátt í að móta samfélögin sín hugsanlega á afdrifaríkan hátt.“ Þröngur þekkingarheimur eða einsleitur er ekki gjöfull að mati Hrundar og á þessari skoðun eru líkast til fleiri, ef ekki flestir.Heimurinn er að breytast á ógnarhraða.Vísir/Stefán„Það einkennir skapandi hugsun að leyfa ólíkum sjónarmiðum að koma saman og brúa þannig bil á milli þeirra. Þegar annað kynið tekur mun minni þátt en hitt þá segir það sig sjálft að við erum ekki að nýta allan þekkingarheiminn sem er til.“Hugsanaskekkjur ráða enn för að einhverju leyti Hrund bendir á að í dag séu það viðtekin sannindi að það sé best að hafa sem fjölbreyttastan hóp í stjórnunarteymum, það víkki út sjóndeildarhringinn og frjóvgi hugsun. Því spyr hún hvers vegna standi á því að hlutfall kvenforstjóra í öllum geirum í alþjóðlegum iðnaði og viðskipum sé aðeins 9 prósent? Og á sama tíma eru konur einungis verkefnastjórar í um það bil fjórðung þeirra verkefna sem sækja um styrk hjá Tækniþróunarsjóði. Svar Hrundar liggur meðal annars í hugsanaskekkjum sem hrjá mannfólkið því að þrátt fyrir að við höfum fyrirliggjandi mikið af upplýsingum um ávinning af kynjajafnrétti í samfélaginu og að rökhugsun skilji jafnréttissjónarmiðið geti verið erfitt að breyta samkvæmt bestu vitund. „Við erum löðrandi í hugsanaskekkjum. Á meðan við teljum okkur vera að taka hlutlausar ákvarðanir byggðar á staðreyndum þá er það ekki alltaf rétt. Tilfinningarnar ráða mikið för og það hvernig við sjáum hlutina. Undirmeðvitundin okkar hefur rosalega mikil áhrif á hvernig við hugsum, á þær ályktanir sem við drögum um fólk og aðstæður. Langflestar ákvarðanir okkar eru því byggðar á innsæi. En til þess að öðlast sterkt innsæi er mikilvægt að þekkja hugsanaskekkjurnar sínar.“ Sem dæmi nefndi Hrund að við höfum tilhneigingu til að halda að karlar séu betri en konur í vísindum. Rannsókn þeirra Sarah Eddy og Daniel Grunspan leiddi í ljós að nemendur vanmeta kvenkyns jafnaldra sína í vísindagreinum í menntaskóla eða á upphafsárum háskólanáms. Þetta telja rannsakendurnir geta verið ein af ástæðum brottfalls kvenna úr náttúruvísindum. Þá vísaði Hrund í rannsókn sem sýndi fram á að strákum og körlum gengur mun betur í forritun þegar kynið á forritaranum er vitað en því er öfugt farið ef kyn forritara er falið. Sjá hér.Ástæðurnar fyrir kynjamun í þessum efnum virðast ekki vera neitt sérstaklega góðar. Hér að neðan má sjá myndband sem veltir upp nokkrum af þeim ástæðum sem geta verið á milli kynjanna þegar kemur að hæfileikum í forritun. Hrund er þeirrar skoðunar að nú þurfi að hætta að setja fólk í box og horfa á það sem aðgreinir okkur. Nú þurfi að líta til framtíðar, lagfæra hugsanaskekkjur og ekki láta hugmyndir okkar um kynferði þrengja að möguleikum fólks. Kynin eru ólík, því er ekki að neita, en það merkir þó ekki að annað sé hæfara en hitt. Hún telur að nú þurfi að ganga í verkin og lagfæra misrétti. „Við erum búin að hrekja svo mikið af rökunum fyrir kynjamisrétti. Ef okkur langar að hafa jafnt kynjahlutfall, höfum þá jafnt kynjahlutfall,” segir Hrund. Tengdar fréttir Hafa fengið 45 milljónir í styrk Marinox ehf. og Matís hafa saman sótt um og hlotið styrki úr Tækniþróunarsjóði upp á 45 milljónir króna frá árinu 2011. 30. janúar 2015 07:00 Tækniþróunarsjóður úthlutar sex hundruð milljónum í desember Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur valið þá aðila sem eiga kost á úthlutun úr sjóðnum núna í desember. Úthlutað er úr honum tvisvar sinnum á ári og í þetta skiptið er búist við því að 600 milljónir verði veittar í styrki. Verkefnisstjórum sem hafa sótt um úthlutun er boðið að ganga til viðræðna um úthlutun áður en fjármagnið er veitt. 17. desember 2015 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs segir það staðreynd að mun færri konur en karlar sæki um styrki til sjóðsins. Mikilvægt sé að leiðrétta þessa skekkju þar sem að samfélagið fær það besta út úr nýsköpun með því að tryggja fjölbreytileika í stjórnum fyrirtækja og í verkefnum. Auk þess sem þeir fjármunir sem sjóðurinn úthlutar er opinbert fé. Tækniþróunarsjóður úthlutaði í dag ríflega átta hundruð milljónum króna til ýmissa verkefna en hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Sjóðurinn heldur sinn árlega vorfund á föstudaginn næstkomandi þar sem styrkþegar eru boðnir velkomnir til samstarfs og er yfirskrift hans „Er líf án tækni?“.Hrund hélt erindi á ráðstefnunni „Er pláss fyrir jafnrétti í nýsköpun?“ í Háskólanum í Reykjavík í dag.Vísir/AntonHrund Gunnsteinsdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, segir að sjóðurinn leggi mikið upp úr því að ná bæði til karla og kvenna. Þrátt fyrir það voru konur einungis tæplega fjórðungur verkefnisstjóra þeirra verkefna sem sækja um styrk og hlutfall styrkþega sem eru konur er í samræmi við það. Hún var einn mælenda á ráðstefnunni „Er pláss fyrir jafnrétti í nýsköpun?“ í Háskólanum í Reykjavík í dag. Hrund hefur meðal annars unnið að jafnréttismálum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í næstum því tvo áratugi og tekið þátt í að byggja upp samfélög eftir stríð þar sem íbúar voru að þróa lýðræði og byggja upp frið. Þá er hún menntuð í þróunarfræðum. Með hana í brúnni hefur Tækniþróunarsjóður skoðað ýmsar leiðir til þess að ná utan um hlutfall karla og kvenna og er þetta ein af þeim leiðum sem sjóðurinn notar – að greina kyn verkefnisstjóra sem er ábyrgðaraðili að hverju og einu verkefni.Heimur í framþróun þarfnast jafnréttis „Heimurinn sem við búum í er að breytast á ógnahraða, við tölum um hröðun breytinga meðal annars vegna mikilla tækniframfara, hnattvæðingar og samfélagslegrar þróunar. Breytingarnar eru það miklar, stórar og róttækar að það hriktir í undirstöðunum. Enginn veit hvernig heimurinn verður eftir 10 ár,“ segir Hrund. Hún nefnir að þessar breytingar séu kallaðar „Fjórða iðnbyltingin“ og komi til með að gjörbreyta viðskiptalíkönum og vinnumarkaðnum á næstu árum. Það komi til með að hafa mikil áhrif á hæfniskröfur sem fólk á atvinnumarkaðnum þarf að hafa. Til að mynda verði skapandi og gagnrýnin hugsun, geta til þess að leysa úr flóknum tölum og geta til að setja hlutina í samhengi þrjár eftirsóttustu hæfniskröfurnar samkvæmt Alþjóðaefnahagsráðinu árið 2020. „Þessi heimur kallar á þverfaglega nálgun, samtal og samstarf ólíkra geira, einstaklinga og blöndun sérþekkingar. Þessi heimur kallar á skapandi hugsun, lausnir á ýmsum verkefnum sem við okkur mannkyninu blasa, hvort sem þau eru á sviði umhverfismála, opinberrar stjórnsýslu, stjórnmála, vinnumarkaðar, menntunar, heilbrigðisþjónustu, fjármálaþjónustu eða annarra sviða. Vinnumarkaðurinn er að ganga í gegnum mikið umrót og mikil þörf fyrir atvinnusköpun.“ Hrund segir af þessum ástæðum frumkvöðla- og nýsköpunarmenntun og störf í þeim geira einn helsti drifkraftur hagkerfa og samfélaga. „Þeir sem láta til sín taka á sviði nýsköpunar í dag eru að taka þátt í að móta samfélögin sín hugsanlega á afdrifaríkan hátt.“ Þröngur þekkingarheimur eða einsleitur er ekki gjöfull að mati Hrundar og á þessari skoðun eru líkast til fleiri, ef ekki flestir.Heimurinn er að breytast á ógnarhraða.Vísir/Stefán„Það einkennir skapandi hugsun að leyfa ólíkum sjónarmiðum að koma saman og brúa þannig bil á milli þeirra. Þegar annað kynið tekur mun minni þátt en hitt þá segir það sig sjálft að við erum ekki að nýta allan þekkingarheiminn sem er til.“Hugsanaskekkjur ráða enn för að einhverju leyti Hrund bendir á að í dag séu það viðtekin sannindi að það sé best að hafa sem fjölbreyttastan hóp í stjórnunarteymum, það víkki út sjóndeildarhringinn og frjóvgi hugsun. Því spyr hún hvers vegna standi á því að hlutfall kvenforstjóra í öllum geirum í alþjóðlegum iðnaði og viðskipum sé aðeins 9 prósent? Og á sama tíma eru konur einungis verkefnastjórar í um það bil fjórðung þeirra verkefna sem sækja um styrk hjá Tækniþróunarsjóði. Svar Hrundar liggur meðal annars í hugsanaskekkjum sem hrjá mannfólkið því að þrátt fyrir að við höfum fyrirliggjandi mikið af upplýsingum um ávinning af kynjajafnrétti í samfélaginu og að rökhugsun skilji jafnréttissjónarmiðið geti verið erfitt að breyta samkvæmt bestu vitund. „Við erum löðrandi í hugsanaskekkjum. Á meðan við teljum okkur vera að taka hlutlausar ákvarðanir byggðar á staðreyndum þá er það ekki alltaf rétt. Tilfinningarnar ráða mikið för og það hvernig við sjáum hlutina. Undirmeðvitundin okkar hefur rosalega mikil áhrif á hvernig við hugsum, á þær ályktanir sem við drögum um fólk og aðstæður. Langflestar ákvarðanir okkar eru því byggðar á innsæi. En til þess að öðlast sterkt innsæi er mikilvægt að þekkja hugsanaskekkjurnar sínar.“ Sem dæmi nefndi Hrund að við höfum tilhneigingu til að halda að karlar séu betri en konur í vísindum. Rannsókn þeirra Sarah Eddy og Daniel Grunspan leiddi í ljós að nemendur vanmeta kvenkyns jafnaldra sína í vísindagreinum í menntaskóla eða á upphafsárum háskólanáms. Þetta telja rannsakendurnir geta verið ein af ástæðum brottfalls kvenna úr náttúruvísindum. Þá vísaði Hrund í rannsókn sem sýndi fram á að strákum og körlum gengur mun betur í forritun þegar kynið á forritaranum er vitað en því er öfugt farið ef kyn forritara er falið. Sjá hér.Ástæðurnar fyrir kynjamun í þessum efnum virðast ekki vera neitt sérstaklega góðar. Hér að neðan má sjá myndband sem veltir upp nokkrum af þeim ástæðum sem geta verið á milli kynjanna þegar kemur að hæfileikum í forritun. Hrund er þeirrar skoðunar að nú þurfi að hætta að setja fólk í box og horfa á það sem aðgreinir okkur. Nú þurfi að líta til framtíðar, lagfæra hugsanaskekkjur og ekki láta hugmyndir okkar um kynferði þrengja að möguleikum fólks. Kynin eru ólík, því er ekki að neita, en það merkir þó ekki að annað sé hæfara en hitt. Hún telur að nú þurfi að ganga í verkin og lagfæra misrétti. „Við erum búin að hrekja svo mikið af rökunum fyrir kynjamisrétti. Ef okkur langar að hafa jafnt kynjahlutfall, höfum þá jafnt kynjahlutfall,” segir Hrund.
Tengdar fréttir Hafa fengið 45 milljónir í styrk Marinox ehf. og Matís hafa saman sótt um og hlotið styrki úr Tækniþróunarsjóði upp á 45 milljónir króna frá árinu 2011. 30. janúar 2015 07:00 Tækniþróunarsjóður úthlutar sex hundruð milljónum í desember Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur valið þá aðila sem eiga kost á úthlutun úr sjóðnum núna í desember. Úthlutað er úr honum tvisvar sinnum á ári og í þetta skiptið er búist við því að 600 milljónir verði veittar í styrki. Verkefnisstjórum sem hafa sótt um úthlutun er boðið að ganga til viðræðna um úthlutun áður en fjármagnið er veitt. 17. desember 2015 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Hafa fengið 45 milljónir í styrk Marinox ehf. og Matís hafa saman sótt um og hlotið styrki úr Tækniþróunarsjóði upp á 45 milljónir króna frá árinu 2011. 30. janúar 2015 07:00
Tækniþróunarsjóður úthlutar sex hundruð milljónum í desember Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur valið þá aðila sem eiga kost á úthlutun úr sjóðnum núna í desember. Úthlutað er úr honum tvisvar sinnum á ári og í þetta skiptið er búist við því að 600 milljónir verði veittar í styrki. Verkefnisstjórum sem hafa sótt um úthlutun er boðið að ganga til viðræðna um úthlutun áður en fjármagnið er veitt. 17. desember 2015 07:00