Sárast að geta ekki gefið barnabörnunum gjafir Viktoría Hermannsdóttir skrifar 29. október 2014 07:00 Eva segist ekki ná endum saman nema með hjálp frá börnum sínum. Fréttablaðið/Ernir „Ég hef ekki efni á nauðsynjavörum, það er bara þannig. Ég er ekki sú eina sem er í þessari stöðu heldur fjöldi eldri borgara. Það þorir bara enginn að tala um það en ástandið hjá mörgum er til skammar,“ segir Eva Ó. Hjaltadóttir. Hún er 72 ára eldri borgari sem glímir við það í hverjum einasta mánuði að ná ekki endum saman. Eva fær 162 þúsund á mánuði frá Tryggingastofnun sem á að duga fyrir öllum hennar útgjöldum. Hún leigir á almennum markaði og borgar fyrir það 120 þúsund á mánuði en fær í húsaleigubætur um 18 þúsund. Restin á að duga fyrir öllum nauðsynjavörum, svo sem mat, tryggingum, rafmagni, lyfjum, hreinlætisvörum, læknakostnaði og því helsta. Eva hætti að vinna í kringum sextugt og var á örorkubótum í þrjú ár þar til hún fór á ellilífeyri. „Þá lækkaði framfærslan um fimmtán þúsund á mánuði,“ segir Eva, sem er sykursjúk og með skjaldkirtilssjúkdóm líka. Áður en hún hætti að vinna starfaði hún meðal annars við fiskvinnslu. „Ég vann alltaf mikið, stundum var ég í tveimur þremur vinnum í einu enda kom ég fjórum börnum til mennta og manns. Og þetta eru þakkirnar frá samfélaginu.“ Hún á fimmtán ára gamlan bíl og sonur hennar setur bensín á bílinn fyrir hana. „Þetta gengur auðvitað ekkert upp,“ segir Eva. Hún segist heppin með það að eiga syni sem hjálpa henni með það nauðsynlegasta. „Sonur minn kom til dæmis hérna um daginn með kaffi og klósettpappír. Það var í enda mánaðarins og þá var allt búið,“ segir hún og viðurkennir að það sé erfitt að vera upp á aðra kominn að miklu leyti. „Það sem mér þykir verst er þó að geta ekki gefið barnabörnunum afmælis- og jólagjafir. Ég gef þeim tveimur yngstu enn gjafir en hinum get ég ekki gefið,“ segir Eva, sem á sautján barnabörn. „Og hvað þá að leyfa sér eitthvað annað eins og að fara á kaffihús, leikhús eða tónleika. Ég myndi vilja það en get það ekki. Ég er bara alls ekki eini eldri borgarinn sem er í þessari stöðu. Við höfum setið eftir og gleymst. Það er alltaf verið að lofa því að gera eitthvað fyrir okkur en enginn stendur við það. Ég skammast mín ekkert fyrir að segja frá þessu því svona er bara staðan hjá svo mörgum.“ Eva segir peningaleysið setja mark sitt á allt sitt líf. „Auðvitað. manni finnst maður vera hálfgerður vesalingur. Núna vantar mig til dæmis lyf og ég hef ekki efni á að leysa þau út. Ég hef ekki átt krónu síðan í síðustu viku. Allt hefur hækkað svo mikið. Allt er orðið dýrara.“Vilja umboðsmann eldri borgara Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, segir að um 8% eldri borgara á Íslandi séu á almennum leigumarkaði. Margir hverjir búi við kröpp kjör og ráði illa við það t.d þegar leiga hækkar. „Staða þeirra er auðvitað misjöfn en við heyrum af svona dæmum þar sem fólk á mjög lítið eftir þegar það er búið að borga leigu. Það kom til dæmis maður til okkar um daginn sem er kominn yfir nírætt, leigan hans hækkaði um 30 þúsund á mánuði og þá sagðist hann þurfa að ganga á þann pening sem hann hafði lagt fyrir í jarðarförina sína.“ Hún kallar eftir úrræðum fyrir þennan hóp. „Við teljum nauðsynlegt að fá umboðsmann aldraðra. Við trúum því að það geti leyst ýmislegt. Hlutlaus aðili sem fólk getur leitað til, og verið okkur til ráðgjafar sem og stjórnvöldum.“ Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
„Ég hef ekki efni á nauðsynjavörum, það er bara þannig. Ég er ekki sú eina sem er í þessari stöðu heldur fjöldi eldri borgara. Það þorir bara enginn að tala um það en ástandið hjá mörgum er til skammar,“ segir Eva Ó. Hjaltadóttir. Hún er 72 ára eldri borgari sem glímir við það í hverjum einasta mánuði að ná ekki endum saman. Eva fær 162 þúsund á mánuði frá Tryggingastofnun sem á að duga fyrir öllum hennar útgjöldum. Hún leigir á almennum markaði og borgar fyrir það 120 þúsund á mánuði en fær í húsaleigubætur um 18 þúsund. Restin á að duga fyrir öllum nauðsynjavörum, svo sem mat, tryggingum, rafmagni, lyfjum, hreinlætisvörum, læknakostnaði og því helsta. Eva hætti að vinna í kringum sextugt og var á örorkubótum í þrjú ár þar til hún fór á ellilífeyri. „Þá lækkaði framfærslan um fimmtán þúsund á mánuði,“ segir Eva, sem er sykursjúk og með skjaldkirtilssjúkdóm líka. Áður en hún hætti að vinna starfaði hún meðal annars við fiskvinnslu. „Ég vann alltaf mikið, stundum var ég í tveimur þremur vinnum í einu enda kom ég fjórum börnum til mennta og manns. Og þetta eru þakkirnar frá samfélaginu.“ Hún á fimmtán ára gamlan bíl og sonur hennar setur bensín á bílinn fyrir hana. „Þetta gengur auðvitað ekkert upp,“ segir Eva. Hún segist heppin með það að eiga syni sem hjálpa henni með það nauðsynlegasta. „Sonur minn kom til dæmis hérna um daginn með kaffi og klósettpappír. Það var í enda mánaðarins og þá var allt búið,“ segir hún og viðurkennir að það sé erfitt að vera upp á aðra kominn að miklu leyti. „Það sem mér þykir verst er þó að geta ekki gefið barnabörnunum afmælis- og jólagjafir. Ég gef þeim tveimur yngstu enn gjafir en hinum get ég ekki gefið,“ segir Eva, sem á sautján barnabörn. „Og hvað þá að leyfa sér eitthvað annað eins og að fara á kaffihús, leikhús eða tónleika. Ég myndi vilja það en get það ekki. Ég er bara alls ekki eini eldri borgarinn sem er í þessari stöðu. Við höfum setið eftir og gleymst. Það er alltaf verið að lofa því að gera eitthvað fyrir okkur en enginn stendur við það. Ég skammast mín ekkert fyrir að segja frá þessu því svona er bara staðan hjá svo mörgum.“ Eva segir peningaleysið setja mark sitt á allt sitt líf. „Auðvitað. manni finnst maður vera hálfgerður vesalingur. Núna vantar mig til dæmis lyf og ég hef ekki efni á að leysa þau út. Ég hef ekki átt krónu síðan í síðustu viku. Allt hefur hækkað svo mikið. Allt er orðið dýrara.“Vilja umboðsmann eldri borgara Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, segir að um 8% eldri borgara á Íslandi séu á almennum leigumarkaði. Margir hverjir búi við kröpp kjör og ráði illa við það t.d þegar leiga hækkar. „Staða þeirra er auðvitað misjöfn en við heyrum af svona dæmum þar sem fólk á mjög lítið eftir þegar það er búið að borga leigu. Það kom til dæmis maður til okkar um daginn sem er kominn yfir nírætt, leigan hans hækkaði um 30 þúsund á mánuði og þá sagðist hann þurfa að ganga á þann pening sem hann hafði lagt fyrir í jarðarförina sína.“ Hún kallar eftir úrræðum fyrir þennan hóp. „Við teljum nauðsynlegt að fá umboðsmann aldraðra. Við trúum því að það geti leyst ýmislegt. Hlutlaus aðili sem fólk getur leitað til, og verið okkur til ráðgjafar sem og stjórnvöldum.“
Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira