Sársauki – ekkert til að tala um Silja Ástþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Löng tímabil í lífi mínu hef ég verið kvalin öllum stundum sólarhringsins, alla daga mánaðarins svo mánuðum skiptir. Það hefur liðið yfir mig af kvölum oftar en ég hef tölu á. Ég hef grátið af kvölum. Verið sljó af verkjalyfjum en samt grátið af kvölum. Misst svefn vegna verkja. Verið send á bráðamóttökuna með sjúkrabíl. Í mínu tilviki er þetta birtingarmynd þess að vera með fjórða stigs endómetríósu (legslímuflakk).Fjölskyldusjúkdómur Endómetríósa getur verið mjög kvalafullur sjúkdómur og þar að auki getur gríðarleg andleg þreyta fylgt því að glíma við krónískan sjúkdóm. Endómetríósa hefur ekki bara áhrif á líf konunnar sem um ræðir heldur alla fjölskylduna. Því fylgir annars konar sársauki að fylgja konu sinni vanmáttugur í gegnum hvert verkjakastið á fætur öðru eða í gegnum enn eina misheppnaða glasafrjóvgunina. Því fylgir sársauki að horfa upp á dóttur sína, sem strangt til tekið er í blóma lífsins, kveljast, draga sig í hlé frá lífinu, missa af tækifærum. Börnin sem lána mömmu besta bangsa þegar henni er aftur „illt í mallanum“ skynja líka þennan sársauka og læra að lifa með honum.Ófrjósemi Um 40% kvenna með endómetríósu glíma við van- eða ófrjósemi. Flestar þeirra ná sem betur fer að eignast börn með hjálp lyfja og/eða tæknifrjóvgana. Ófrjósemi snertir einnig alla fjölskylduna, foreldrana sem aldrei verða afar og ömmur eða systkin sem fá samviskubit er þau gleðjast yfir eigin barnaláni.Skilningsleysi Það sem gerir endómetríósu jafn erfiða viðfangs og raun ber vitni er að sjúkdómurinn er krónískur, við honum er engin lækning og greiningartími er langur. Þar að auki mætir konum með endómetríósu gjarnan skilningsleysi því hvernig á fólk að skilja að kona geti kvalist svona gríðarlega á blæðingum sem eru, þegar upp er staðið, einn eðlilegasti hlutur í heiminum? Í samfélagi þar sem gjarnan er talið „eðlilegt“ að konur fái slæma tíðaverki getur verið erfitt að gera sig trúanlegan og margar konur velja því að ræða ekki einkenni sín og kveljast heldur í hljóði.Trúið okkur Þeir eru margir sem þurfa að glíma við sjúkdóma einhvern tímann á lífsleiðinni eða lifa í sársauka en við sem samfélag erum lítið fyrir það að ræða slíkt. Skiljanlega, það gerir engum gott að velta sér upp úr erfiðleikunum og það vill heldur enginn vera fýlupúkinn sem dregur alla niður. En stundum getur verið fín lína á milli kröfu samfélagsins um jákvæðni yfir í fordóma og neikvæðni í garð hins veika. Kona sem finnur sig knúna til að ræða jafn persónulegt mál og blæðingar er orðin mjög þjáð. Tölum því saman opnum huga, hlustið og trúið okkur!Greining mikilvæg Talið er að 5-10% kvenna hafi endómetríósu og áætlaður fjöldi kvenna með sjúkdóminn í heiminum er 176 milljónir. Sjúkdómnum er skipt í fjögur stig eftir alvarleika. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni sjúkdómsins en aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Meðalgreiningartími endómetríósu á Íslandi er talinn vera 6-10 ár. Helstu meðferðarleiðir eru skurðaðgerðir og hormónagjöf og gefa þær sem betur fer yfirleitt góða raun. Mikilvægt er að greina sjúkdóminn fljótt til að bæta lífsgæði og fyrirbyggja skemmdir á líffærum. Á morgun hefst Vika endómetríósu á Íslandi og stendur hún yfir 1.-7. mars. Guli dagurinn, dagur endómetríósu, er einnig haldinn hátíðlegur á morgun víða um heim og er fólk hvatt til að sýna konum með endómetríósu stuðning og klæðast einhverju gulu. Á facebook.com/endometriosa og endo.is má finna upplýsingar um sjúkdóminn og starf samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Löng tímabil í lífi mínu hef ég verið kvalin öllum stundum sólarhringsins, alla daga mánaðarins svo mánuðum skiptir. Það hefur liðið yfir mig af kvölum oftar en ég hef tölu á. Ég hef grátið af kvölum. Verið sljó af verkjalyfjum en samt grátið af kvölum. Misst svefn vegna verkja. Verið send á bráðamóttökuna með sjúkrabíl. Í mínu tilviki er þetta birtingarmynd þess að vera með fjórða stigs endómetríósu (legslímuflakk).Fjölskyldusjúkdómur Endómetríósa getur verið mjög kvalafullur sjúkdómur og þar að auki getur gríðarleg andleg þreyta fylgt því að glíma við krónískan sjúkdóm. Endómetríósa hefur ekki bara áhrif á líf konunnar sem um ræðir heldur alla fjölskylduna. Því fylgir annars konar sársauki að fylgja konu sinni vanmáttugur í gegnum hvert verkjakastið á fætur öðru eða í gegnum enn eina misheppnaða glasafrjóvgunina. Því fylgir sársauki að horfa upp á dóttur sína, sem strangt til tekið er í blóma lífsins, kveljast, draga sig í hlé frá lífinu, missa af tækifærum. Börnin sem lána mömmu besta bangsa þegar henni er aftur „illt í mallanum“ skynja líka þennan sársauka og læra að lifa með honum.Ófrjósemi Um 40% kvenna með endómetríósu glíma við van- eða ófrjósemi. Flestar þeirra ná sem betur fer að eignast börn með hjálp lyfja og/eða tæknifrjóvgana. Ófrjósemi snertir einnig alla fjölskylduna, foreldrana sem aldrei verða afar og ömmur eða systkin sem fá samviskubit er þau gleðjast yfir eigin barnaláni.Skilningsleysi Það sem gerir endómetríósu jafn erfiða viðfangs og raun ber vitni er að sjúkdómurinn er krónískur, við honum er engin lækning og greiningartími er langur. Þar að auki mætir konum með endómetríósu gjarnan skilningsleysi því hvernig á fólk að skilja að kona geti kvalist svona gríðarlega á blæðingum sem eru, þegar upp er staðið, einn eðlilegasti hlutur í heiminum? Í samfélagi þar sem gjarnan er talið „eðlilegt“ að konur fái slæma tíðaverki getur verið erfitt að gera sig trúanlegan og margar konur velja því að ræða ekki einkenni sín og kveljast heldur í hljóði.Trúið okkur Þeir eru margir sem þurfa að glíma við sjúkdóma einhvern tímann á lífsleiðinni eða lifa í sársauka en við sem samfélag erum lítið fyrir það að ræða slíkt. Skiljanlega, það gerir engum gott að velta sér upp úr erfiðleikunum og það vill heldur enginn vera fýlupúkinn sem dregur alla niður. En stundum getur verið fín lína á milli kröfu samfélagsins um jákvæðni yfir í fordóma og neikvæðni í garð hins veika. Kona sem finnur sig knúna til að ræða jafn persónulegt mál og blæðingar er orðin mjög þjáð. Tölum því saman opnum huga, hlustið og trúið okkur!Greining mikilvæg Talið er að 5-10% kvenna hafi endómetríósu og áætlaður fjöldi kvenna með sjúkdóminn í heiminum er 176 milljónir. Sjúkdómnum er skipt í fjögur stig eftir alvarleika. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni sjúkdómsins en aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Meðalgreiningartími endómetríósu á Íslandi er talinn vera 6-10 ár. Helstu meðferðarleiðir eru skurðaðgerðir og hormónagjöf og gefa þær sem betur fer yfirleitt góða raun. Mikilvægt er að greina sjúkdóminn fljótt til að bæta lífsgæði og fyrirbyggja skemmdir á líffærum. Á morgun hefst Vika endómetríósu á Íslandi og stendur hún yfir 1.-7. mars. Guli dagurinn, dagur endómetríósu, er einnig haldinn hátíðlegur á morgun víða um heim og er fólk hvatt til að sýna konum með endómetríósu stuðning og klæðast einhverju gulu. Á facebook.com/endometriosa og endo.is má finna upplýsingar um sjúkdóminn og starf samtakanna.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun