Sárt að framlög til menningarmála fari í að halda uppi steinsteypu BBI skrifar 7. ágúst 2012 19:44 Hjálmar með Listaháskólann í bakgrunn. Mynd/GVA Það er sárt að horfa upp á að framlög hins opinbera til menningarmála fari í „að halda uppi steinsteypu". Þetta segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og er sannfærður um að dýr rekstur Hörpunnar bitni einna helst á menningarstarfsemi í landinu. „Það er ekki þannig að þetta bitni á landbúnaðarkerfinu eða eitthvað svoleiðis. Þetta lendir bara á menningunni og menningarstarfsemi. Almenningur getur ekki endalaust dælt peningum í hana," segir hann. Hann vekur máls á því að hallarekstur Hörpunnar í ár, sem nemur líklega 407 milljónum, sé einn sér á við tvo þriðjuhluta af rekstrarkostnaði við Listaháskólans. „Það er blóðugt að horfa upp á þetta þegar maður þarf sjálfur að horfa í hvern fimm þúsund kall," segir hann. Í viðtali á Rás eitt á síðasta ári viðraði Hjálmar áhyggjur af því að einmitt þetta yrði raunin. „Þetta viðtal við mig í útvarpinu í fyrra vakti mikla athygli og ég fékk harða gagnrýni. En nú finnst mér þetta allt því miður vera að rætast," segir hann. Þar á hann ekki síst við hugmyndir rekstraraðila Hörpunnar um að sinfóníuhljómsveit Íslands og Óperan greiði tvöfalda leigu. Hann telur að ef eitthvað slíkt verði að veruleika muni framlög til annarrar menningarstarfsemi minnka í réttu hlutfalli. Hjálmar vekur á því athygli að raunin er ekki sú að öllum í menningargeiranum finnist smíði hússins og rekstur vera eðlilegur. „Það er alls ekki þannig að allir listamenn hafi stutt þetta. Á sínum tíma voru forsendur fyrir byggingunni mikið gagnrýndar," segir hann. Hann segir að menn hafi lengi barist fyrir byggingu tónlistarhúss en á þensluárunum fyrir hrun hafi málið einhvern veginn komist úr höndum upphafsmannanna og þá hafi vantað gagnrýnar raddir í ferlinu. „Þetta er flaggmál hrunsins, alger oflátungsháttur," segir hann og telur mikilvægt að aðdragandi og ákvörðunartaka í málinu verði rannsökuð, þá fyrst og fremst til að geta lært af mistökunum. Hann tekur fram að hann er ánægður með að sinfóníuhljómsveitin er loks komin í almennilegan sal. „En ég er miður mín yfir að starfsemin sé fyrir vikið blóðmjólkuð," bætir hann við. Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Sjá meira
Það er sárt að horfa upp á að framlög hins opinbera til menningarmála fari í „að halda uppi steinsteypu". Þetta segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og er sannfærður um að dýr rekstur Hörpunnar bitni einna helst á menningarstarfsemi í landinu. „Það er ekki þannig að þetta bitni á landbúnaðarkerfinu eða eitthvað svoleiðis. Þetta lendir bara á menningunni og menningarstarfsemi. Almenningur getur ekki endalaust dælt peningum í hana," segir hann. Hann vekur máls á því að hallarekstur Hörpunnar í ár, sem nemur líklega 407 milljónum, sé einn sér á við tvo þriðjuhluta af rekstrarkostnaði við Listaháskólans. „Það er blóðugt að horfa upp á þetta þegar maður þarf sjálfur að horfa í hvern fimm þúsund kall," segir hann. Í viðtali á Rás eitt á síðasta ári viðraði Hjálmar áhyggjur af því að einmitt þetta yrði raunin. „Þetta viðtal við mig í útvarpinu í fyrra vakti mikla athygli og ég fékk harða gagnrýni. En nú finnst mér þetta allt því miður vera að rætast," segir hann. Þar á hann ekki síst við hugmyndir rekstraraðila Hörpunnar um að sinfóníuhljómsveit Íslands og Óperan greiði tvöfalda leigu. Hann telur að ef eitthvað slíkt verði að veruleika muni framlög til annarrar menningarstarfsemi minnka í réttu hlutfalli. Hjálmar vekur á því athygli að raunin er ekki sú að öllum í menningargeiranum finnist smíði hússins og rekstur vera eðlilegur. „Það er alls ekki þannig að allir listamenn hafi stutt þetta. Á sínum tíma voru forsendur fyrir byggingunni mikið gagnrýndar," segir hann. Hann segir að menn hafi lengi barist fyrir byggingu tónlistarhúss en á þensluárunum fyrir hrun hafi málið einhvern veginn komist úr höndum upphafsmannanna og þá hafi vantað gagnrýnar raddir í ferlinu. „Þetta er flaggmál hrunsins, alger oflátungsháttur," segir hann og telur mikilvægt að aðdragandi og ákvörðunartaka í málinu verði rannsökuð, þá fyrst og fremst til að geta lært af mistökunum. Hann tekur fram að hann er ánægður með að sinfóníuhljómsveitin er loks komin í almennilegan sal. „En ég er miður mín yfir að starfsemin sé fyrir vikið blóðmjólkuð," bætir hann við.
Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent