Sátt í sjónmáli við norsku barnaverndina Andri Ólafsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi ekki tjá sig um málið. mynd/úr einkasafni Ágætar líkur eru taldar á því að barnaverndaryfirvöld í Kristiansand í Noregi fallist á tillögu Barnaverndarstofu um að íslenskur drengur sem Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að ætti að vera í forsjá norskra yfirvalda verði fóstraður hér á landi. Samskipti þess efnis hafa nú átt sér stað í nokkurn tíma milli stofnana hér og í Noregi, en norsk barnaverndaryfirvöld vildu fá lokaniðurstöðu um forsjá drengsins áður en ákvörðun yrði tekin. Sú niðurstaða fékkst í gær þegar Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms um að barnaverndaryfirvöld í Kristiansand ættu að fara með forsjá drengins og að afhenda skyldi hann þeim yfirvöldum. Aðkomu norskra yfirvalda að málinu má rekja til grunsemda um vanrækslu af hálfu móður drengsins. Eftir að móðirin var svipt forræði ákvað amma hans að fara með drenginn til Íslands í leyfisleysi. Pattstaða hefur verið í málinu síðan í sumar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið á viðkvæmu stigi. Barnaverndarstofa hefur boðið norskum yfirvöldum aðstoð við að finna fósturforeldra hér á landi og hefur raunar hafið vinnu við það. Til greina kæmi að það yrði eitthvert af skyldmennum drengsins hér á landi sem tæki drenginn í fóstur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru aðstandendur drengsins í bæði móður- og föðurætt sáttir við slíka tilhögun. Allt veltur nú á norskum yfirvöldum sem geta í krafti niðurstöðu Hæstaréttar frá því gær krafist þess að drengurinn verði sendur til Noregs í fóstur þann 4. desember næstkomandi. Sem fyrr segir herma heimildir Fréttablaðsins úr stjórnkerfinu að ágætar líkur séu á að norsk yfirvöld fallist á þessa lausn. Áhersla sé þó lögð á það úr þeirri átt að faglegt ferli eigi sér stað við mat á hæfum fósturforeldrum og að velferð barnsins verði tryggð. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi fyrir utan það að samstarf væri í gangi um lausn sem væri drengnum fyrir bestu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ágætar líkur eru taldar á því að barnaverndaryfirvöld í Kristiansand í Noregi fallist á tillögu Barnaverndarstofu um að íslenskur drengur sem Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að ætti að vera í forsjá norskra yfirvalda verði fóstraður hér á landi. Samskipti þess efnis hafa nú átt sér stað í nokkurn tíma milli stofnana hér og í Noregi, en norsk barnaverndaryfirvöld vildu fá lokaniðurstöðu um forsjá drengsins áður en ákvörðun yrði tekin. Sú niðurstaða fékkst í gær þegar Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms um að barnaverndaryfirvöld í Kristiansand ættu að fara með forsjá drengins og að afhenda skyldi hann þeim yfirvöldum. Aðkomu norskra yfirvalda að málinu má rekja til grunsemda um vanrækslu af hálfu móður drengsins. Eftir að móðirin var svipt forræði ákvað amma hans að fara með drenginn til Íslands í leyfisleysi. Pattstaða hefur verið í málinu síðan í sumar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið á viðkvæmu stigi. Barnaverndarstofa hefur boðið norskum yfirvöldum aðstoð við að finna fósturforeldra hér á landi og hefur raunar hafið vinnu við það. Til greina kæmi að það yrði eitthvert af skyldmennum drengsins hér á landi sem tæki drenginn í fóstur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru aðstandendur drengsins í bæði móður- og föðurætt sáttir við slíka tilhögun. Allt veltur nú á norskum yfirvöldum sem geta í krafti niðurstöðu Hæstaréttar frá því gær krafist þess að drengurinn verði sendur til Noregs í fóstur þann 4. desember næstkomandi. Sem fyrr segir herma heimildir Fréttablaðsins úr stjórnkerfinu að ágætar líkur séu á að norsk yfirvöld fallist á þessa lausn. Áhersla sé þó lögð á það úr þeirri átt að faglegt ferli eigi sér stað við mat á hæfum fósturforeldrum og að velferð barnsins verði tryggð. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi fyrir utan það að samstarf væri í gangi um lausn sem væri drengnum fyrir bestu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira