Innlent

Sauðaþjófnaður rannsakaður

Lögreglan í Borgarfirði og Dölum rannsakar nú sauðaþjófnað frístundabónda í Borgarfirði úr hjörð annars bónda á svæðinu.

Að sögn Skessuhorns gerði fjárglöggur maður lögreglunni viðvart um þrjú lömb í hjörð þess grunaða, sem tilheyrðu örðum bónda og kom lögreglan þeim í vörslu annarsstaðar um helgina, á meðan á rannsókn stendur.

Mjög þung refsing lá við sauðaþjófnaði fyrr á öldum, en sá seki mun að líkindum sleppa við húðstrýkingu að þessu sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×