Innlent

Fréttamynd

Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, segir fyrirhugaðar breytingar á lögum og reglum um strandveiðar fela í sér margt annað en að auka kvóta. Hún átti í snörpum orðaskiptum við þáttarstjórnanda á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun varðandi áform ríkisstjórnarinnar í strandveiðum. Forsætisráðherra viðurkennir að margt sé ekki að fullu útfært í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og gefur ekki upp hversu mikil boðuð hækkun auðlindagjalda eigi að vera.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum

Bíll valt út af vegi á þjóðvegi 54 á Mýrum í Borgarfirði síðdegis í dag. Vegurinn var lokaður um tíma og aðstoðaði slökkvilið við aðgerðir á vettvangi. Nokkur hálka er á veginum að sögn vegfarenda en samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur vegurinn verið opnaður á nýjan leik.

Innlent
Fréttamynd

Lyklaskipti og af­mæli elsta Ís­lendingsins

Fráfarandi ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar afhentu nýjum ráðherrum í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins lykla að ráðuneytunum í dag. Við fáum að sjá bestu brotin frá deginum í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

„Ein allra besta jóla­gjöfin“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið.

Innlent
Fréttamynd

Vegir víða hálir á morgun og blint á fjall­vegum

Spáð er suðaustanstormi á vestanverðu landinu í nótt og til morguns, og hríðarveðri norðanlands annað kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi eftir miðnætti um allt land fyrir utan austfirði og suðausturland. Vegir gætu víða orðið mjög hálir meðan snjó og klaka leysir.

Innlent
Fréttamynd

„Af­skap­lega ró­leg“ nótt hjá lög­reglu­mönnum

Tiltölulega rólegt var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 72 mál skráð í kerfi lögreglu í nótt og var enginn í fangageymslu í morgun en miðað við dagbók lögreglunnar snerist nóttin að mestu um ökumenn undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Þakk­læti, auð­mýkt, rok og söngur ríkis­stjórnarinnar

Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

„Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á mat­seðlinum“

Ákveðnar áhyggjur og kurr ríkir innan ferðaþjónustunnar eftir daginn í dag þegar ný ríkisstjórn sýndi á spilin og kynnti stefnuyfirlýsingu sína. Meðal annars stendur til að leggja á auðlinda- og komugjöld á greinina sem veldur nokkrum áhyggjum innan greinarinnar að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann fagnar því þó að ekki standi til að hækka virðisaukaskatt á greinina og hlakkar til samstarfs með nýjum ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar á ráðu­neytum taka ekki gildi fyrr en í mars

Lyklaskipti fara fram í ráðuneytum síðdegis á morgun þegar ráðherrar í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins taka við lyklavöldum, einn af öðrum, úr hendi fráfarandi ráðherra starfsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Breytingar á skipulagi Stjórnarráðsins, sem fækkun ráðuneyta úr tólf í ellefu hefur í för með sér, mun ekki að fullu taka gildi fyrr en eftir rúma tvo mánuði eða 1. mars næstkomandi. Nýir ráðherrar taka hins vegar þegar við verkefnum sem heyra undir þá málaflokka sem eiga að heyra undir ráðuneyti þeirra eftir breytingar.

Innlent
Fréttamynd

Mest skreytta jólahúsið í Hvera­gerði

Kjartan Þór Ólafsson í Hveragerði kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að jólaskreytingum á húsi fjölskyldunnar því þar eru fleiri þúsund perur á húsinu og við það, sem lýsa upp hverfið hjá honum.

Innlent
Fréttamynd

Yfir­gaf jólatónleika í sjúkra­bíl

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti brýnir fyrir tónleikagestum að vera meðvitað um fólkið í kringum sig á tónleikum eftir að kona um þrítugt yfirgaf tónleika hans í gærkvöld í sjúkrabíl.

Innlent
Fréttamynd

Ný ríkis­stjórn Ís­lands: „Við erum orðnar vin­konur“

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og Inga Sæland, félagsmálaráðherra komu syngjandi út af ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem lauk á sjötta tímanum í dag. Líkt og kunnugt er var ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins skipuð á fundi ríkisráðs Íslands á Bessastöðum í dag. Þess má geta að Kristrún verður yngsti forsætisráðherra Íslandssögunnar en í stjórninni eru konur einnig í miklum meirihluta en stjórnina skipa sjö konur og fjórir karlar.

Innlent
Fréttamynd

Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fráfarandi menningar- og viðskiptaráðherra, segir að framdundan sé mikil óvissa á gjaldeyrismarkaði, nú þegar ný ríkisstjórn hefur boðað stóraukna gjaldtöku á stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, ferðaþjónustuna.

Innlent
Fréttamynd

„Mjög þunn súpa, lítið í henni“

Bjarni Benediktsson, fráfarandi forsætisráðherra, segir að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi komið honum á óvart. „[Þetta er] mjög þunn súpa, lítið í henni. Maður spyr sig, hvað varð um öll stóru málin?“

Innlent