Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ljóst að siðareglur fyrir alþingismenn hindri aðkomu Sigurjóns Þórðarsonar að vinnu við lagabreytingar á strandveiðikerfinu, vegna eignarhlutar hans í strandveiðibáti. Innlent 1.2.2025 23:07
Ógnaði fólki með barefli í bænum Tilkynnt var um mann sem átti að hafa ógnað fólki með barefli í bænum í dag. Lögregla hafði upp á manninum, sem hún kannaðist við frá fyrri afskiptum. Var hann hinn rólegasti og honum var komið heim til sín. Innlent 1.2.2025 21:57
Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Þrátt fyrir að hún sé að verða 85 ára þá stendur hún vaktina alla daga í söluskálanum sínum Landvegamót í Rangárþingi ytra en hér erum við að tala um Pálínu S. Kristinsdóttur, sem hefur fengið heiðursnafnbótina „Samborgari” ársins í Rangárþingi ytra. Innlent 1.2.2025 21:04
Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. Innlent 1.2.2025 14:35
Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Björgunarsveitir sinntu fimmtán útköllum víða um land í gær vegna veðursins sem gengur yfir landið. Í morgun losnuðu þakplötur af byggingum í Bolungarvík og ferðamenn í vanda voru sóttir á Fagradal í nótt. Innlent 1.2.2025 14:06
Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Landsvirkjun leitar nú logandi ljósi að gistingu fyrir starfsfólk sitt á Suðurlandi vegna mikilla framkvæmda á svæðinu næstu þrjú árin, ekki síst í kringum Búrfell og þar í kring. Innlent 1.2.2025 14:04
Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist vonast til þess að samninganefnd Kennarasambands Íslands fallist á innanhússtillögu sem lögð var fram í gær. KÍ hafði til klukkan eitt í dag til að taka afstöðu til hennar. Innlent 1.2.2025 13:26
Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Fjórtán íbúar á Patreksfirði, sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu, hafa nú mátt snúa heim eftir á hættustigi var aflétt. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn víða í gildi en Veðurstofunni er kunnugt um nokkur krapaflóð sem hafa fallið frá því í gær, meðal annars yfir vegi á Vesturlandi og á Austfjörðum. Varðskip Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu fyrir vestan og almenningur er hvattur til að fylgjast vel með færð enda geti vegir lokast vegna ofanflóða. Innlent 1.2.2025 12:20
Baráttukonur minnast Ólafar Töru Fjöldi fólks hefur minnst baráttukonunnar Ólafar Töru Harðardóttur sem lést langt fyrir aldur fram í fyrradag. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og lét mikið að sér kveða í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Forseti Íslands, samstarfsfólk og baráttukonur minnast hennar með hlýhug. Innlent 1.2.2025 11:47
Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Heimili og atvinnuhúsnæði á Patreksfirði voru rýmd í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu. Hættustigi var lýst yfir skömmu fyrir ellefu og í kjölfarið voru sjö hús rýmd, eitt þeirra bæjarskrifstofan í bænum. Innlent 1.2.2025 09:24
„Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur á síðasta sólarhring sent dælubíla í 26 útköll og megnið af því vegna vatnsleka. Á sama tíma hefur slökkviliðið sinnt óvenjumörgum sjúkraflutningum. Innlent 1.2.2025 08:26
Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Fjöldi meintra stúta voru stoppaðir, þá var eitthvað um umferðarslys og svo var lögreglan bæði kölluð til vegna þakplötufoks og vatnsleka. Innlent 1.2.2025 08:10
Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra vill að flokksþingi Framsóknarflokksins verði flýtt og útilokar ekki að að hún bjóði sig fram til formanns. Þrátt fyrir stórt fylgistap bjóði staða flokksins upp á tækifæri í þeim miklu breytingum sem væru að eiga sér stað í innaríkis- og utanríkismálum. Þá óttast hún að ný aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu endi sem bjölluat og ferlið reynast nýrri ríkisstjórn fjötur um fót. Innlent 1.2.2025 08:01
Stórir pollar leika bílstjóra grátt Veðrið hefur leikið landsmenn grátt í dag. Stórir pollar mynduðust í Hafnarfirði, bílstjórum til mikilla ama. Innlent 1.2.2025 00:02
Hellisheiði opin á ný Búið er að opna Hellisheiðina eftir að veginum var lokað fyrr í dag vegna veðurs. Innlent 31.1.2025 22:31
Vonskuveður framundan Vonskuveður á öllu landinu er framundan í kortunum að sögn veðurfræðings. Veðrið í dag hafði mikil áhrif á flugumferð. Innlent 31.1.2025 21:02
Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur verið ráðinn starfsmaður Miðflokksins. Innlent 31.1.2025 20:58
Um hundrað manns dvelja í Grindavík Hættustigi hefur verið lýst yfir á vegna vaxandi líkna á eldgosi. Um hundrað manns dvelja nú í Grindavík og er þar aukinn viðbúnaður. Innlent 31.1.2025 20:19
Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Tvö snjóflóð féllu á veg á milli Ólafsvíkur og Rifs á Snæfellsnesi. Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi á Vesturlandi vegna ofanflóðahættu. Vegurinn er nú lokaður. Innlent 31.1.2025 19:59
Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) samþykkti í dag innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Innlent 31.1.2025 19:27
„Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Byggingafulltrúi Reykjavíkur hefur stöðvað framkvæmdir að hluta við Álfabakka 2. Forstjóri Haga segir það breyta áætlunum fyrirtækisins varðandi flutning í húsið. Talsmaður íbúa telur að borgin hafi getað brugðist fyrr við. Innlent 31.1.2025 19:02
Ólöf Tara Harðardóttir er látin Ólöf Tara Harðardóttir, baráttukona og þjálfari, lést á heimili sínu í gærkvöldi. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og var kraftmikil í baráttu gegn kynbundu ofbeldi. Innlent 31.1.2025 18:18
Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Óveðrið sem gengur yfir landið hefur valdið víðtækum samgöngutruflunum og nær öllum flugferðum innanlands og um Keflavík hefur verið aflýst. Við ræðum við flugrekstrarstjóra Icelandair og verðum í beinni frá vonskuverðinu með veðurfræðingi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 31.1.2025 18:01
Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Mörgum vegum hefur verið lokað eða eru á óvissustigi vegna veðurs. Óvissustig vegna ofanflóðshættu er í gildi á sunnanverðum Vestfjörðum og sunnanverðum Austfjörðum. Innlent 31.1.2025 17:46