Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Vangaveltur halda áfram um framtíð Virgils van Dijk nú þegar samningur hans við Liverpool rennur brátt út. Hann er með til skoðunar tilboð frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu sem sækir fast að fá Hollendinginn fyrir HM félagsliða í sumar. Enski boltinn 13.3.2025 12:00
Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Omar Berrada, framkvæmdastjóri Manchester United, fer ekkert í felur með það að sú ákvörðun félagsins að byggja nýjan stórglæsilegan leikvang gæti haft talsverð áhrif á rekstur félagsins á næstu árum. Enski boltinn 13.3.2025 06:32
Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Eitt er víst. Spænski knattspyrnustjórinn Pep Guardiola á sér marga aðdáendur en Ítalinn Fabio Capello er ekki í þeirra hópi. Enski boltinn 12.3.2025 23:31
Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Jamie Carragher segir að stærsta vandamál Arsenal sé ekki skorturinn á hreinræktuðum framherja. Liðið þurfi fleiri skapandi leikmenn sem geti búið til betri færi. Enski boltinn 11.3.2025 13:46
Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Sir Jim Ratcliffe viðurkennir að hafa gert mistök síðan hann eignaðist fjórðungshlut í félaginu. Meðal annars í málum Eriks ten Hag og Dans Ashworth. Enski boltinn 11.3.2025 12:00
Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í Manchester United, segir að félagið hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í og ráðist í niðurskurð. Enski boltinn 11.3.2025 10:32
Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Man. Utd sendi nú í morgun frá sér myndband þar sem hulunni er svipt af nýjum heimavelli félagsins. Enski boltinn 11.3.2025 10:09
Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Steven Gerrard er einn dáðasti leikmaðurinn í sögu Liverpool en hann náði því aldrei að verða enskur meistari eins og stuðningsmenn hinna liðanna eru duglegir að minna Liverpool stuðningsmenn á. Enski boltinn 10.3.2025 23:22
Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Newcastle komst í kvöld upp að hlið Manchester City í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 útisigur á West Ham. Enski boltinn 10.3.2025 21:54
Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Sir Jim Ratcliffe hefur verið að taka til hjá Manchester United og niðurskurðarhnífurinn hefur verið á lofti. Enski boltinn 10.3.2025 19:04
Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Gareth Taylor hefur verið látinn taka pokann sinn hjá Manchester City en hann var knattspyrnustjóri kvennaliðsins. Enski boltinn 10.3.2025 18:23
Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Liverpool á Englandi hefur tilkynnt um samning félagsins við íþróttavöruframleiðandann Adidas. Liðið mun því leika í Adidas-treyjum frá og með næstu leiktíð. Enski boltinn 10.3.2025 11:00
Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Samir Shah, stjórnarformaður BBC, vill sjá breytingar á fótboltaþættinum vinsæla, Match of the Day. Enski boltinn 10.3.2025 09:32
Arteta gekk út úr viðtali Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki í neinu sólskinsskapi eftir jafnteflið við Manchester United, 1-1, í gær. Hann kláraði til að mynda ekki viðtal við Sky Sports. Enski boltinn 10.3.2025 09:02
Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Roy Keane gagnrýndi Arsenal eftir jafnteflið við Manchester United á Old Trafford í gær og sagði að liðið ætti að hafa meiri áhyggjur af liðunum fyrir neðan sig en toppliði Liverpool. Enski boltinn 10.3.2025 07:31
Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Darren Lewis, aðstoðarritstjóri Daily Mirror, ræddi málefni Jack Grealish og Marcus Rashford á Sky Sports nýverið. Hann segir að ef myndir hefðu náðst af Rashford við drykkju líkt og þær sem birtust af Grealish nýverið þá hefði Rashford verið gerður að engu. Enski boltinn 10.3.2025 07:01
Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. Enski boltinn 9.3.2025 22:31
„Þetta félag mun aldrei deyja“ „Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag. Enski boltinn 9.3.2025 20:16
„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. Enski boltinn 9.3.2025 19:32
David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Eftir heldur leiðinlegan fyrri hálfleik þá lifnaði heldur betur yfir leik Manchester United og Arsenal í síðari hálfleik. Lokatölur á Old Trafford 1-1 en gestirnir geta þakkað markverði sínum David Raya fyrir stigið. Enski boltinn 9.3.2025 16:03
Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Chelsea komst upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, upp fyrir Englandsmeistara Manchester City, með 1-0 sigri gegn Leicester í dag. Enski boltinn 9.3.2025 13:32
Son tryggði Spurs stig úr víti Bournemouth kastaði frá sér tveggja marka forskoti og varð að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Tottenham Hotspur í Lundúnum í dag, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 9.3.2025 13:33
„Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Arne Slot var allt annað en sáttur með fyrri hálfleik Liverpool gegn botnliði Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 9.3.2025 09:02
Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Það má með sanni segja að ráðning David Moyes hafi verið vendipunktur tímabilsins hjá Everton. Liðið var í bullandi fallbaráttu í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu en nú hefur það farið átta leiki án þess að bíða ósigur. Enski boltinn 8.3.2025 22:00