Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi
Njarðvík tók á móti Stjörnunni í IceMar-höllinni í Njarðvík þegar Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni í kvöld. Bæði lið voru á sigurbraut fyrir leik kvöldsins og vonuðust til þess að halda sér á þeirri braut. Það var hinsvegar Njarðvík sem hafði betur eftir framlengingu með átta stigum 101-93.