Körfubolti

Fréttamynd

„Ekki tími ársins til að fara inn í ein­hverja skel“

„Mér fannst við vera í hörku séns á vinna þennan leik þrátt fyrir þunnskipaðan hóp og án stórra pósta en fínasta frammistaða, bara leiðinlegt að þetta sveiflast til þeirra þarna í restina“, sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, eftir tap gegn Val í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Bónus deildar kvenna en úrslitin réðust á lokamínútu leiksins.

Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi

Fimm leikmönnum og tveimur þjálfurum var vísað úr húsi eftir að upp úr sauð í leik Minnesota Timberwolves og Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld. Ekki hafa verið dæmdar fleiri tæknivillur í leik síðan árið 2005.

Körfubolti
Fréttamynd

„Trúi á fyrir­gefningu og að fólk eigi að fá annað tæki­færi“

Sérfræðingar Bónus körfuboltakvölds eru sammála því að komandi úrslitakeppni sé mikilvæg á margan hátt fyrir Kristófer Acox leikmann Vals, bæði er varðar að bæta við titli í safnið en einnig varðandi mögulegt sæti hans í íslenska landsliðinu fyrir komandi Evrópumót en Kristófer hefur ekki verið valinn í liðið upp á síðkastið.

Körfubolti
Fréttamynd

Sabonis ekki með Lit­háen á EM

NBA stjarnan Domantas Sabonis, leikmaður Sacramento Kings, mun væntanlega ekki leika með Litháen á Evrópumóti karla í körfubolta síðsumars en Sabonis hefur verið að glíma við þrálát meiðsli í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Miða­salan á EM er hafin

Miðasala á leiki Íslands á Evrópumóti karla í körfubolta, sem fram fara í Katowice í Póllandi í lok ágúst og byrjun september, hófst klukkan 11 í dag.

Körfubolti