Fréttamynd

Ofsa­fengin sjálfs­rækt getur reynst stór­skað­leg

Hafrún Kristjánsdóttir íþróttasálfræðingur segir of algengt að fólk taki sjálfsrækt alltof alvarlega og mikilvægari þættir sitji á hakanum. Þetta má heita óvænt útspil í þá þann mikla og árlega líkams- og sjálfsræktarham sem runnið hefur á landann eftir jól og áramót.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl

Það var allt í blóma á opnun blómabúðarinnar Hæ blóm síðastliðinn föstudag. Hjónin Bjarmi Fannar og Bjarni Snæbjörnsson eigendur búðarinnar hafa unnið hörðum höndum við að gera og græja og eru í skýjunum með viðtökurnar.

Lífið


Fréttamynd

Heill hljóðheimur Hildar fer aftur­á­bak

Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir hefur sent frá sér sína fyrstu breiðskífu, Afturábak. Þetta er stórmerkilegt í ljósi þess að Hildur hefur um margra ára skeið verið ein þekktasta tónlistarkona landsins, sent frá sér hvern smellinn á fætur öðrum og samið fjölda laga fyrir sjálfa sig sem og aðra tónlistarmenn. Hún segist vera orðin þreytt á að vera oft titluð „söngkonan Hildur“ enda er hún miklu meira en bara það.

Tónlist
Fréttamynd

Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Ís­landi

Arkitekt sem teiknaði nýbyggingar á Vatnsstíg segir grundvallarmisskilnings gæta um þaksvalir á Íslandi. Þar sé oftast besta skjólið, þvert á það sem margir halda. Sjálfur leggur hann alltaf upp með að teikna þaksvalir á sínar byggingar.

Lífið

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár

„Ég hugsaði oft: „Ég er að fara að deyja. Það er bara tímaspursmál hvað ég mun hanga hérna lengi og hvenær ég mun deyja úr ofkælingu,“ segir Hilmar Þór Jónsson fyrrum vélstjóri og annar tveggja skipverja sem fyrir kraftaverk lifðu af þegar Bjarmi VE 66 sökk skyndilega vestur af Vestmannaeyjum í febrúar árið 2002.

Lífið
Fréttamynd

Fötlunin ekki stærsta á­fallið heldur veikindin sem fylgdu

Í dag opna ljósmyndararnir Þórsteinn Svanhildarson og Hrafn Hólmfríðarson ljósmyndasýninguna Sitt hvoru megin við sama borðið. Sýningin er þeim báðum afar persónuleg en hún fjallar um náið samband umönnunaraðila og þess sem hugsað er um. Þórsteinn á langveika dóttur og Hrafn fékk heilablæðingu árið 2009 þegar hann var aðeins 19 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Mót­mæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár

Nokkrir keppendur í Söngvakeppninni árið 2025 eru á lista þeirra tónlistarmanna sem skoruðu á Ríkisútvarpið í fyrra að draga Ísland úr Eurovision vegna hernaðar Ísraela á Gasa. Tilkynnt var hvaða tíu lög munu keppa í undanúrslitum Söngvakeppninnar í ár fyrr í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Troð­fullt hús og standandi lófa­klapp

Það var margt um manninn í Tjarnarbíói í gærkvöldi þegar fyrsta leiksýning ársins „Ífigeníu í Ásbrú“ var frumsýnd. Um er að ræða breskt verðlaunaverk eftir Gary Owen sem hefur farið sigurför um heiminn. Áhorfendur virtust mjög hrifnir og hlaut sýningin standandi lófaklapp, að því er fram kemur í tilkynningu.

Menning
Fréttamynd

Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi

Justin Baldoni hefur ákveðið að stefna Blake Lively og eiginmanni hennar Ryan Reynolds meðal annars vegna þess sem hann segir vera kúgun af þeirra hálfu og ófrægingarherferð. Lögmenn leikkonunnar hafa tjáð sig um stefnuna og segja að um sé að ræða annan kafla í „handbók ofbeldismannsins.“

Lífið
Fréttamynd

Gucci og glæsi­leiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma

Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, eru í rómantísku fríi á Ítalíu. Parið eyddi fyrsta degi ferðalagsins í Flórens og eru nú komin til Rómaborgar þar sem þau drekka í sig ítalska menningu.

Lífið
Fréttamynd

Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu fram­kvæmdum á ferlinum

Arkitekt og verkstjóri á Vatnsstíg, þar sem nýtt hótel og íbúðarhús hafa gjörbreytt ásýnd götunnar, segja verkið eitt það allra erfiðasta sem þeir hafa ráðist í á ferlinum. Skipulag á reitnum hafi reynst afar flókið - og ekki má heldur gleyma mannlega þættinum.

Lífið
Fréttamynd

Joan Plowright er látin

Breska stórleikkonan Joan Plowright er látin 95 ára að aldri. Hún starfaði sem leikkona í sextíu ár bæði á sviði og á skjánum í kvikmyndum og sjónvarpi.

Lífið