Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Svokallað Sesarsalat takkó hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram undanfarið. Rétturinn er bæði einfaldur í bígerð og einstaklega bragðgóður. Lífið 11.3.2025 18:00
Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Rúrik Gíslason gerði sér lítið fyrir og sótti sigur í enn einum raunveruleikaþættinum í Þýskalandi sem nýverið var sýndur í sjónvarpi. Rúrik ræddi sigurinn í Brennslunni en þar kom fram að verðlaunaféið hafi ekki verið af verri endanum, um 14,7 milljónir króna, þó Rúrik hafi lítið velt sér upp úr því. Hann fer nú með aðalhlutverk í bíómynd sem situr pikkföst á toppnum í Þýskalandi. Lífið 11.3.2025 16:45
Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Galakvöld til styrktar Ljósinu endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda fór fram síðasta föstudag. Viðburðurinn er hluti af afmælisári Ljóssins sem nú safnar fyrir nýju húsnæði. Lífið 11.3.2025 16:19
Selur íbúðina og flytur til Eyja Íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir hefur sett íbúð sína við Hvassaleiti 30 í Reykjavík á sölu og sagt starfi sínu lausu á Stöð 2. Sem einstæð móðir lítillar stúlku hefur hún ákveðið að flytja til Vestmannaeyja, þar sem fjölskylda hennar býr. Lífið 10.3.2025 16:01
Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Bandaríska kvikmyndastjarnan George Clooney er búinn að lita á sér hárið. Silfurgráa hárið sem einkennt hefur leikarann er horfið en þess í stað hefur hann litað hár sitt brúnt. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem liturinn er einungis til bráðabirgða og er tilkominn vegna hlutverks sem hann fer brátt með á Broadway. Lífið 10.3.2025 15:03
Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Í Alheimsdrauminum á föstudagskvöldið hélt keppnin milli liðanna áfram. Lífið 10.3.2025 14:31
Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Aron Mola lá ekki á skoðunum sínum þegar honum var gert að viðra eina óvinsæla skoðun, segja frá því hvaða samsæriskenningu hann trúir á og nefna eina ofmetna hljómsveit í Brennslunni á FM957 í morgun. Hann segist trúa á samsæriskenninguna um Illuminati, segist telja að börn megi borða hor og gefur lítið fyrir strákasveitina One Direction. Lífið 10.3.2025 13:20
Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Liðin vika var með eindæmum viðburðarrík hjá íslensku stjörnunum. Skemmtanalífið var upp á sitt allra besta um helgina með fjöldanum öllum af árshátíðum og öðrum líflegum viðburðum. Þá voru myndir frá ferðalögum erlendis áberandi og virðast Íslendingar æstir í að ná nokkrum sólargeislum inn áður en vorið bankar á dyrnar, hvort sem það er á suðrænum slóðum eða á skíðum. Lífið 10.3.2025 10:21
Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Måns Zelmerlöw var ekki sáttur eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen, undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision um helgina þar sem gríngrúppan Kaj kom, sá og sigraði. Söngvarinn var harðorður eftir tapið og bætti svo um betur í dag og lét gagnrýnendur sína heyra það í færslu á samfélagsmiðlum. Lífið 10.3.2025 10:04
Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna „Þegar ég keppti í Ungfrú Ísland í fyrsta skipti á síðasta ári var ég mjög kvíðin yfir því að stíga fram með gervifót. Ég geng örlítið öðruvísi og fannst hugmyndin um að ganga á sviði í bikiní ógnvekjandi. Sekúndubroti áður en ég steig inn á sviðið var ég viss um að ég myndi kikna í hnjánum,“ segir hin nítján ára Matthildur Emma Sigurðardóttir spurð um stærstu áskorunina sem hún hefur tekist á við í lífinu. Lífið 10.3.2025 09:02
Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Eins og oft er sagt, er aldur afstæður. Ein mesta gæfa í lífi fólks er að finna ástina og eins og allir vita spyr ástin ekki um aldur. Hér að neðan er listi yfir þekkta einstaklinga í samfélaginu þar sem aldursmunurinn er allt að 45 ár. Lífið 10.3.2025 07:01
„Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari bar sigur úr býtum í prufuspili um stöðu sólóflautuleikara við Berlínarfílharmóníuna síðasta föstudag. Stefán Ragnar segir þetta mikinn heiður og meiri háttar draum að rætast. Lífið 9.3.2025 23:52
Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson og Anný Björk Arnardóttir kvikmyndagerðarkona nefndu dóttur sína í dag. Stúlkan fékk nafnið Eilíf Alda en hún er fædd í desember. Lífið 9.3.2025 22:47
Hundur í hjólastól í Sandgerði Hundurinn Arlo í Suðurnesjabæ lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að hafa fæðst með engar framlappir. Arlo notar hjólastól til að komast leiða sinnar eða hleypur um á afturlöppunum á heimili sínu. „Lífsglaðasti hvolpur, sem ég hef vitað um“, segir eigandinn. Lífið 9.3.2025 20:06
Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari sem opnaði í gær sýninguna Samtal við Sigfús í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni er sýnt úrval samtalsverka Sigfúsar Eymudssonar og Einars Fals, að hluta ný prent eftir glerplötum Sigfúsar en einnig valin frumprent frá 19. öld, þegar myndirnar voru teknar. Lífið 9.3.2025 19:02
Slasaðist við tökur í Bretlandi John Goodman slasaðist á mjöðm við tökur á nýrri Hollywood-mynd í Bretlandi í fyrradag. Áverkarnir voru taldir alvarlegir í fyrstu en betur fór en á horfðist. Vonir eru bundnar við að Goodman snúi fljótt aftur til starfa. Lífið 9.3.2025 10:20
„Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Maður sér aðrar mömmur, þær eru kannski að vinna og í skóla og með börnin. Ég bara skil ekki hvernig það er hægt. Það er eins og það sé svo rosalega mikið erfiðisvinna fyrir hausinn á mér að vera með börnin að ég verð ógeðslega þreytt,“ segir íslensk móðir sem greind er með geðsjúkdóm. Lífið 9.3.2025 09:03
„Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari segir kynferðislega áreitni sem hann hafi orðið fyrir á unglingsaldri ekki hafa haft áhrif á sálarlífið. Hann segir lífið hafa hert sig, það snúist um hvernig tekist sé á við erfiðleika. Það erfiðasta sem hann hefur gert var að leita sér aðstoðar á geðdeild 21 árs gamall þar sem hann ákvað að ganga út og takast sjálfur á við eigin mál. Lífið 9.3.2025 07:03
„Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Fjórtán menn komust í stórkostlega lífshættu árið 1984 þegar Sæbjörg VE frá Vestmannaeyjum varð vélarvana í haugasjó skammt frá Höfn í Hornafirði. Báturinn nálgaðist hratt ógnarlegt brimið í klettunum og stórgrýtinu á Stokksnesi og Hafnartanga áður en hann strandaði. „Munnvatnskirtlarnir í mér hættu að starfa – ég varð svo hræddur,“ segir Þorsteinn Árnason 2. vélstjóri sem var einn skipbrotsmannanna. Þetta kemur fram í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Lífið 9.3.2025 07:03
Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Lífið 9.3.2025 06:59
Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. Lífið 8.3.2025 23:19
Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Jakob Leó Ægisson vann í dag lambakjötskeppni á Matarmarkaði Íslands. Keppnin snerist um að elda kvöldmat á korteri með íslensku lambi. Keppnin er fyrsta kokkakeppnin sem Jakob vinnur en hann er aðeins þrettán ára gamall. Bróðir hans, Markús Júlían, var aðstoðarkokkurinn hans. Lífið 8.3.2025 22:00
Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Sýningin Þetta er Laddi var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær fyrir fullu húsi. Lífið 8.3.2025 18:00
„Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Á vefsíðunni „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ er hægt að fylgjast með aldri fjölmiðlamannsins í rauntíma. Eigandi og forritari síðunnar segir hana hafa komið til vegna þjóðarþráhyggju Íslendinga að býsnast yfir unglegu útliti Gísla. Lífið 8.3.2025 17:08