Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson útskrifaðist sem málari frá Byggingatækniskólanum þann 18. desember síðastliðinn. Nýverið stofnaði hann málarafyrirtækið GG9 Málun og virðist blómstra í faginu.

Lífið
Fréttamynd

Safnaði fyrir björgunar­sveitinni sem kom ömmu úr snjó­flóði

Hin ellefu ára gamla Emma Sólveig Loftsdóttir veitti björgunarsveitinni Gerpi í Neskaupsstað peningagjöf í síðustu viku að fjárhæð tuttugu þúsund krónur. Peningnum safnaði hún upp á eigin spýtur í þakklætisskyni fyrir að koma ömmu sinni til bjargar, þegar snjóflóð féllu á bæinn í mars á síðasta ári. Snjóflóð hafa fylgt fjölskyldunni en langafi hennar slapp naumlega við snjóflóð sem féll á bæinn fyrir fimmtíu árum og varð tólf manns að bana. 

Lífið
Fréttamynd

Fjölgar lista­verkum eftir konur á Bessa­stöðum

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla.

Lífið
Fréttamynd

Prinsinn kom á undan Kónginum

Tónlistarmenn eru nú hver um annan þveran að senda frá sér textaverk. Hendingar úr söngtextum eru teknar, settar á pappír, rammað inn og selt. Þetta hefur á fáeinum árum orðið að stórútgerð.

Lífið
Fréttamynd

Til­kynningin sem kom af stað ó­væntri at­burða­rás

Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti þjóðinni á nýársdag að hann hygðist ekki bjóða sig fram aftur til embættis forseta Íslands. Tilkynning Guðna, sem kom þjóðinni í opna skjöldu, hratt svo af stað óvæntri atburðarás í pólitíkinni, sem hefur ekki verið leidd til lykta.

Lífið
Fréttamynd

Kári og Eva eru hjón

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Eva Bryngeirsdóttir, þjálfari og jógakennari, eru hjón. Gengið hefur verið frá kaupmála þeirra á milli af því tilefni.

Lífið
Fréttamynd

Haf­dís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu

Hafdís Björg Kristjánsdóttir, einkaþjálfari og áhrifavaldur, segist ekki ætla að svara tíðum spurningum frá fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. Henni hafa borist yfir tvö hundruð spurningar um sama málið á skömmum tíma. 

Lífið
Fréttamynd

Ein­faldar leiðir fyrir and­lega vel­líðan um há­tíðirnar

„Desember er svo fallegur mánuður en á sama tíma erum við oft á yfirsnúningi því það er margt sem þarf að huga að. Nú þegar jólin eru á næsta leiti er mikilvægt að gera hluti fyrir okkur sjálf, róa taugakerfið og leyfa okkur að njóta hátíðarinnar sem best,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“

„Ég hef alltaf verið svolítill Tomboy og hef aldrei verið hrifin af því að vera í kjólum. Mamma þurfti alveg að troða mér í einhverja kjóla þegar ég var lítil, og það þurfi að semja um tíma. Mér leið bara mjög illa í kjól, og líður enn. Mér líður eins og ég kunni ekki að labba,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir, fjölmiðla- og dagskrárgerðarkona.

Lífið
Fréttamynd

Orði gagn­rýni eins og þeir vilji að makinn orði hana

Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hvetur fólk í parasamböndum til þess að hafa í huga hver tilgangurinn sé með því að gagnrýna. Hann segir að fyrir sér snúist gagnrýni um að rýna til gagns en ekki um að ná höggstað á þeim sem gagnrýnin beinist gegn.

Lífið
Fréttamynd

Dóttur­dóttir Bjarna Ben komin með nafn

Margrét Bjarnadóttir, kokkur og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson, viðskiptafræðingur og körfuboltadómari, hafa gefið dóttur sinni nafn. Stúlkan fékk nafnið Erla Margrét. 

Lífið
Fréttamynd

Tískudrottningin biðst af­sökunar á eineltinu

Sænski áhrifavaldurinn Matilda Djerf, sem á tískufatarisann Djerf Avenue, hefur beðist afsökunar á hegðun í garð starfsmanna sinna hjá fyrirtækinu. Hún var á dögunum sökuð um að niðurlægja starfsmenn sína og leggja þá í einelti. 

Lífið