Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Selur slapp úr hvalskjafti

Ferðamenn í Hvalaskoðun undan ströndum Washington-ríkis í Bandaríkjunum í síðustu viku sáu heldur óhefðbundna sýn þegar þau sáu sel í hvalskjafti. Hnúfubakurinn hafði óvart gleypt selinn en kom aftur upp á yfirborðið til að losna við selinn.

Lífið
Fréttamynd

Komo keppir á stærstu götubitakeppni í heimi

Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, mun keppa fyrir Íslands hönd á evrópsku götubitaverðlaunum. Um er að ræða stærstu götutakeppni í heimi þar sem nítján þjóðir keppist um titillinn: Besti Götubitinn í Evrópu.

Lífið


Fréttamynd

Klippt út af myndinni

Bandaríska hertogaynjan Meghan Markle var klippt út af afmælismynd sem breska konungsfjölskyldan birti af eiginmanni hennar Harry Bretaprinsi í gær á samfélagsmiðlum þegar hann átti stórafmæli.

Lífið
Fréttamynd

Ein lit­ríkasta í­búð landsins til sölu

Í Bólstaðarhlíð 5 má finna einstaka og litskrúðuga íbúð stútfulla af karakter með bláum, bleikum, gulum og rauðum veggjum. Íbúðin er skráð rúmir 145 fermetrar með tvennar svalir til suðurs og vesturs og glæsilegt nýuppgert baðherbergi. 

Lífið
Fréttamynd

Gæsun Maríu Thelmu tók ó­vænta U-beygju

Vinkonur leikkonunnar Maríu Thelmu Smáradóttur komu henni verulega á óvart liðna helgi með skemmtilegum gæsunardegi. María birti myndir frá deginum á Instagram þar sem hún virðist hafa skemmt sér vel þrátt fyrir óvænta U-beygju á Læknavaktina. 

Lífið
Fréttamynd

Þakkaði fyrir sig á ís­lensku

Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster þakkaði sérstaklega fyrir sig á íslensku þegar hún tók við Emmy verðlaununum í nótt fyrir hlutverk sitt í spennuþáttunum True Detective: Night Country. Eins og alþjóð veit voru þættirnir að mestu teknir upp á Dalvík.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gáfu dótturinni þrjú nöfn

Listaparið Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, gáfu dóttur sinni nafn við hátíðlega athöfn um helgina. Parið greindi frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Var Díana prinsessa myrt?

Allt frá hörmulega bílslysinu í París fyrir næstum þrjátíu árum hefur ríkt tortryggni í garð opinberra skýringa á andláti Díönu prinsessu. Mælingar hafa sýnt að næstum fjórir af hverjum tíu Bretum trúðu því ekki að um slys hafi verið að ræða og þriðjungur taldi að hún hafi verið myrt. Var þetta bara bílslys eða er ástæða til að tortryggja opinberar skýringar?

Lífið
Fréttamynd

Ráð­gjafi Banda­ríkja­for­seta í Hörpu

Húsfyllir var á Haustráðstefnu Advania, sem haldin var í 30. skipti í Hörpu á dögunum. Aðalfyrirlesarinn í ár var gervigreindarstjarnan Nina Schick en hún hefur síðustu misseri verið ráðgjafi fyrir Bandaríkjaforseta, NATO og marga fleiri í málefnum gervigreindar.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta starfið að fara út með hund Madonnu

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er með frægustu konum í heimi, hefur tekið að sér ýmis áhugaverð verkefni í gegnum tíðina og fengið að kynnast alls konar fólki. Í nýju tískuheimildarmyndinni In Vogue: The 90's afhjúpar Kim hvert hennar fyrsta starf var, að fara út að ganga með hundinn hennar Madonnu. 

Lífið
Fréttamynd

Tito Jackson er látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn Tito Jackson, einn af upprunalegum liðsmönnum sveitarinnar Jackson 5 og bróðir Michaels Jackson heitins, er látinn.

Lífið
Fréttamynd

Rat­leikur sem endaði með ó­væntu brúð­kaupi

Árni Oddur Þórðarson fyrrverandi forstjóri Marel og Kristrún Auður Viðarsdóttir fjárfestir giftu sig óvænt í Dómkirkjunni í gær. Árni Oddur og Kristrún hafa verið saman í um tvö ár. Hjónin höfðu ekki boðið til brúðkaups heldur var veislan óvænt. Greint var fyrst frá brúðkaupinu á vef mbl.is í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Meló­drama, morð og hæfi­lega mikið bótox

Morguninn fyrir brúðkaup Ameliu og Benjis á draumaeyjunni Nantucket finnst einn brúðkaupsgestanna myrtur. Brúðkaupinu er aflýst og allir liggja undir grun. Enginn má fara af eyjunni fyrr en búið er að finna hinn seka.

Gagnrýni
Fréttamynd

Sex heil­næm heilsuráð inn í haustið

„Nýr kafli þýðir oft nýjar áskoranir og nýjar venjur og því er gott að nýta kaflaskil til þess að pússa aðeins rútínuna hjá sér og mögulega breyta aðeins til, taka eitthvað nýtt inn og skilja eitthvað annað eftir,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara.

Lífið