Þrykkir hjörtu á boli til styrktar Helgu Sigríðar
Sara María Forynja eigandi verslunarinnar Forynju á Laugavegi 12 þrykkir hjörtu á boli sem hún selur til styrktar Helgu Sigríðar Sigurðardóttur sem flutt var með hraði til Gautaborgar eftir að hún hneig niður í sundtíma á Akureyri. Helga Sigríður hefur verið vakin og tekin úr öndunarvél og allar líkur eru á því að hún komi heim til Íslands á næstu dögum. Söfnunarnúmer fyrir Helgu Sigríði og fjölskyldu hennar er 0565-26-110378 og kennitala er 180470-3449