Skoðun

Fréttamynd

Töfrakista tæki­færanna

Hrefna Óskarsdóttir skrifar

Ímyndaðu þér töfrakistu. Þú opnar hana og upp spretta tækifæri sem þú hafðir ekki einu sinni getað ímyndað þér. Þetta eru tækifæri sem gervigreindin býður upp á í dag. En þó kistan sé full af sérlega góðum tækifærum þá er það samt sem áður í okkar höndum að velja þau réttu og nota á skynsamlegan hátt. Það á svo sannarlega við um nýtingu gervigreindar í endurhæfingarstarfi.

Skoðun

Fréttamynd

Dóms­kerfið reynir að þegja alla gagn­rýni á sig í hel

Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Dómskerfið eða einstök mál í því eru sjaldan gagnrýnd. Sagt er að lögmenn forðist eins og heitan eldinn að gagnrýna dómara sem þeir eiga eftir að hitta í dómsal, jafnvel daginn eftir, þar sem þeir bera ábyrgð á hagsmunum skjólstæðings í óskyldu máli. Ég held að það sé út af fyrir sig rétt en að málið sé ekki svo einfalt.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsið er yndis­legt þegar það hentar

Jens Garðar Helgason skrifar

Evrópusambandinu virðist vera ekkert óviðkomandi í okkar daglega lífi. Einfaldlega ekki neitt. Reglufargan þess teygir anga sína víða í samfélagið, allt ofan í smæstu atriði eins og hvort þegnum þessa lands sé treyst fyrir því að skrúfa tappann á drykkjarföngum sínum alla leið af eða ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Borgara­legt og hernaðar­legt

Bjarni Már Magnússon skrifar

Þann 20. febrúar sl. flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um öryggi og varnir Íslands á Alþingi, og í kjölfarið fóru fram umræður. Tilefnið voru það sem utanríkisráðherra kallaði breyttar áherslur Bandaríkjanna í utanríkismálum. Í umræðunum sem fóru fram í kjölfar skýrslunnar vék Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, að umhugsunarverðu atriði.

Skoðun
Fréttamynd

Á­skorun til Reykja­víkur­borgar um mat­væli í leik- og grunn­skólum

Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar

Við, undirrituð, skorum á Reykjavíkurborg að semja við menntaða matráða og falla frá þeirri stefnu að kaupa aðkeyptan mat í leik- og grunnskólum landsins. Við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess að fagmenntað fólk starfi í eldhúsum leik- og grunnskóla borgarinnar. Í Matarstefnu Reykjavíkurborgar frá 2018-2022 var sett fram markmið um að maturinn væri framleiddur í nærumhverfi neytandans. Mælikvarðinn á árangur var það hlutfall matargesta sem fengi mat sem framleiddur væri á starfsstað þeirra, á vegum Reykjavíkurborgar, og stefnt var á að hækka það hlutfall.

Skoðun
Fréttamynd

Gervi­greind er síðasta von ís­lensks heil­brigðis­kerfis – munum við grípa tæki­færið?

Sigvaldi Einarsson skrifar

Íslenska heilbrigðiskerfið er á krossgötum. Á síðustu árum hefur verið reynt að innleiða stafrænar lausnir til að bæta þjónustu, en niðurstaðan hefur oft verið þunglamaleg kerfi sem bæði sjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk eiga erfitt með að nota. Í stað þess að einfalda ferla hafa mörg þessara kerfa skapað nýjar hindranir.

Skoðun
Fréttamynd

Vegna um­fjöllunar Kveiks um kyn­ferðis­lega á­reitni á vinnu­stöðum

Andri Valur Ívarsson, Anna Rós Sigmundsdóttir, Dagný Aradóttir Pind, Hrannar Már Gunnarsson og Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifa

Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum er faraldur í íslensku vinnuumhverfinu og alvarlegt samfélagslegt vandamál. Þrátt fyrir aukna vitund og þekkingu á síðustu árum er vandamálið enn stórt. Öryggi á vinnustað er á ábyrgð atvinnurekenda og á þeim hvíla ríkar skyldur þegar kemur að forvörnum gegn áreitni og að bregðast við þegar tilvik koma upp

Skoðun
Fréttamynd

Grafið undan grunngildum

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar

Undanfarna daga hefur verið fjallað í fréttum um misnotkun og illa meðferð á verkafólki sem að starfar við ræstingastörf, en sá hópur fólks er að langstærstum hluta aðfluttar konur. Sagt hefur verið frá því hvernig fólk sem starfar t.d. hjá fyrirtækinu Dögum er blekkt til að skrifa undir breytingar á ráðningarsamningi, breytingar sem að leiða til þess að laun fólks lækka um 20%, lækkun sem skilur fólk eftir með lægri laun en þau voru með áður en kjarasamingsbundnar launahækkanir síðustu samninga tóku gildi.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­úð

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Maður er nefndur Heimir Már Pétursson. Hann mun vera framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins en að undanförnu hefur verið fjallað um ráðstöfum þess flokks á ríkisstyrkjum síðustu árin.

Skoðun
Fréttamynd

Alls­konar núansar

Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar

Það hefur vafalaust ekki farið framhjá mörgum að Kastljós tók Þorgrím Þráinsson tali nú í vikunni, og ræddi við hann um geðheilsu ungmenna á Íslandi. Ég vil byrja á að segja við öll börn og unglinga sem mögulega lesa þetta að hika ekki við að leita aðstoðar hjá fullorðnum þegar ykkur líður illa. Það er fólk úti um allt í samfélaginu sem vill hjálpa, styðja, og hlusta.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lensk fram­leiðsla á undan­haldi - hver græðir?

Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar

Í nýlegri grein heldur Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda því fram að: innflutningur á pítsuosti með íblandaðri jurtaolíu muni hafa lítil áhrif á íslenska mjólkurframleiðslu og að innlendir grænmetisbændur hafi staðið sig vel í samkeppni við innfluttar vörur.

Skoðun
Fréttamynd

Magnús Karl Magnús­son – öflugur mál­svari Há­skóla Ís­lands

Arna Hauksdóttir og Þórarinn Guðjónsson skrifa

Í mars verður nýr rektor Háskóla Íslands kjörinn af starfsfólki og nemendum skólans og ljóst er að við kjósendur í þessum kosningum erum mjög heppin með þá góðu kosti sem í boði eru. Við undirrituð teljum þó að Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, sé vegna þekkingar sinnar og reynslu fremstur meðal jafningja.

Skoðun
Fréttamynd

Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025

Renata Emilsson Peskova, Þorbjörg Halldórsdóttir og Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifa

„Íslenskan er eins og við öll vitum, móðurmálið okkar og það ber okkur að varðveita hverja stund. En við eigum líka að bera virðingu fyrir öllum erlendum tungumálum og skilja að þau eru jafn dýrmæt og íslenskan er okkur.“

Skoðun
Fréttamynd

Hæsta­réttar­dómari kallar Gróu á Leiti til vitnis

Heimir Már Pétursson skrifar

Í landinu leikur lausum hala fyrrverandi hæstaréttardómari sem hefur gert sig breiðan í umræðu á flestum sviðum þjóðlífsins. Honum hefur verið tíðrætt um að „ekki megi láta dómstól götunnar“ ráða ferðinni. Sérstaklega þegar frægir karlmenn eru sakaðir um að brjóta á konum kynferðislega eða með öðru ofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Á­lits­gerð um hval­veiðar, sögu og stöðu þeirra, mis­ferli, lög­brot og veiði­leyfi, sem ekki stenzt

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Reglugerð um hreinlæti við verkun virt að vettugi í 8 ár – Líka brot á EES-samningi:2009 setti Jón Bjarnason, þá sjávarútvegsráðherra, reglugerð nr. 489/2009, sem kvað á um það, að verka skyldi hval undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti við vinnslu og matvælaöryggi, en frá 1949 hafði þessi verkun farið fram úti, undir berum himni.

Skoðun
Fréttamynd

Hug­leiðingar um lista­manna­laun V

Þórhallur Guðmundsson skrifar

Þegar við erum hvítvoðungar og erum að byrja að uppgötva heiminn þá reiðum við okkur ekki bara að hvað við sjáum, heldur líka á snertingu og bragðskyn. Er þetta mjúkt eða hart, sætt eða sterkt? Við lærum fljótt að stórir trékubbar eru ekki matur og eiga ekki heima í munni. Við byrjum ung að flokka og greina það sem er í umhverfi okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Úr hörðustu átt Rósa Guð­bjarts­dóttir!!!

Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar

Að þú hreinlega skulir voga þér að tala um stefnuleysi í málaflokki barna í alvarlegum vanda hjá nýkjörinni ríkisstjórn er til marks um ....tja hvað? Að þú sért siðblind?

Skoðun
Fréttamynd

Olíu­notkun er þjóðaröryggismál

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Við lifum á viðsjárverðum tímum þar sem þjóðaröryggismál hafa fengið veglegan sess í umræðunni undanfarið. Netöryggisæfingabúðir voru haldnar og talsverðar bollaleggingar um fæðuöryggi hafa svifið yfir vötnum. Þetta er afar mikilvægt en eitt stærsta þjóðaröryggismálið sem ætti alltaf að vera á dagskrá er olíunotkun.

Skoðun
Fréttamynd

Mokum ofan í skotgrafirnar

Teitur Atlason skrifar

Það var árið 2016 að Reykjavíkurborg keypti land í Skerjafirði af íslenska ríkinu. Tilgangurinn var að nota þetta frábæra byggingarland fyrir íbúðir í ört stækkandi borg sem Reykjavík sannarlega er. Það var sett í gang samkeppni og tillaga ASK arkitekta stóð upp að mati dómnefndar og vinna gat hafist.

Skoðun
Fréttamynd

Skattspor ferða­þjónustunnar 184 milljarðar árið 2023

Pétur Óskarsson skrifar

Við í ferðaþjónustunni erum þaulvön að ræða skatta- eða gjaldamál greinarinnar, enda hafa þau verið í eldlínunni síðustu misserin. Við viljum vera samkeppnishæf og öflug atvinnugrein sem skilar – með sanngjörnum hætti – hluta af þeim verðmætum sem við sköpum, aftur til samfélagsins sem við störfum í. Enda gerum við það nú þegar með myndarlegum hætti, bæði í krónum og aurum og ekki síður í formi aukinna lífsgæða víða um land, sem ekki verða öll mæld með aðferðum hagfræðinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Kynskiptur vinnu­markaður

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa

Á Kvennaári 2025 hafa á fimmta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um kynskiptan vinnumarkað út frá gögnum Hagstofu Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Við kjósum Magnús Karl

Lotta María Ellingsen og Jón Ólafsson skrifa

Öflugt háskóla- og rannsóknasamfélag er grunnstoð framfara, nýsköpunar og þróunar samfélagsins, sem tryggir samkeppnishæfni þjóða í síbreytilegum heimi. En íslensk stjórnvöld virðast á undanförnum árum hafa misst sjónar á þessu lykilatriði. Fjármunir hafa ítrekað verið færðir frá Háskóla Íslands til að fjármagna óljóst skilgreind og jafnvel óþörf verkefni. Háskólinn hefur veikst og hann er í öllum alþjóðlegum samanburði vanfjármagnaður.

Skoðun
Fréttamynd

Harka af sér og halda á­fram

Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar

Það vakti hjá mér allskyns spurningar að lesa viðtal við Þorgrím Þráinsson rithöfund þar sem hann ræðir um líðan ungmenna á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Gulur, rauður, blár og B+

Jón Pétur Zimsen skrifar

Aðalnámskrá grunnskóla (ANG) er leiðarvísir skólanna að námi barna. Þessi leiðarvísir er ónýtur. Kennarar reyna að vinna eftir leiðarvísi sem ómögulegt er að vinna eftir. Það er mjög íþyngjandi að mæta í vinnuna dag hvern og kljást við óskiljanlega orðasúpu.

Skoðun
Fréttamynd

Í hverjum bekk býr rit­höfundur – Ís­land, land lifandi ævin­týra

Einar Mikael Sverrisson skrifar

Í hjarta Vestfjarða, á Þingeyri, kviknaði djörf framtíðarsýn – að gera Ísland að miðpunkti ævintýrasagna fyrir börn um allan heim. Í samstarfi grunnskólans og Draumasmiðjunnar fengu ungir nemendur einstakt tækifæri til að skapa sínar eigin sögur og hanna söguhetjur, sem urðu að leikföngum saumuðum eftir þeirra eigin teikningum.

Skoðun
Fréttamynd

Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði

Karólína Helga Símonardóttir skrifar

Íslenskt samfélag hefur löngum lagt ríka áherslu á gæði og fagmennsku í iðngreinum. Iðnmeistararéttindi eru lykilþáttur í að tryggja öryggi, fagleg vinnubrögð og réttindi bæði neytenda og iðnaðarmannanna sjálfra. Hins vegar er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að viðhalda þessum kröfum og að meta erlenda iðnmenntun á réttmætan hátt, þannig að hæfir erlendir iðnaðarmenn fái tækifæri til að starfa hér á landi án þess að íslensk menntun iðnmeistara verði gengisfelld.

Skoðun

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Frelsið er yndis­legt þegar það hentar

Evrópusambandinu virðist vera ekkert óviðkomandi í okkar daglega lífi. Einfaldlega ekki neitt. Reglufargan þess teygir anga sína víða í samfélagið, allt ofan í smæstu atriði eins og hvort þegnum þessa lands sé treyst fyrir því að skrúfa tappann á drykkjarföngum sínum alla leið af eða ekki.


Meira

Ólafur Stephensen

Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að sam­keppnis­lögum?

Átta manns sækjast nú eftir embætti rektors Háskóla Íslands og skrifa sumir hverjir greinar hér á Vísi um áherzlur sínar og stefnumál. Hér er tillaga að nýju stefnumáli fyrir rektorsframbjóðendurna, sem hefur enn ekki verið nefnt; að Háskólinn taki upp sanngjarna samkeppnishætti við rekstur Endurmenntunar HÍ og fari að skilyrðum samkeppnislaga.


Meira

Arna Lára Jónsdóttir

Kerecis og inn­viða­upp­bygging

Nýleg sala hugverkaréttinda Kerecis til móðurfélagsins Coloplast fyrir um 1.300 milljónir dala (rúmlega 180 milljarða króna) hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi sala, sem skilar íslenska ríkissjóðnum um 40 milljörðum króna í skatttekjur, er skýr áminning um mikilvægi nýsköpunar og hugverkaiðnaðar fyrir íslenskt efnahagslíf.


Meira

Diljá Mist Einarsdóttir

Hver verður flottust við þing­setningu?

Í dag kemur Alþingi Íslendinga saman og 156. löggjafarþing verður sett við hátíðlega athöfn. Undirritaða hefur klæjað í fingurna að hefja loks formleg þingstörf enda ótækt að ný ríkisstjórn starfi lengur án lögbundins eftirlits þingsins.


Meira

Sigmar Guðmundsson

Af styrkjum

Formaður Framsóknar vill að fram fari rannsókn á ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka enda hefur komið í ljós að fimm flokkar hafa á liðnum árum fengið styrk án þess að vera rétt skráðir. Sigurður Ingi er með þessu að biðja um rannsókn á því hvers vegna ráðuneyti í hans eigin ríkisstjórn blessaði þessa styrki án þess að skráning flokkanna væri rétt.


Meira

Ragnar Þór Ingólfsson


Meira

Svandís Svavarsdóttir

Ríkis­stjórnin þarf að­hald

Ný ríkisstjórn kappkostar að ná frumkvæði í umræðunni og nú síðast með því að halda blaðamannafund um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar líkt og um tímamót væri að ræða. Reyndar er það svo samkvæmt þingskapalögum að þingmálaskrá skal dreift um leið og stefnuræðu forsætisráðherra við þingsetningu. 


Meira

Snorri Másson

Evrópu­sam­bandið eða nas­ismi

Stefnt er að því af hálfu sitjandi ríkisstjórnar að koma Íslandi inn í Evrópusambandið og vinnan er hafin. Þegar svona mikið stendur til duga engin vettlingatök í áróðursstarfseminni.


Meira

Kolbrún Halldórsdóttir


Meira

Finnbjörn A. Hermannsson

Er sjávarút­vegur einka­mál kvóta­kónga?

Í nýlegri grein (visir.is 13 desember) sakaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Alþýðusambandið um upplýsingaóreiðu. Tilefnið er umræða á nýlegu þingi ASÍ þar sem 300 þingfulltrúar mótuðu stefnu um nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar.


Meira

Halla Gunnarsdóttir

Beðið fyrir verð­bólgu

„Ég bið fyrir verðbólgu á hverjum degi, stíg sérstakan verðbólgudans … því þegar verðbólgan hækkar hratt getum við aukið álagninguna.“


Meira

Sonja Ýr Þorbergsdóttir

Forréttinda­blinda strákanna í Við­skiptaráði

Íslensk fyrirtæki og félög halda áfram sérkennilegri baráttu sinni fyrir skerðingu kjara kvennastétta og annarra opinberra starfsmanna í gegnum Viðskiptaráð. Aðild að Viðskiptaráði eiga meðal annars fyrirtæki sem eru með tekjuhæstu forstjóra landsins í stafni og nokkrir þeirra sitja í stjórn Viðskiptaráðs.


Meira

Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Er gott að sjávarút­vegur skjálfi á beinunum?

Sjálfbær hagvöxtur, öflug velferð og góð lífskjör byggjast fyrst og síðast á því að þjóðir tryggi varanlegan vöxt útflutningsverðmæta. Það þarf með öðrum orðum að skapa meiri verðmæti í framtíð en fortíð ef við viljum auka hagsæld okkar.


Meira