Innlent

Seðlabankinn braut jafnréttislög

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri á fundi með fjölmiðlamönnum.
Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri á fundi með fjölmiðlamönnum.
Seðlabanki Íslands braut jafnréttislög þegar hann réð karlmann í starf sérfræðings í lánamálum ríkisins í stað konu. Þetta segir í nýjum úrskurði kærunefndar jafnréttismála.

Seðlabankinn auglýsti í apríl 2012 laust starf sérfræðings í lánamálum ríkisins. Kærandi, sem er kona, taldi að brotið hefði verið gegn jafnréttislögum með því að ráða karl í starfið en hún taldi sig vera hæfari en karlinn sem ráðinn var. Kærunefnd jafnréttismála taldi konuna hafa verið að minnsta kosti jafn hæfa til að gegna starfinu og karlmaðurinn sem var ráðinn.

Kærunefnd jafnréttismála segir að konur í starfi sérfræðings hjá Seðlabankanum hafi verið umtalsvert færri og því hafi Seðlabankanum borið, lögum samkvæmt, að leitast við að jafna stöðu kynjanna hvað þau störf varðar. Seðlabanki Íslands taldist því hafa brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, við ráðningu í starf sérfræðings í lánamálum ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×