Seðlabankinn greiddi 7,4 milljónir fyrir Má Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 11. mars 2014 00:00 Þegar fjármálaráðuneytið fær svarið frá Seðlabankanum virðist það hafa legið fyrir að bankinn ætlaði að greiða málskostnað Más. Heildarkostnaður Seðlabanka Íslands vegna málaferla Más Guðmundssonar bankastjóra gegn bankanum nam rúmum 7,4 milljónum króna. Málareksturinn fyrir héraðsdómi kostaði rúmar fjórar milljónir en fyrir Hæstarétti nam kostnaðurinn tæpum 3,4 milljónum króna, þetta kemur fram í svari frá bankanum. Már höfðaði mál á hendur bankanum vegna þess að hann vildi fá úr því skorið hvort Kjararáði hefði verið heimilt að skerða laun hans og starfskjör eftir að hann var skipaður í embætti seðlabankastjóra.Lára V. JúlíusdóttirLára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands (SÍ), segir að sér hafi verið falið af hálfu bankaráðs SÍ að sjá um samskipti vegna málaferla Más Guðmundssonar gegn bankanum. Það hafi hún gert. Hún kveðst hafa upplýst bankaráð um gang mála. Ragnar Árnason sem sat í bankaráði segir þetta ekki rétt. Bankaráðið hafi aldrei fengið þær upplýsingar svo hann viti að formaðurinn ætlaði að láta bankann greiða málskostnað Más. Hann sagðist telja að formaður bankaráðs hafi ekki haft heimild til að ákveða slíka greiðslu. „Ef hann hefði viljað hafa slíka heimild hefði hann þurft að óska sérstaklega eftir því við bankaráðið,“ segir Ragnar. Lára segir á hinn bóginn að hún hafi verið í fullum rétti til að taka ákvörðun um að bankinn myndi greiða málskostnaðinn sem formaður bankaráðs. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir í málinu í byrjun október 2013 og niðurstaðan er sú að Kjararáði hafi verið heimilt að lækka laun Más. Málinu er vísað til Hæstaréttar 20. nóvember sama ár. Már sagði í þættinum á Sprengisandi að eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur hefði hann ákveðið að halda ekki áfram með málið nema hann fengi til þess atbeina frá bankanum.Ragnar árnasonEinhvern tímann á tímabilinu frá því í byrjun október og til 20. nóvember hefur því formaður bankaráðs ákveðið að málskostnaður Más yrði greiddur. Í samtali við blaðið sagði Lára: „Ég er ekki með upplýsingar um það hvenær þessar ákvarðanir eru teknar. Ég man það ekki.“ Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum fengu bæði lögmaður Más og bankans greiðslur frá bankanum áður en dómur Hæstaréttar féll sem var 24. apríl 2013. Um miðjan nóvember 2012 spyr þingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason Katrínu Júlíusdóttur fjármálaráðherra um kostnað vegna málaferla Más gegn bankanum. Ráðherra svarar í lok janúar 2013 og byggir svar sitt alfarið á upplýsingum sem hún fékk hjá Seðlabankanum. Í svari Katrínar til Ásmundar Einars kemur hvergi fram að bankinn muni greiða málskostnað Más sem þó virðist hafa legið fyrir ákvörðun um á þeim tíma. „Ég átta mig ekki á tímasetningunni í málinu vegna þess svars sem við fáum beint frá Seðlabankanum í lok janúar,“ segir Katrín.Katrín JúlíusdóttirHún segir að það sé greinilegt að það hafi ekki verið á margra vitorði innan bankans að hann ætlaði að greiða málskostnað Más. „Svarið kemur frá rekstrar- og lögfræðisviði bankans. Mér þykir skrítið að ef ákvörðun um að bankinn greiði málskostnað Más liggur fyrir í nóvember að þeir viti ekki af því í lok janúar þegar bankinn svarar fjármálaráðuneytinu,“ segir Katrín og bætir við að það sé eitthvað í þessu sem gangi ekki upp. „Það verður að skýra þetta ósamræmi,“ segir hún. Lára segir að bankaráðið þurfi ekki að upplýsa ráðherra um mál af þessu tagi nema hann spyrji sérstaklega. „Ég sé ekki að það þurfi að upplýsa ráðherra með einhverjum öðrum hætti en birta reikninga bankans,“ segir hún. Tengdar fréttir "Þetta snýst ekki um launamál, þetta er miklu stærra en það“ Már Guðmundsson segir það varða sjálfstæði bankans að ekki sé hægt að hrekja bankastjóra hans frá því að sinna lögbundnum skyldum sínum með því að lækka við hann launin. 9. mars 2014 11:47 Hluti af sjálfstæði Seðlabankans að verja kjör bankastjóra Már Guðmundsson segir að eftir að bankaráð Seðlabankans hafi fengið lögfræðiálit um að ekki mætti lækka laun hans á skipunartímanum umfram almenn laun hafi bankaráðið verið ófært um að taka á málinu. 9. mars 2014 19:12 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Heildarkostnaður Seðlabanka Íslands vegna málaferla Más Guðmundssonar bankastjóra gegn bankanum nam rúmum 7,4 milljónum króna. Málareksturinn fyrir héraðsdómi kostaði rúmar fjórar milljónir en fyrir Hæstarétti nam kostnaðurinn tæpum 3,4 milljónum króna, þetta kemur fram í svari frá bankanum. Már höfðaði mál á hendur bankanum vegna þess að hann vildi fá úr því skorið hvort Kjararáði hefði verið heimilt að skerða laun hans og starfskjör eftir að hann var skipaður í embætti seðlabankastjóra.Lára V. JúlíusdóttirLára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands (SÍ), segir að sér hafi verið falið af hálfu bankaráðs SÍ að sjá um samskipti vegna málaferla Más Guðmundssonar gegn bankanum. Það hafi hún gert. Hún kveðst hafa upplýst bankaráð um gang mála. Ragnar Árnason sem sat í bankaráði segir þetta ekki rétt. Bankaráðið hafi aldrei fengið þær upplýsingar svo hann viti að formaðurinn ætlaði að láta bankann greiða málskostnað Más. Hann sagðist telja að formaður bankaráðs hafi ekki haft heimild til að ákveða slíka greiðslu. „Ef hann hefði viljað hafa slíka heimild hefði hann þurft að óska sérstaklega eftir því við bankaráðið,“ segir Ragnar. Lára segir á hinn bóginn að hún hafi verið í fullum rétti til að taka ákvörðun um að bankinn myndi greiða málskostnaðinn sem formaður bankaráðs. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir í málinu í byrjun október 2013 og niðurstaðan er sú að Kjararáði hafi verið heimilt að lækka laun Más. Málinu er vísað til Hæstaréttar 20. nóvember sama ár. Már sagði í þættinum á Sprengisandi að eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur hefði hann ákveðið að halda ekki áfram með málið nema hann fengi til þess atbeina frá bankanum.Ragnar árnasonEinhvern tímann á tímabilinu frá því í byrjun október og til 20. nóvember hefur því formaður bankaráðs ákveðið að málskostnaður Más yrði greiddur. Í samtali við blaðið sagði Lára: „Ég er ekki með upplýsingar um það hvenær þessar ákvarðanir eru teknar. Ég man það ekki.“ Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum fengu bæði lögmaður Más og bankans greiðslur frá bankanum áður en dómur Hæstaréttar féll sem var 24. apríl 2013. Um miðjan nóvember 2012 spyr þingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason Katrínu Júlíusdóttur fjármálaráðherra um kostnað vegna málaferla Más gegn bankanum. Ráðherra svarar í lok janúar 2013 og byggir svar sitt alfarið á upplýsingum sem hún fékk hjá Seðlabankanum. Í svari Katrínar til Ásmundar Einars kemur hvergi fram að bankinn muni greiða málskostnað Más sem þó virðist hafa legið fyrir ákvörðun um á þeim tíma. „Ég átta mig ekki á tímasetningunni í málinu vegna þess svars sem við fáum beint frá Seðlabankanum í lok janúar,“ segir Katrín.Katrín JúlíusdóttirHún segir að það sé greinilegt að það hafi ekki verið á margra vitorði innan bankans að hann ætlaði að greiða málskostnað Más. „Svarið kemur frá rekstrar- og lögfræðisviði bankans. Mér þykir skrítið að ef ákvörðun um að bankinn greiði málskostnað Más liggur fyrir í nóvember að þeir viti ekki af því í lok janúar þegar bankinn svarar fjármálaráðuneytinu,“ segir Katrín og bætir við að það sé eitthvað í þessu sem gangi ekki upp. „Það verður að skýra þetta ósamræmi,“ segir hún. Lára segir að bankaráðið þurfi ekki að upplýsa ráðherra um mál af þessu tagi nema hann spyrji sérstaklega. „Ég sé ekki að það þurfi að upplýsa ráðherra með einhverjum öðrum hætti en birta reikninga bankans,“ segir hún.
Tengdar fréttir "Þetta snýst ekki um launamál, þetta er miklu stærra en það“ Már Guðmundsson segir það varða sjálfstæði bankans að ekki sé hægt að hrekja bankastjóra hans frá því að sinna lögbundnum skyldum sínum með því að lækka við hann launin. 9. mars 2014 11:47 Hluti af sjálfstæði Seðlabankans að verja kjör bankastjóra Már Guðmundsson segir að eftir að bankaráð Seðlabankans hafi fengið lögfræðiálit um að ekki mætti lækka laun hans á skipunartímanum umfram almenn laun hafi bankaráðið verið ófært um að taka á málinu. 9. mars 2014 19:12 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
"Þetta snýst ekki um launamál, þetta er miklu stærra en það“ Már Guðmundsson segir það varða sjálfstæði bankans að ekki sé hægt að hrekja bankastjóra hans frá því að sinna lögbundnum skyldum sínum með því að lækka við hann launin. 9. mars 2014 11:47
Hluti af sjálfstæði Seðlabankans að verja kjör bankastjóra Már Guðmundsson segir að eftir að bankaráð Seðlabankans hafi fengið lögfræðiálit um að ekki mætti lækka laun hans á skipunartímanum umfram almenn laun hafi bankaráðið verið ófært um að taka á málinu. 9. mars 2014 19:12
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent