Innlent

Segir að málsmeðferðartíminn sé allt of langur

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/vilhelm
„Ég er þeirra skoðunar að málsmeðferðartími okkar sé allt of langur,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra,  sem ræddi um málefni hælisleitenda hér á landi og úrvinnslu mála þeirra í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

„Það er í raun og veru algjörlega óafsakanlegt. Við höfum verið að afgreiða mál á löngum tíma, fólk er að bíða hér allt upp í tvö ár sem er ekki viðunandi.“

Innanríkisráðuneytið úrskurðaði á mánudaginn að tvær kólumbískar konur og sjö ára stúlka skyldu hljóta dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Útlendingastofnun hafði áður synjað konunum um hæli og taldi ekki sannað að þær væru í hættu í heimalandi sínu eins og þær héldu fram.

„Í þessu tilfelli var verið að bíða eftir útlendingastofnun og þegar niðurstaða þeirra lág fyrir kom í ljós að hún hafði synjað fólkinu. Ég óskaði eftir því þegar málið kom til ráðuneytisins að málið færi í flýtimeðferð því þarna er um barn að ræða.“

Hanna Birna segir að það hafi verið niðurstaða embættismanna ráðuneytisins var að snúa þessum dómi.

„Þessar sem um ræðir fengu hér dvalarleyfi af mannúðarástæðum og það er auðvitað mikið gleðiefni fyrir þessa einstaklinga.“

Hanna Birna segir að nú sé verið að setja á laggirnar nýja leið í málefnum hælisleitenda og er hún að norskri fyrirmynd. Leiðin feli það í sér að málin taka styttri tíma og einnig sé um að ræða ákveðna hagræðingu.




Tengdar fréttir

Kólumbísku konurnar þakklátar

"Ég er mjög glöð núna. Ég vil þakka öllum þeim sem aðstoðu okkur í þessu mál. Innilegar þakkir.“

Fá að vera áfram á Íslandi

Innanríkisráðuneyið snéri í dag dómi Útlendingastofnunar í máli Kólumbískrar konu á sjötugsaldri, dóttur hennar og sjö ára barnabarni sem synjað var um hæli hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×