Segir að ríkið virði ekki samkomulag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. ágúst 2015 07:00 Tónlistarskólinn í Reykjavík vísir/anton brink Björn Blöndal „Hugmyndafræðin gengur út á það að framhaldsnám, meðal annars í tónlist, sé á ábyrgð ríkisins og grunnnám og nám á miðstigi sé á ábyrgð sveitarfélaga. Þetta snýst svolítið um það,“ segir Björn Blöndal, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, um þá alvarlegu stöðu sem tónlistarskólar í Reykjavík eru í, að geta ekki fjármagnað starfsemi sína. „Við klögum þennan bráðavanda upp á ríkið, en þetta eru þó ansi snúin mál.“ Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz væru mjög illa staddir fjárhagslega og að óljóst væri hvort skólarnir gætu haldið áfram starfsemi sinni. Sumarið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkur hundruð milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. Fjárhæðin átti að ganga upp í kennslukostnað allra framhaldsstigsnema á landinu. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur, stjórnarmanns Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, hefur nemendum þó fjölgað og var ekki tekið tillit til launahækkana í kjarasamningum þegar samkomulagið var gert. Töluvert vanti því upp á að fjárhæðin dugi og er uppsafnaður vandi orðinn mikill. Að sögn Þórunnar túlkar ríkið samkomulagið þannig að sveitarfélögum beri að brúa bilið, enda beri þau ábyrgð samkvæmt lögum. Borgin telji hins vegar að samkomulagið aflétti ábyrgð hennar á framhaldsstiginu og neiti að borga. „Þetta stendur á ríkinu. Við gerðum samkomulag í vor um að setja þarna inn ákveðna peninga til að leysa bráðavanda en með skilyrði um aðkomu ríkisins. Ég stóð í þeirri meiningu þá að allt væri klappað og klárt en það er eins og það standi eitthvað á hjá ríkinu,“ segir Björn sem á við samkomulag milli Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneytisins frá því síðastliðið vor. Þar var ákveðið að lagt yrði fram aukið fé til að tryggja rekstur skólanna. Skólarnir hafa þó ekki fengið neitt fjármagn ennþá. Björn segir að borgin muni standa við sinn hluta samkomulagsins. „Við skilum auðvitað okkar framlagi en það verður að því gefnu að ríkið standi við sinn hluta. Okkar framlag eitt og sér bjargar þessu ekki.“ Skólastjórnendur í Reykjavík eru sannfærðir um að lög kveði á um ábyrgð sveitarfélaga á rekstri tónlistarskóla og hefur Tónlistarskólinn í Reykjavík stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun. Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Sjá meira
Björn Blöndal „Hugmyndafræðin gengur út á það að framhaldsnám, meðal annars í tónlist, sé á ábyrgð ríkisins og grunnnám og nám á miðstigi sé á ábyrgð sveitarfélaga. Þetta snýst svolítið um það,“ segir Björn Blöndal, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, um þá alvarlegu stöðu sem tónlistarskólar í Reykjavík eru í, að geta ekki fjármagnað starfsemi sína. „Við klögum þennan bráðavanda upp á ríkið, en þetta eru þó ansi snúin mál.“ Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz væru mjög illa staddir fjárhagslega og að óljóst væri hvort skólarnir gætu haldið áfram starfsemi sinni. Sumarið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkur hundruð milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. Fjárhæðin átti að ganga upp í kennslukostnað allra framhaldsstigsnema á landinu. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur, stjórnarmanns Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, hefur nemendum þó fjölgað og var ekki tekið tillit til launahækkana í kjarasamningum þegar samkomulagið var gert. Töluvert vanti því upp á að fjárhæðin dugi og er uppsafnaður vandi orðinn mikill. Að sögn Þórunnar túlkar ríkið samkomulagið þannig að sveitarfélögum beri að brúa bilið, enda beri þau ábyrgð samkvæmt lögum. Borgin telji hins vegar að samkomulagið aflétti ábyrgð hennar á framhaldsstiginu og neiti að borga. „Þetta stendur á ríkinu. Við gerðum samkomulag í vor um að setja þarna inn ákveðna peninga til að leysa bráðavanda en með skilyrði um aðkomu ríkisins. Ég stóð í þeirri meiningu þá að allt væri klappað og klárt en það er eins og það standi eitthvað á hjá ríkinu,“ segir Björn sem á við samkomulag milli Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneytisins frá því síðastliðið vor. Þar var ákveðið að lagt yrði fram aukið fé til að tryggja rekstur skólanna. Skólarnir hafa þó ekki fengið neitt fjármagn ennþá. Björn segir að borgin muni standa við sinn hluta samkomulagsins. „Við skilum auðvitað okkar framlagi en það verður að því gefnu að ríkið standi við sinn hluta. Okkar framlag eitt og sér bjargar þessu ekki.“ Skólastjórnendur í Reykjavík eru sannfærðir um að lög kveði á um ábyrgð sveitarfélaga á rekstri tónlistarskóla og hefur Tónlistarskólinn í Reykjavík stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun.
Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent