Segir að umhverfisvernd geti orðið besta atvinnustefnan Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. nóvember 2012 18:30 Umhverfisvernd getur orðið besta atvinnustefnan fyrir Ísland og því þarf að stíga varlega til jarðar í virkjanamálum því gríðarleg verðmætasköpun getur falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. Þetta segir Magnús Orri Schram alþingismaður. Þá telur hann að Sjálfstæðisflokkurinn hafi glatað tækifærinu til að höfða til kjósenda á miðjunni með afstöðu í Evrópumálum. Magnús Orri gaf nýlega út bókina „Við stöndum á tímamótum" þar sem hann fjallar um hugmyndir sínar og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag, en hann er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Í bókinni segir Magnús Orri að umhverfisvernd geti í eðli sínu orðið besta atvinnustefnan. Mikil verðmætasköpun geti falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. „Þar af leiðandi er ég að reyna að sýna fram á að mikil verðmæti skapast fyrir fyrirtækin þegar við leggjum mikið upp úr umhverfisvernd. Hagsmunir þeirra sem vilja byggja upp atvinnulífið og þeirra sem vilja huga að umhverfinu liggja saman því það er svo mikil verðmætasköpun sem felst í umhverfisvernd. Í ofanálag sjáum við fyrir okkur að í framtíðinni verður alltaf meira og meira lagt upp úr umhverfisvernd og lífrænum afurðum og að menn gangi vel um náttúruna og framleiði vörur sem standast skilyrði um sjálfbærni. Og þar eigum við mikla möguleika. Þess vegna segi ég, stígum varlega til jarðar í virkjanapólitík okkar," segir Magnús Orri. Hann telur það undarlegt að verndunarsinnar séu kallaðir andstæðingar uppbyggingar í atvinnulífinu því til lengri tíma litið séu þeir að huga að verðmætasköpun með því að viðhalda sterkri ímynd landsins. Í þættinum fjallar Magnús Orri einnig um Evrópumálin en hann telur mikil sóknarfæri fyrir Samfylkinguna á miðjunni og hægra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum í ljósi afstöðu forystu Sjálfstæðisflokksins en Magnús telur þá hugmynd galna að lata kjósa um hvort halda eigi viðræðum við sambandið áfram. „Mér finnst þetta svo absúrd hugmynd, vegna þess um hvað mun sú atkvæðagreiðsla snúast? Hún mun snúast um hræðslu, yfirboð en ekki í raun og veru efnisatriði samningsins sjálfs. Hvaða samningi munum við ná til þess að losna við krónu og taka upp evru? Hvaða samningi munum við ná sem gætir að því að við höfum yfirráð yfir okkar fiskimiðum? Við vitum það ekki og getum þess vegna ekki tekið upplýsta ákvörðun um hvort okkur langi til að ganga inn í Evrópuambandið eða ekki," segir Magnús Orri. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér.thorbjorn@stod2.is Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Umhverfisvernd getur orðið besta atvinnustefnan fyrir Ísland og því þarf að stíga varlega til jarðar í virkjanamálum því gríðarleg verðmætasköpun getur falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. Þetta segir Magnús Orri Schram alþingismaður. Þá telur hann að Sjálfstæðisflokkurinn hafi glatað tækifærinu til að höfða til kjósenda á miðjunni með afstöðu í Evrópumálum. Magnús Orri gaf nýlega út bókina „Við stöndum á tímamótum" þar sem hann fjallar um hugmyndir sínar og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag, en hann er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Í bókinni segir Magnús Orri að umhverfisvernd geti í eðli sínu orðið besta atvinnustefnan. Mikil verðmætasköpun geti falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. „Þar af leiðandi er ég að reyna að sýna fram á að mikil verðmæti skapast fyrir fyrirtækin þegar við leggjum mikið upp úr umhverfisvernd. Hagsmunir þeirra sem vilja byggja upp atvinnulífið og þeirra sem vilja huga að umhverfinu liggja saman því það er svo mikil verðmætasköpun sem felst í umhverfisvernd. Í ofanálag sjáum við fyrir okkur að í framtíðinni verður alltaf meira og meira lagt upp úr umhverfisvernd og lífrænum afurðum og að menn gangi vel um náttúruna og framleiði vörur sem standast skilyrði um sjálfbærni. Og þar eigum við mikla möguleika. Þess vegna segi ég, stígum varlega til jarðar í virkjanapólitík okkar," segir Magnús Orri. Hann telur það undarlegt að verndunarsinnar séu kallaðir andstæðingar uppbyggingar í atvinnulífinu því til lengri tíma litið séu þeir að huga að verðmætasköpun með því að viðhalda sterkri ímynd landsins. Í þættinum fjallar Magnús Orri einnig um Evrópumálin en hann telur mikil sóknarfæri fyrir Samfylkinguna á miðjunni og hægra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum í ljósi afstöðu forystu Sjálfstæðisflokksins en Magnús telur þá hugmynd galna að lata kjósa um hvort halda eigi viðræðum við sambandið áfram. „Mér finnst þetta svo absúrd hugmynd, vegna þess um hvað mun sú atkvæðagreiðsla snúast? Hún mun snúast um hræðslu, yfirboð en ekki í raun og veru efnisatriði samningsins sjálfs. Hvaða samningi munum við ná til þess að losna við krónu og taka upp evru? Hvaða samningi munum við ná sem gætir að því að við höfum yfirráð yfir okkar fiskimiðum? Við vitum það ekki og getum þess vegna ekki tekið upplýsta ákvörðun um hvort okkur langi til að ganga inn í Evrópuambandið eða ekki," segir Magnús Orri. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira