Segir að umhverfisvernd geti orðið besta atvinnustefnan Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. nóvember 2012 18:30 Umhverfisvernd getur orðið besta atvinnustefnan fyrir Ísland og því þarf að stíga varlega til jarðar í virkjanamálum því gríðarleg verðmætasköpun getur falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. Þetta segir Magnús Orri Schram alþingismaður. Þá telur hann að Sjálfstæðisflokkurinn hafi glatað tækifærinu til að höfða til kjósenda á miðjunni með afstöðu í Evrópumálum. Magnús Orri gaf nýlega út bókina „Við stöndum á tímamótum" þar sem hann fjallar um hugmyndir sínar og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag, en hann er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Í bókinni segir Magnús Orri að umhverfisvernd geti í eðli sínu orðið besta atvinnustefnan. Mikil verðmætasköpun geti falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. „Þar af leiðandi er ég að reyna að sýna fram á að mikil verðmæti skapast fyrir fyrirtækin þegar við leggjum mikið upp úr umhverfisvernd. Hagsmunir þeirra sem vilja byggja upp atvinnulífið og þeirra sem vilja huga að umhverfinu liggja saman því það er svo mikil verðmætasköpun sem felst í umhverfisvernd. Í ofanálag sjáum við fyrir okkur að í framtíðinni verður alltaf meira og meira lagt upp úr umhverfisvernd og lífrænum afurðum og að menn gangi vel um náttúruna og framleiði vörur sem standast skilyrði um sjálfbærni. Og þar eigum við mikla möguleika. Þess vegna segi ég, stígum varlega til jarðar í virkjanapólitík okkar," segir Magnús Orri. Hann telur það undarlegt að verndunarsinnar séu kallaðir andstæðingar uppbyggingar í atvinnulífinu því til lengri tíma litið séu þeir að huga að verðmætasköpun með því að viðhalda sterkri ímynd landsins. Í þættinum fjallar Magnús Orri einnig um Evrópumálin en hann telur mikil sóknarfæri fyrir Samfylkinguna á miðjunni og hægra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum í ljósi afstöðu forystu Sjálfstæðisflokksins en Magnús telur þá hugmynd galna að lata kjósa um hvort halda eigi viðræðum við sambandið áfram. „Mér finnst þetta svo absúrd hugmynd, vegna þess um hvað mun sú atkvæðagreiðsla snúast? Hún mun snúast um hræðslu, yfirboð en ekki í raun og veru efnisatriði samningsins sjálfs. Hvaða samningi munum við ná til þess að losna við krónu og taka upp evru? Hvaða samningi munum við ná sem gætir að því að við höfum yfirráð yfir okkar fiskimiðum? Við vitum það ekki og getum þess vegna ekki tekið upplýsta ákvörðun um hvort okkur langi til að ganga inn í Evrópuambandið eða ekki," segir Magnús Orri. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér.thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Umhverfisvernd getur orðið besta atvinnustefnan fyrir Ísland og því þarf að stíga varlega til jarðar í virkjanamálum því gríðarleg verðmætasköpun getur falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. Þetta segir Magnús Orri Schram alþingismaður. Þá telur hann að Sjálfstæðisflokkurinn hafi glatað tækifærinu til að höfða til kjósenda á miðjunni með afstöðu í Evrópumálum. Magnús Orri gaf nýlega út bókina „Við stöndum á tímamótum" þar sem hann fjallar um hugmyndir sínar og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag, en hann er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Í bókinni segir Magnús Orri að umhverfisvernd geti í eðli sínu orðið besta atvinnustefnan. Mikil verðmætasköpun geti falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. „Þar af leiðandi er ég að reyna að sýna fram á að mikil verðmæti skapast fyrir fyrirtækin þegar við leggjum mikið upp úr umhverfisvernd. Hagsmunir þeirra sem vilja byggja upp atvinnulífið og þeirra sem vilja huga að umhverfinu liggja saman því það er svo mikil verðmætasköpun sem felst í umhverfisvernd. Í ofanálag sjáum við fyrir okkur að í framtíðinni verður alltaf meira og meira lagt upp úr umhverfisvernd og lífrænum afurðum og að menn gangi vel um náttúruna og framleiði vörur sem standast skilyrði um sjálfbærni. Og þar eigum við mikla möguleika. Þess vegna segi ég, stígum varlega til jarðar í virkjanapólitík okkar," segir Magnús Orri. Hann telur það undarlegt að verndunarsinnar séu kallaðir andstæðingar uppbyggingar í atvinnulífinu því til lengri tíma litið séu þeir að huga að verðmætasköpun með því að viðhalda sterkri ímynd landsins. Í þættinum fjallar Magnús Orri einnig um Evrópumálin en hann telur mikil sóknarfæri fyrir Samfylkinguna á miðjunni og hægra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum í ljósi afstöðu forystu Sjálfstæðisflokksins en Magnús telur þá hugmynd galna að lata kjósa um hvort halda eigi viðræðum við sambandið áfram. „Mér finnst þetta svo absúrd hugmynd, vegna þess um hvað mun sú atkvæðagreiðsla snúast? Hún mun snúast um hræðslu, yfirboð en ekki í raun og veru efnisatriði samningsins sjálfs. Hvaða samningi munum við ná til þess að losna við krónu og taka upp evru? Hvaða samningi munum við ná sem gætir að því að við höfum yfirráð yfir okkar fiskimiðum? Við vitum það ekki og getum þess vegna ekki tekið upplýsta ákvörðun um hvort okkur langi til að ganga inn í Evrópuambandið eða ekki," segir Magnús Orri. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira