Segir alla græða á sölu Landsvirkjunar 23. desember 2011 12:06 Arnar Sigurmundsson. Lífeyrissjóðirnir lýstu yfir áhuga á Landsvirkjun á fundi með fjármálaráðherra í nóvember. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir fjárfestingu í Landsvirkjun afar góðan fjárfestingarkost. Nú sé boltinn hjá ríkisstjórninni að taka pólitíska ákvörðun um hlutafjáraukning í fyrirtækinu. Allir landsmenn græði á því. Lífeyrissjóðirnir hafa haft takmarkaða valkosti að velja úr til að ávaxta fé sjóðfélaga sinna eftir hrunið í íslensku efnahagslífi í viðjum gjaldeyrishafta. Það er staðreynd að gjaldeyrishöftin hindra að lífeyrissjóðirnir nái æskilegri dreifingu í áhættu og góðri ávöxtun fjármuna sinna með fjárfestingum erlendis. Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið í mýflugumynd, þótt skráning Haga marki ákveðin tímamót enda tóku allir stóru lífeyrissjóðirnir þátt í frumskráningu félagsins á markað. Fram að skráningu Haga hafa það helst verið opinberar skuldir sem hafa staðið lífeyrissjóðunum til boða. Fréttastofa hefur að undanförnu fjallað ítrekað um hlutafjáraukningu í Landsvirkjun og sölu á minnihluta í fyrirtækinu til lífeyrissjóða. Fyrir 25 prósenta hlut gætu fengist allt að 100 milljarðar króna miðað við verðmæti fyrirtækisins. Eins og fréttastofan hefur greint frá hafa nokkrir stóru lífeyrissjóðir sýnt þessu áhuga og Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sagði í fréttum okkar í gær að sjóðurinn hefði áhuga og allir myndu græða á því. Lífeyrissjóðirnir komi peningum í vinnu, ríkissjóður fái peninga í kassann og fjármögnun Landsvirkjunar verði tryggari. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða tekur undir þetta. Eftir að ríkisstjórnin lagði fram áform um skattlagningu lífeyrissjóðanna síðasta vor óskuðu þeir eftir fundi í fjármálaráðuneytinu þar sem þeir buðust til að kaupa eignir af ríkinu ef fallið yrði frá skattlagningu. Þær viðræður stóðu allar götur fram í nóvember. Arnar segir að strax hafi verið rætt um Landsvirkjun í því sambandi en að þeim hafi verið sagt að fyrirtækið væri ekki til sölu. Arnar segir hinsvegar aðspurður að áhugi sé á því innan Lífeyrissjóðanna að þeir komi inn í Landsvirkjun í gegnum hlutafjáraukningu. Fyrst verði ríkið þó að taka ákvörðun um slíkt. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir lýstu yfir áhuga á Landsvirkjun á fundi með fjármálaráðherra í nóvember. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir fjárfestingu í Landsvirkjun afar góðan fjárfestingarkost. Nú sé boltinn hjá ríkisstjórninni að taka pólitíska ákvörðun um hlutafjáraukning í fyrirtækinu. Allir landsmenn græði á því. Lífeyrissjóðirnir hafa haft takmarkaða valkosti að velja úr til að ávaxta fé sjóðfélaga sinna eftir hrunið í íslensku efnahagslífi í viðjum gjaldeyrishafta. Það er staðreynd að gjaldeyrishöftin hindra að lífeyrissjóðirnir nái æskilegri dreifingu í áhættu og góðri ávöxtun fjármuna sinna með fjárfestingum erlendis. Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið í mýflugumynd, þótt skráning Haga marki ákveðin tímamót enda tóku allir stóru lífeyrissjóðirnir þátt í frumskráningu félagsins á markað. Fram að skráningu Haga hafa það helst verið opinberar skuldir sem hafa staðið lífeyrissjóðunum til boða. Fréttastofa hefur að undanförnu fjallað ítrekað um hlutafjáraukningu í Landsvirkjun og sölu á minnihluta í fyrirtækinu til lífeyrissjóða. Fyrir 25 prósenta hlut gætu fengist allt að 100 milljarðar króna miðað við verðmæti fyrirtækisins. Eins og fréttastofan hefur greint frá hafa nokkrir stóru lífeyrissjóðir sýnt þessu áhuga og Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sagði í fréttum okkar í gær að sjóðurinn hefði áhuga og allir myndu græða á því. Lífeyrissjóðirnir komi peningum í vinnu, ríkissjóður fái peninga í kassann og fjármögnun Landsvirkjunar verði tryggari. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða tekur undir þetta. Eftir að ríkisstjórnin lagði fram áform um skattlagningu lífeyrissjóðanna síðasta vor óskuðu þeir eftir fundi í fjármálaráðuneytinu þar sem þeir buðust til að kaupa eignir af ríkinu ef fallið yrði frá skattlagningu. Þær viðræður stóðu allar götur fram í nóvember. Arnar segir að strax hafi verið rætt um Landsvirkjun í því sambandi en að þeim hafi verið sagt að fyrirtækið væri ekki til sölu. Arnar segir hinsvegar aðspurður að áhugi sé á því innan Lífeyrissjóðanna að þeir komi inn í Landsvirkjun í gegnum hlutafjáraukningu. Fyrst verði ríkið þó að taka ákvörðun um slíkt.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira