Viðskipti innlent

Segir árangur en ekki niðurstöðu í Icesavedeilunni

Talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins segir að árangur hafi náðst í samningaviðræðum Íslendinga við Breta og Hollendinga um lausn á Icesavedeilunni. Hinsvegar liggi samningur ekki fyrir.

Þetta kemur fram í frétt á Reuters í morgun. „Ég veit ekki til að neinn samningur liggir fyrir en við erum ætíð reiðubúnir til viðræðna og að ná samkomulagi," segir talsmaðurinn sem svar við frétt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um að samningsdrög liggi fyrir í deilunni. Samningsdrög sem eru Íslendingum mun hagstæðari en fyrri samningar sem gerðir hafa verið í Icesavedeilunni.

Talsmaðurinn bætti síðan við að deiluaðilar hefðu náð árangri í viðræðum sínum.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×