Innlent

Segir árásina grófa atlögu að tjáningar- og prentfrelsi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti í hádeginu fund með Philippe O´Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi, og kom formlega á framfæri samúðarkveðjum frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkárásanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í París.

„Árásin var einkar grimmúðleg og gróf atlaga að tjáningar- og prentfrelsi, sem eru grundvallargildi og mannréttindi sem brýnt er að standa vörð um. Í dag er þjóðarsorg í Frakklandi og Íslendingar sýna Frökkum samhug og samstöðu. Ég votta fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra mína dýpstu samúð.“


Tengdar fréttir

Verðum að sigra hið vonda og illa

Illir menn frömdu voðaverk í París í gær. Engu skiptir hversu móðgaðir eða sárir gerendur glæpsins voru. Engin réttlæting er til fyrir voðaverkunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×