Segir augnblæðingu hjá dóttur sinni ekki fölsun Sveinn Arnarsson skrifar 10. janúar 2017 05:00 Blætt hefur daglega úr augum, eyrum og nefi Heklu Rúnar Árskóg síðan í nóvember árið 2014 að sögn móður hennar Lilja Bára Kristjánsdóttir Lilja Bára Kristjánsdóttir, móðir fjórtán ára stúlku á Dalvík, segir læknavísindin standa ráðþrota gagnvart blæðingum dóttur sinnar, Heklu Rúnar Árskóg. Blætt hefur daglega úr augum, nefi eða eyrum hennar síðan í nóvember 2014. Sjálfskaðahegðun og sjálfsvígshugsanir eru farnar að skjóta upp kollinum vegna þessara blæðinga. „Þetta byrjar allt í nóvember 2014 þegar hún fær smá högg á kinnbeinið, síðan þá hefur blætt daglega, úr augum og nefi og eyrum. Einnig hefur hún kastað upp blóði. Það virðist vera þannig að læknavísindin sjái ekkert líkamlega athugavert við hana og við fáum litla sem enga hjálp,“ segir Lilja Bára. Lilja Bára segir dóttur sína nú í sambandi við geðlækni til að hjálpa til við andlegt heilbrigði hennar en síðasta árið hefur heilsu hennar hrakað mikið. „Að finna bréf sem hún hefur falið inn í herbergi hjá sér um að lífið sé ekki þess virði að lifa því og að hún eigi ekki að lifa og sjá teikningar veldur gríðarlegum áhyggjum og þá stendur manni ekki á sama,“ segir Lilja Bára.Lilja Bára Kristjánsdóttir.Vísir/SveinnAugnlæknir í Reykjavík sagðist ekki geta gert neitt fyrir dótturina þar sem myndir af blæðingum dótturinnar væru líklega falsaðar og að þetta væri allt sviðsett. Lilja Bára kveðst skilja tortryggnina og að fólk haldi að þetta sé tilbúningur hjá þeim mæðgum. „Ég hef alveg fengið þær upplýsingar eins og þetta sé teiknað, en þegar fólk sér þetta þá liggur það í augum uppi að þetta er ekki uppspuni,“ segir Lilja Bára. „Fólk hefur horft á hana byrja að blæða í skólanum. Skólasystkini og starfsfólk skólans hefur séð þetta gerast. Ég hefði líka haldið að hún væri orðin þreytt á því ef hún væri að búa til sömu söguna í allt að tvö ár. Það er líka þreytandi að hlusta á að þetta sé einhver tilbúningur. Það er erfitt að fá engin svör og vita ekkert hvað veldur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Móðir á Dalvík ráðþrota vegna veikinda dóttur sinnar: „Hún er alveg að gefast upp“ Lilja Bára Kristjánsdóttir, einstæð móðir á Dalvík, segist algerlega ráðalaus gagnvart veikindum fimmtán ára dóttur sinnar Heklu. 9. janúar 2017 12:19 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Lilja Bára Kristjánsdóttir, móðir fjórtán ára stúlku á Dalvík, segir læknavísindin standa ráðþrota gagnvart blæðingum dóttur sinnar, Heklu Rúnar Árskóg. Blætt hefur daglega úr augum, nefi eða eyrum hennar síðan í nóvember 2014. Sjálfskaðahegðun og sjálfsvígshugsanir eru farnar að skjóta upp kollinum vegna þessara blæðinga. „Þetta byrjar allt í nóvember 2014 þegar hún fær smá högg á kinnbeinið, síðan þá hefur blætt daglega, úr augum og nefi og eyrum. Einnig hefur hún kastað upp blóði. Það virðist vera þannig að læknavísindin sjái ekkert líkamlega athugavert við hana og við fáum litla sem enga hjálp,“ segir Lilja Bára. Lilja Bára segir dóttur sína nú í sambandi við geðlækni til að hjálpa til við andlegt heilbrigði hennar en síðasta árið hefur heilsu hennar hrakað mikið. „Að finna bréf sem hún hefur falið inn í herbergi hjá sér um að lífið sé ekki þess virði að lifa því og að hún eigi ekki að lifa og sjá teikningar veldur gríðarlegum áhyggjum og þá stendur manni ekki á sama,“ segir Lilja Bára.Lilja Bára Kristjánsdóttir.Vísir/SveinnAugnlæknir í Reykjavík sagðist ekki geta gert neitt fyrir dótturina þar sem myndir af blæðingum dótturinnar væru líklega falsaðar og að þetta væri allt sviðsett. Lilja Bára kveðst skilja tortryggnina og að fólk haldi að þetta sé tilbúningur hjá þeim mæðgum. „Ég hef alveg fengið þær upplýsingar eins og þetta sé teiknað, en þegar fólk sér þetta þá liggur það í augum uppi að þetta er ekki uppspuni,“ segir Lilja Bára. „Fólk hefur horft á hana byrja að blæða í skólanum. Skólasystkini og starfsfólk skólans hefur séð þetta gerast. Ég hefði líka haldið að hún væri orðin þreytt á því ef hún væri að búa til sömu söguna í allt að tvö ár. Það er líka þreytandi að hlusta á að þetta sé einhver tilbúningur. Það er erfitt að fá engin svör og vita ekkert hvað veldur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Móðir á Dalvík ráðþrota vegna veikinda dóttur sinnar: „Hún er alveg að gefast upp“ Lilja Bára Kristjánsdóttir, einstæð móðir á Dalvík, segist algerlega ráðalaus gagnvart veikindum fimmtán ára dóttur sinnar Heklu. 9. janúar 2017 12:19 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Móðir á Dalvík ráðþrota vegna veikinda dóttur sinnar: „Hún er alveg að gefast upp“ Lilja Bára Kristjánsdóttir, einstæð móðir á Dalvík, segist algerlega ráðalaus gagnvart veikindum fimmtán ára dóttur sinnar Heklu. 9. janúar 2017 12:19