Segir bætur hugsanlega orðnar of háar Karen Kjartansdóttir skrifar 13. nóvember 2010 18:49 Atvinnurekendur greina æ oftar frá því að fólk leggi fram útreikninga sem sýna að að það hafi það betra á bótum en í vinnu. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir hugsanlegt að bætur séu orðnar of háar. Eins og við höfum undanfarið bent á í fréttum Stöðvar 2 er hvatinn til að velja láglaunastarf umfram atvinnuleysisbætur, framfærslustyrki eða örorkubætur oft enginn. Útreikningar sýna að eftir að hlunnindi þeirra hópa sem ekki stunda vinnu eru reiknaðir inn í myndina ber fólk í láglaunastörfum oft minnst úr býtum. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að þetta geti verið varhugaverð þróun. "Við hjá Samtökum atvinnulífsins vorum núna í vikunni á fundum víða um land og þá kom þessi umræða mjög oft upp. Fyrirtæki hafa orðið vör við það að fólk kemur með útreikningana og segir að það hafi það betra atvinnulaust á bótum en í vinnu," segir Vilhjálmur. En sýnir þetta ekki að lægstu launin eru orðin of lág? "Fólki þykja lægstu launin alltaf of lág ég held að það komi aldrei til með að breytast. En ef við skoðum hvernig þetta hefur þróast síðustu fimmtán ár sjáum við að kaupmáttur launanna, það er að segja lágmarkslaunanna, hefur hækkað um 80 prósent. Kaupmáttur þessara lægstu launa hefur því hækkað langt umfram kaupmátt almennt. Þar hefur kaupmáttaraukningin orðið um það bil 30 prósent," segir hann. Vilhjálmur segir að kanna verði hvert stefnt er í þessum málum. En telur hann að bætur og styrkir séu of háir? "Það er alveg hugsanlegt. Það þarf að velta því verulega fyrir sér hvort það sé skynsamlegt að það sé betra fyrir fólk að vera atvinnulaust heldur en í vinnu," svarar Vilhjálmur. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira
Atvinnurekendur greina æ oftar frá því að fólk leggi fram útreikninga sem sýna að að það hafi það betra á bótum en í vinnu. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir hugsanlegt að bætur séu orðnar of háar. Eins og við höfum undanfarið bent á í fréttum Stöðvar 2 er hvatinn til að velja láglaunastarf umfram atvinnuleysisbætur, framfærslustyrki eða örorkubætur oft enginn. Útreikningar sýna að eftir að hlunnindi þeirra hópa sem ekki stunda vinnu eru reiknaðir inn í myndina ber fólk í láglaunastörfum oft minnst úr býtum. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að þetta geti verið varhugaverð þróun. "Við hjá Samtökum atvinnulífsins vorum núna í vikunni á fundum víða um land og þá kom þessi umræða mjög oft upp. Fyrirtæki hafa orðið vör við það að fólk kemur með útreikningana og segir að það hafi það betra atvinnulaust á bótum en í vinnu," segir Vilhjálmur. En sýnir þetta ekki að lægstu launin eru orðin of lág? "Fólki þykja lægstu launin alltaf of lág ég held að það komi aldrei til með að breytast. En ef við skoðum hvernig þetta hefur þróast síðustu fimmtán ár sjáum við að kaupmáttur launanna, það er að segja lágmarkslaunanna, hefur hækkað um 80 prósent. Kaupmáttur þessara lægstu launa hefur því hækkað langt umfram kaupmátt almennt. Þar hefur kaupmáttaraukningin orðið um það bil 30 prósent," segir hann. Vilhjálmur segir að kanna verði hvert stefnt er í þessum málum. En telur hann að bætur og styrkir séu of háir? "Það er alveg hugsanlegt. Það þarf að velta því verulega fyrir sér hvort það sé skynsamlegt að það sé betra fyrir fólk að vera atvinnulaust heldur en í vinnu," svarar Vilhjálmur.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira