Segir bætur hugsanlega orðnar of háar Karen Kjartansdóttir skrifar 13. nóvember 2010 18:49 Atvinnurekendur greina æ oftar frá því að fólk leggi fram útreikninga sem sýna að að það hafi það betra á bótum en í vinnu. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir hugsanlegt að bætur séu orðnar of háar. Eins og við höfum undanfarið bent á í fréttum Stöðvar 2 er hvatinn til að velja láglaunastarf umfram atvinnuleysisbætur, framfærslustyrki eða örorkubætur oft enginn. Útreikningar sýna að eftir að hlunnindi þeirra hópa sem ekki stunda vinnu eru reiknaðir inn í myndina ber fólk í láglaunastörfum oft minnst úr býtum. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að þetta geti verið varhugaverð þróun. "Við hjá Samtökum atvinnulífsins vorum núna í vikunni á fundum víða um land og þá kom þessi umræða mjög oft upp. Fyrirtæki hafa orðið vör við það að fólk kemur með útreikningana og segir að það hafi það betra atvinnulaust á bótum en í vinnu," segir Vilhjálmur. En sýnir þetta ekki að lægstu launin eru orðin of lág? "Fólki þykja lægstu launin alltaf of lág ég held að það komi aldrei til með að breytast. En ef við skoðum hvernig þetta hefur þróast síðustu fimmtán ár sjáum við að kaupmáttur launanna, það er að segja lágmarkslaunanna, hefur hækkað um 80 prósent. Kaupmáttur þessara lægstu launa hefur því hækkað langt umfram kaupmátt almennt. Þar hefur kaupmáttaraukningin orðið um það bil 30 prósent," segir hann. Vilhjálmur segir að kanna verði hvert stefnt er í þessum málum. En telur hann að bætur og styrkir séu of háir? "Það er alveg hugsanlegt. Það þarf að velta því verulega fyrir sér hvort það sé skynsamlegt að það sé betra fyrir fólk að vera atvinnulaust heldur en í vinnu," svarar Vilhjálmur. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Atvinnurekendur greina æ oftar frá því að fólk leggi fram útreikninga sem sýna að að það hafi það betra á bótum en í vinnu. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir hugsanlegt að bætur séu orðnar of háar. Eins og við höfum undanfarið bent á í fréttum Stöðvar 2 er hvatinn til að velja láglaunastarf umfram atvinnuleysisbætur, framfærslustyrki eða örorkubætur oft enginn. Útreikningar sýna að eftir að hlunnindi þeirra hópa sem ekki stunda vinnu eru reiknaðir inn í myndina ber fólk í láglaunastörfum oft minnst úr býtum. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að þetta geti verið varhugaverð þróun. "Við hjá Samtökum atvinnulífsins vorum núna í vikunni á fundum víða um land og þá kom þessi umræða mjög oft upp. Fyrirtæki hafa orðið vör við það að fólk kemur með útreikningana og segir að það hafi það betra atvinnulaust á bótum en í vinnu," segir Vilhjálmur. En sýnir þetta ekki að lægstu launin eru orðin of lág? "Fólki þykja lægstu launin alltaf of lág ég held að það komi aldrei til með að breytast. En ef við skoðum hvernig þetta hefur þróast síðustu fimmtán ár sjáum við að kaupmáttur launanna, það er að segja lágmarkslaunanna, hefur hækkað um 80 prósent. Kaupmáttur þessara lægstu launa hefur því hækkað langt umfram kaupmátt almennt. Þar hefur kaupmáttaraukningin orðið um það bil 30 prósent," segir hann. Vilhjálmur segir að kanna verði hvert stefnt er í þessum málum. En telur hann að bætur og styrkir séu of háir? "Það er alveg hugsanlegt. Það þarf að velta því verulega fyrir sér hvort það sé skynsamlegt að það sé betra fyrir fólk að vera atvinnulaust heldur en í vinnu," svarar Vilhjálmur.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira