Segir eiginkonu sína hafa svipt sig lífi Hanna Ólafsdóttir skrifar 30. september 2014 07:00 Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið konu sinni að bana í Breiðholti á laugardag situr nú í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Fréttablaðið Stefán Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Stelkshólum á laugardag, heldur því fram að konan hafi tekið eigið líf. Hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu í skýrslutökum hjá lögreglu. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu var þrengt að öndunarvegi konunnar svo hún hlaut bana af. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var notast við einhversskonar band eða snæri við verknaðinn. Farið hefur verið fram á geðmat yfir manninum samkvæmt venju í svo alvarlegu sakamáli, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hann ekki átt við alvarleg geðræn veikindi að stríða. Barnaverndarnefnd hefur unnið að því að koma börnum hjónanna í vistun hjá vinafólki, þar sem engir nánir ættingjar þeirra búa hér á landi. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur maðurinn haft þungar áhyggjur af hvar börn hans eru niðurkomin og það sé mikill léttir að þeim verði komið fyrir hjá vinum. Bróðir konunnar er á leið til landsins frá Póllandi. Vinir og kunningjar hjónanna sem Fréttablaðið hefur talað við eru allir á sama máli um að ekkert hafi bent til þess að eitthvað óeðlilegt ætti sér stað í sambandinu. Er konunni lýst sem fyrirmyndar móður og þau hjónin hafi lagt mikið upp úr fjölskyldulífi. Verði maðurinn fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsisvist. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins. Málinu þykir svipa til Hamraborgarmálsins svokallaða, en árið 2006 dæmdi Hæstiréttur Magnús Einarsson í 11 ára fangelsi fyrir að hafa orðið konu sinni að bana á heimili þeirra í nóvember 2004.Hæstiréttur þyngdi fangelsisdóm héraðsdóms yfir Magnúsi um tvö ár. Magnús var ákærður fyrir að bregða þvottasnúru um háls Sæunnar á heimili þeirra í Hamraborg í Kópavogi og þrengja síðan að þannig að hún lést af völdum kyrkingar. Börn þeirra tvö voru sofandi í íbúðinni á sama tíma. Magnús játaði að hafa banað konu sinni og sagði ástæðuna hafa verið afbrýðisemi. Tengdar fréttir Níu ára fangelsi fyrir manndráp Magnús Einarsson var dæmdur í 9 ára fangelsi í dag fyrir að bana 25 ára gamalli eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Atburðurinn átti sér stað á heimili hjónanna í Kópavogi í nóvember á síðasta ári. Magnús brá þvottasnúru um háls konu sinnar og þrengdi að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. 8. júlí 2005 00:01 Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi. 28. september 2014 17:38 11 ára fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína Hæstiréttur dæmdi í dag Magnús Einarsson í ellefu ára fangelsi fyrir að verða Sæunni Pálsdóttur eiginkonu sinni að bana í Hamraborg í Kópavogi í nóvember árið 2004. Hæstiréttur þyngdi dóms héraðsdóms um tvö ár. 23. febrúar 2006 18:36 Heyrði kvalafullt öskur Nágranni Sæunnar Pálsdóttur segist hafa heyrt skelfingaröskur og vein í konu á þeim tíma sem morðið á henni á að hafa átt sér stað. Óhljóðin hafi síðan hætt skyndilega eftir þungan dynk. Þetta kom fram í vitnisburði nágrannans við aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. 30. maí 2005 00:01 Dæmdur í níu ára fangelsi Magnús Einarsson var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að kyrkja Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sína, með þvottasnúru í íbúð þeirra í Kópavogi í byrjun nóvember í fyrra. Gæsluvarðhald frá 1. nóvember kemur til frádráttar refsingunni. 8. júlí 2005 00:01 Dómur þyngdur í Hæstarétti vegna morðs í Hamraborg Hæstiréttur þyngdi í dag dóm yfir Magnúsi Einarssyni, sem ákærður var fyrir að hafa myrt eiginkonu sína, Sæunni Pálsdóttur, að heimili þeirra að Hamraborg í Kópavogi 1. nóvember 2004. Héraðsdómur hafði dæmt hann í níu ára fangelsi en Hæstiréttur þyngdi dóminn í ellefu ár að kröfu ákæruvaldsins sem áfrýjaði dómnum. 23. febrúar 2006 16:48 Talinn hafa kyrkt konuna Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum. 28. september 2014 13:54 „Virkilega vinalegt og gott fólk“ Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi. 28. september 2014 14:36 Lögreglan rannsakar mannslát Maður er í haldi lögreglu. 28. september 2014 11:09 „Við erum að svíkja þessi börn“ "Þetta er hópur sem skólakerfið er að svíkja“, segir Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla um börn sem eru komin í fíkniefnaneyslu og að úrræði skorti alveg til að koma börnunum til hjálpar. 28. september 2014 19:30 Neitar að hafa banað eiginkonu sinni Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag. 28. september 2014 16:06 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Stelkshólum á laugardag, heldur því fram að konan hafi tekið eigið líf. Hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu í skýrslutökum hjá lögreglu. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu var þrengt að öndunarvegi konunnar svo hún hlaut bana af. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var notast við einhversskonar band eða snæri við verknaðinn. Farið hefur verið fram á geðmat yfir manninum samkvæmt venju í svo alvarlegu sakamáli, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hann ekki átt við alvarleg geðræn veikindi að stríða. Barnaverndarnefnd hefur unnið að því að koma börnum hjónanna í vistun hjá vinafólki, þar sem engir nánir ættingjar þeirra búa hér á landi. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur maðurinn haft þungar áhyggjur af hvar börn hans eru niðurkomin og það sé mikill léttir að þeim verði komið fyrir hjá vinum. Bróðir konunnar er á leið til landsins frá Póllandi. Vinir og kunningjar hjónanna sem Fréttablaðið hefur talað við eru allir á sama máli um að ekkert hafi bent til þess að eitthvað óeðlilegt ætti sér stað í sambandinu. Er konunni lýst sem fyrirmyndar móður og þau hjónin hafi lagt mikið upp úr fjölskyldulífi. Verði maðurinn fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsisvist. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins. Málinu þykir svipa til Hamraborgarmálsins svokallaða, en árið 2006 dæmdi Hæstiréttur Magnús Einarsson í 11 ára fangelsi fyrir að hafa orðið konu sinni að bana á heimili þeirra í nóvember 2004.Hæstiréttur þyngdi fangelsisdóm héraðsdóms yfir Magnúsi um tvö ár. Magnús var ákærður fyrir að bregða þvottasnúru um háls Sæunnar á heimili þeirra í Hamraborg í Kópavogi og þrengja síðan að þannig að hún lést af völdum kyrkingar. Börn þeirra tvö voru sofandi í íbúðinni á sama tíma. Magnús játaði að hafa banað konu sinni og sagði ástæðuna hafa verið afbrýðisemi.
Tengdar fréttir Níu ára fangelsi fyrir manndráp Magnús Einarsson var dæmdur í 9 ára fangelsi í dag fyrir að bana 25 ára gamalli eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Atburðurinn átti sér stað á heimili hjónanna í Kópavogi í nóvember á síðasta ári. Magnús brá þvottasnúru um háls konu sinnar og þrengdi að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. 8. júlí 2005 00:01 Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi. 28. september 2014 17:38 11 ára fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína Hæstiréttur dæmdi í dag Magnús Einarsson í ellefu ára fangelsi fyrir að verða Sæunni Pálsdóttur eiginkonu sinni að bana í Hamraborg í Kópavogi í nóvember árið 2004. Hæstiréttur þyngdi dóms héraðsdóms um tvö ár. 23. febrúar 2006 18:36 Heyrði kvalafullt öskur Nágranni Sæunnar Pálsdóttur segist hafa heyrt skelfingaröskur og vein í konu á þeim tíma sem morðið á henni á að hafa átt sér stað. Óhljóðin hafi síðan hætt skyndilega eftir þungan dynk. Þetta kom fram í vitnisburði nágrannans við aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. 30. maí 2005 00:01 Dæmdur í níu ára fangelsi Magnús Einarsson var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að kyrkja Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sína, með þvottasnúru í íbúð þeirra í Kópavogi í byrjun nóvember í fyrra. Gæsluvarðhald frá 1. nóvember kemur til frádráttar refsingunni. 8. júlí 2005 00:01 Dómur þyngdur í Hæstarétti vegna morðs í Hamraborg Hæstiréttur þyngdi í dag dóm yfir Magnúsi Einarssyni, sem ákærður var fyrir að hafa myrt eiginkonu sína, Sæunni Pálsdóttur, að heimili þeirra að Hamraborg í Kópavogi 1. nóvember 2004. Héraðsdómur hafði dæmt hann í níu ára fangelsi en Hæstiréttur þyngdi dóminn í ellefu ár að kröfu ákæruvaldsins sem áfrýjaði dómnum. 23. febrúar 2006 16:48 Talinn hafa kyrkt konuna Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum. 28. september 2014 13:54 „Virkilega vinalegt og gott fólk“ Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi. 28. september 2014 14:36 Lögreglan rannsakar mannslát Maður er í haldi lögreglu. 28. september 2014 11:09 „Við erum að svíkja þessi börn“ "Þetta er hópur sem skólakerfið er að svíkja“, segir Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla um börn sem eru komin í fíkniefnaneyslu og að úrræði skorti alveg til að koma börnunum til hjálpar. 28. september 2014 19:30 Neitar að hafa banað eiginkonu sinni Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag. 28. september 2014 16:06 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Níu ára fangelsi fyrir manndráp Magnús Einarsson var dæmdur í 9 ára fangelsi í dag fyrir að bana 25 ára gamalli eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Atburðurinn átti sér stað á heimili hjónanna í Kópavogi í nóvember á síðasta ári. Magnús brá þvottasnúru um háls konu sinnar og þrengdi að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. 8. júlí 2005 00:01
Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi. 28. september 2014 17:38
11 ára fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína Hæstiréttur dæmdi í dag Magnús Einarsson í ellefu ára fangelsi fyrir að verða Sæunni Pálsdóttur eiginkonu sinni að bana í Hamraborg í Kópavogi í nóvember árið 2004. Hæstiréttur þyngdi dóms héraðsdóms um tvö ár. 23. febrúar 2006 18:36
Heyrði kvalafullt öskur Nágranni Sæunnar Pálsdóttur segist hafa heyrt skelfingaröskur og vein í konu á þeim tíma sem morðið á henni á að hafa átt sér stað. Óhljóðin hafi síðan hætt skyndilega eftir þungan dynk. Þetta kom fram í vitnisburði nágrannans við aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. 30. maí 2005 00:01
Dæmdur í níu ára fangelsi Magnús Einarsson var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að kyrkja Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sína, með þvottasnúru í íbúð þeirra í Kópavogi í byrjun nóvember í fyrra. Gæsluvarðhald frá 1. nóvember kemur til frádráttar refsingunni. 8. júlí 2005 00:01
Dómur þyngdur í Hæstarétti vegna morðs í Hamraborg Hæstiréttur þyngdi í dag dóm yfir Magnúsi Einarssyni, sem ákærður var fyrir að hafa myrt eiginkonu sína, Sæunni Pálsdóttur, að heimili þeirra að Hamraborg í Kópavogi 1. nóvember 2004. Héraðsdómur hafði dæmt hann í níu ára fangelsi en Hæstiréttur þyngdi dóminn í ellefu ár að kröfu ákæruvaldsins sem áfrýjaði dómnum. 23. febrúar 2006 16:48
Talinn hafa kyrkt konuna Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum. 28. september 2014 13:54
„Virkilega vinalegt og gott fólk“ Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi. 28. september 2014 14:36
„Við erum að svíkja þessi börn“ "Þetta er hópur sem skólakerfið er að svíkja“, segir Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla um börn sem eru komin í fíkniefnaneyslu og að úrræði skorti alveg til að koma börnunum til hjálpar. 28. september 2014 19:30
Neitar að hafa banað eiginkonu sinni Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag. 28. september 2014 16:06