Segir ekkert vanmat á matarkostnaði fjölskyldna Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2014 19:30 Fjármálaráðherra segir ekkert vanmat eiga sér stað á áhrifum hækkunar virðisaukaskatts á matvæli á fjárhag heimilanna. Samanlagðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar muni lækka neysluvísitöluna og auka ráðstöfunartekjur fólksins í landinu. Fullyrt hefur verið í fréttum að undanförnu að í forsendum frumvarps um breytingar á virðisaukaskatti á matvæli væri gert ráð fyrir að máltíð á hvern einstakling í fjögurra manna fjölskyldu kostaði 248 krónur. En þá á eftir að gera ráð fyrir öðrum útgjöldum til matarkaupa en beinlínis í matvöruverslunum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir áhrif hækkunar virðisaukaskattsins ekki vanmetnar í frumvörpum til breytingar á viðrisaukaskatti og vörugjöldum. „Við erum ekki með aðrar forsendur en þær sem koma út úr neyslukönnun Hagstofunnar og sýna það að útgjöld heimilanna til kaupa á matvöru í dagvöruverslunum er um 16,2 prósent. Og við byggjum á því við þá útreiknnga sem við leggjum til grundvallar á tekjuáhrifum frumvarpsins. Síðan erum við með dæmi í frumvarpinu um hverning þetta kemur út fyrir einstakar fjölskyldur og það byggir allt á þessum sömu neyslukönnunum,“ segir Bjarni Þar sé líka tekið tillit til eyðslu fólks í mat utan dagvöruverslana. Það sé langt í frá að reiknað sé með að hver einstaklingur komist af með 248 krónur í mat á dag. „Enda stendur það hvergi í frumvarpinu. Það er alger tilbúningur að það sé eitthvað sagt um það í fjárlagafrumvarpinu eða frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti að fólk eigi að gera það. Við höfum enga skoðun á því. Við viljum bara meta áhrifin af þessum breytingum fyrir hag heimilanna og það er alveg skýrt að ríkið er að gefa frá sér tæplega fjóra milljarða í heildaráhrifum þessara aðgerða. Þess vegna mun verðlag lækka. Þess vegna mun kaupmáttur allra tekjuhópa hækka og það hefur enginn getað borið brigður á það að þetta eru heildaráhrifin af frumvarpinu,“ segir fjármálaráðherra. Þannig muni áhrif fyrirhugaðra skatta- og gjaldabreytinga t.d. auka kaupmátt hjóna með tvö börn um rúmar tvö þúsund krónur á mánuði, þvert á margt sem sagt hafi verið að undanförnu. Meðal annars vegna afnáms vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskattsins. „Í efra virðisaukaskattsþrepinu er fjölmargt sem fólk sækir sér út í dagvöruverslanir. Mætti ég nefna hreinlætisvörur, eldhúsrúllur, álpappír og bökunarpappír, hvað sem allt þetta er sem við setjum ekki ofan í okkur. Þetta er allt að lækka í verði með þessu og þannig hefur það áhrif til lækkunar á innkaupakörfunni,“ segir Bjarni Benediktsson. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekkert vanmat eiga sér stað á áhrifum hækkunar virðisaukaskatts á matvæli á fjárhag heimilanna. Samanlagðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar muni lækka neysluvísitöluna og auka ráðstöfunartekjur fólksins í landinu. Fullyrt hefur verið í fréttum að undanförnu að í forsendum frumvarps um breytingar á virðisaukaskatti á matvæli væri gert ráð fyrir að máltíð á hvern einstakling í fjögurra manna fjölskyldu kostaði 248 krónur. En þá á eftir að gera ráð fyrir öðrum útgjöldum til matarkaupa en beinlínis í matvöruverslunum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir áhrif hækkunar virðisaukaskattsins ekki vanmetnar í frumvörpum til breytingar á viðrisaukaskatti og vörugjöldum. „Við erum ekki með aðrar forsendur en þær sem koma út úr neyslukönnun Hagstofunnar og sýna það að útgjöld heimilanna til kaupa á matvöru í dagvöruverslunum er um 16,2 prósent. Og við byggjum á því við þá útreiknnga sem við leggjum til grundvallar á tekjuáhrifum frumvarpsins. Síðan erum við með dæmi í frumvarpinu um hverning þetta kemur út fyrir einstakar fjölskyldur og það byggir allt á þessum sömu neyslukönnunum,“ segir Bjarni Þar sé líka tekið tillit til eyðslu fólks í mat utan dagvöruverslana. Það sé langt í frá að reiknað sé með að hver einstaklingur komist af með 248 krónur í mat á dag. „Enda stendur það hvergi í frumvarpinu. Það er alger tilbúningur að það sé eitthvað sagt um það í fjárlagafrumvarpinu eða frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti að fólk eigi að gera það. Við höfum enga skoðun á því. Við viljum bara meta áhrifin af þessum breytingum fyrir hag heimilanna og það er alveg skýrt að ríkið er að gefa frá sér tæplega fjóra milljarða í heildaráhrifum þessara aðgerða. Þess vegna mun verðlag lækka. Þess vegna mun kaupmáttur allra tekjuhópa hækka og það hefur enginn getað borið brigður á það að þetta eru heildaráhrifin af frumvarpinu,“ segir fjármálaráðherra. Þannig muni áhrif fyrirhugaðra skatta- og gjaldabreytinga t.d. auka kaupmátt hjóna með tvö börn um rúmar tvö þúsund krónur á mánuði, þvert á margt sem sagt hafi verið að undanförnu. Meðal annars vegna afnáms vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskattsins. „Í efra virðisaukaskattsþrepinu er fjölmargt sem fólk sækir sér út í dagvöruverslanir. Mætti ég nefna hreinlætisvörur, eldhúsrúllur, álpappír og bökunarpappír, hvað sem allt þetta er sem við setjum ekki ofan í okkur. Þetta er allt að lækka í verði með þessu og þannig hefur það áhrif til lækkunar á innkaupakörfunni,“ segir Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira