Segir engar skuldir verða afskrifaðar 22. júlí 2010 00:01 Björgólfur Thor Björgólfsson áætlar að um fimm ár muni taka að greiða upp skuldir við innlenda og erlenda lánardrottna. Hann mun starfa fyrir lánardrottnana þar til skuldirnar eru greiddar. Fréttablaðið/Valli Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður hefur gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína um heildaruppgjör skulda. Fram kemur í tilkynningu frá Björgólfi að engar skuldir verði afskrifaðar. Samkvæmt uppgjörinu nema skuldir Björgólfs við innlenda og erlenda lánardrottna tæplega 1.200 milljörðum króna, segir Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Novators, félags Björgólfs Thors. Það eru um tvöföld fjárlög íslenska ríkisins, sem eru 555 milljarðar króna í ár. Björgólfur Thor verður áfram hluthafi í félögum á borð við Actavis, Play, CCP og Verne Holding. Arður af eignarhlutum í félögunum, sem og verðmæti þeirra verði þeir seldir, munu fara upp í skuldir Björgólfs Thors við innlenda og erlenda lánardrottna. Sama gildir um persónulegar eignir hans, til dæmis húseign í Reykjavík og sumarhús við Þingvelli. Samhliða allsherjar uppgjöri á skuldum Björgólfs Thors var gert samkomulag um fjárhagslega endurskipulagningu lyfjafyrirtækisins Actavis. Björgólfur verður áfram leiðandi hluthafi í félaginu og mun áfram sitja í stjórn þess. Haft er eftir Björgólfi í tilkynningu að hann muni eyða næstu árum í störf í þágu lánardrottna, og umsvif hans verði þar af leiðandi mun minni en áður. Hann segist eigi að síður fagna þessari niðurstöðu, enda hafi hann alltaf stefnt að því að ljúka uppgjöri við lánardrottna sína með sóma. „Ég hef alltaf litið svo á þegar ég hef höndlað með háar fjárhæðir í eigin þágu að ég geti ekki gengið frá viðskiptunum án nokkurra persónulegra eftirmála ef og þegar allt fer á versta veg," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. Hann segir að með samkomulaginu verði hægt að byggja upp eignir og selja á sanngjörnu verði síðar. Björgólfur segist jafnframt binda miklar vonir við að eignarhluti hans í Actavis muni ekki aðeins greiða allar hans skuldir, heldur vaxa umfram það. „Á undanförnum árum tók ég margar ákvarðanir sem ég taldi skynsamlegar og réttar á þeim tíma. Ég vísa til þess að enn hefur ekkert það komið fram sem gefið hefur tilefni til málshöfðunar gegn mér eða leitt hefur til riftunar samninga sem ég er aðili að. Þvert á móti hefur komið fram í fjölmiðlum að engin tilefni séu til slíks, hvorki hjá Landsbanka né Straumi. Ég er þess fullviss að ekkert slíkt tilefni gefst, enda tel ég mig engin lög hafa brotið," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. „Ég hef beðið Íslendinga afsökunar á augljósum mistökum mínum í aðdraganda hruns íslenska bankakerfisins. Þá afsökunarbeiðni ítreka ég," segir þar. brjann@frettabladid.is Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður hefur gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína um heildaruppgjör skulda. Fram kemur í tilkynningu frá Björgólfi að engar skuldir verði afskrifaðar. Samkvæmt uppgjörinu nema skuldir Björgólfs við innlenda og erlenda lánardrottna tæplega 1.200 milljörðum króna, segir Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Novators, félags Björgólfs Thors. Það eru um tvöföld fjárlög íslenska ríkisins, sem eru 555 milljarðar króna í ár. Björgólfur Thor verður áfram hluthafi í félögum á borð við Actavis, Play, CCP og Verne Holding. Arður af eignarhlutum í félögunum, sem og verðmæti þeirra verði þeir seldir, munu fara upp í skuldir Björgólfs Thors við innlenda og erlenda lánardrottna. Sama gildir um persónulegar eignir hans, til dæmis húseign í Reykjavík og sumarhús við Þingvelli. Samhliða allsherjar uppgjöri á skuldum Björgólfs Thors var gert samkomulag um fjárhagslega endurskipulagningu lyfjafyrirtækisins Actavis. Björgólfur verður áfram leiðandi hluthafi í félaginu og mun áfram sitja í stjórn þess. Haft er eftir Björgólfi í tilkynningu að hann muni eyða næstu árum í störf í þágu lánardrottna, og umsvif hans verði þar af leiðandi mun minni en áður. Hann segist eigi að síður fagna þessari niðurstöðu, enda hafi hann alltaf stefnt að því að ljúka uppgjöri við lánardrottna sína með sóma. „Ég hef alltaf litið svo á þegar ég hef höndlað með háar fjárhæðir í eigin þágu að ég geti ekki gengið frá viðskiptunum án nokkurra persónulegra eftirmála ef og þegar allt fer á versta veg," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. Hann segir að með samkomulaginu verði hægt að byggja upp eignir og selja á sanngjörnu verði síðar. Björgólfur segist jafnframt binda miklar vonir við að eignarhluti hans í Actavis muni ekki aðeins greiða allar hans skuldir, heldur vaxa umfram það. „Á undanförnum árum tók ég margar ákvarðanir sem ég taldi skynsamlegar og réttar á þeim tíma. Ég vísa til þess að enn hefur ekkert það komið fram sem gefið hefur tilefni til málshöfðunar gegn mér eða leitt hefur til riftunar samninga sem ég er aðili að. Þvert á móti hefur komið fram í fjölmiðlum að engin tilefni séu til slíks, hvorki hjá Landsbanka né Straumi. Ég er þess fullviss að ekkert slíkt tilefni gefst, enda tel ég mig engin lög hafa brotið," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. „Ég hef beðið Íslendinga afsökunar á augljósum mistökum mínum í aðdraganda hruns íslenska bankakerfisins. Þá afsökunarbeiðni ítreka ég," segir þar. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira