Segir enn vera þörf á sérstöku kvennaorlofi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. mars 2016 07:00 Svanhvít Jónsdóttir í orlofsnefnd húsmæðra segir enn þörf á sérstökum ferðum fyrir eldri konur. vísir/pjetur „Orðið húsmóðir er tímaskekkja, en konur af þessari kynslóð þurfa enn á þessum ferðum að halda,“ segir Svanhvít Jónsdóttir, formaður orlofsnefndar Gullbringu- og Kjósarsýslu, um orlof húsmæðra. Fyrir Alþingi liggur frumvarp þess efnis að lög um orlof húsmæðra falli úr gildi, lög sem að stofni til eru frá 1960. Í rökstuðningi er talað um breyttar aðstæður kvenna frá því sem var þegar lögin voru sett. „Það er rétt að tímarnir hafa breyst en við höfum samt bent á að það er mikið af konum sem eru einar, eða jafnvel með menn sem þær senda í hvíldarinnlögn til þess að komast frá. Þetta þyrfti að vera kallað kvennaorlof, en ekki húsmæðraorlof.“ Frumvarpið bíður afgreiðslu, orlofsnefnd setti fram gagnrýni á það í ljósi þess að elstu kynslóðir kvenna hafi ekki notið réttinda sem þykja sjálfsögð í dag, svo sem fæðingarorlofs, dagvistunarúrræða og þá eigi margar ekki rétt á lífeyrissjóðsgreiðslum í dag. „Þessar konur eru að detta út,“ segir Svanhvít sem segir þrátt fyrir það enn þörf á kvennaferðum. „Margar eldri konur hafa einangrað sig félagslega, orlofsferðirnar eru hugsaðar til að rjúfa þessa einangrun. Þær fá í ferðunum félagsskap, öryggi og aðstoð. Þó að niðurgreiðslur í þessar ferðir hætti, þá held ég að það verði enn þörf á þessum ferðum. Niðurgreiðslan er líka ógurlega lítil, þetta eru hundrað krónur á íbúa.“ Svanhvít segir margar kvennanna miður sín yfir gagnrýni á ferðirnar. „Þetta eru svo óskaplega litlir peningar sem um ræðir, það er mikill pirringur út í þetta. Okkur finnst það mjög leiðinlegt en þetta eru landslög, við erum kosnar til að gera þetta og við þurfum að gera þetta hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er alltaf verra að vinna undir óánægju sem er auðvitað bara sorglegt. Í ár stendur til að fara til Toscana og í aðventuferð til Þýskalands.“ Athygli vekur að ferðirnar eru ekki sérlega ódýrar eða allt að hundrað og fimmtíu þúsund krónur á hverja og eina. „Það er vegna þess að niðurgreiðslan er ekki svo mikil. Til að byrja með þá voru þetta helst innanlandsferðir en það hefur breyst með þjóðfélaginu. Nú er bæði farið í innanlandsferðir og farið út. Okkur finnst alltaf gaman að fara á Vestfirði og Austfirði.“ Aðalatriðið er að þetta eru konur sem hafa margar verið heimavinnandi alla tíð eins og var þegar lögin voru sett. „Það er einangrunin og öryggið sem skiptir mestu máli. Ekki peningarnir.“ Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
„Orðið húsmóðir er tímaskekkja, en konur af þessari kynslóð þurfa enn á þessum ferðum að halda,“ segir Svanhvít Jónsdóttir, formaður orlofsnefndar Gullbringu- og Kjósarsýslu, um orlof húsmæðra. Fyrir Alþingi liggur frumvarp þess efnis að lög um orlof húsmæðra falli úr gildi, lög sem að stofni til eru frá 1960. Í rökstuðningi er talað um breyttar aðstæður kvenna frá því sem var þegar lögin voru sett. „Það er rétt að tímarnir hafa breyst en við höfum samt bent á að það er mikið af konum sem eru einar, eða jafnvel með menn sem þær senda í hvíldarinnlögn til þess að komast frá. Þetta þyrfti að vera kallað kvennaorlof, en ekki húsmæðraorlof.“ Frumvarpið bíður afgreiðslu, orlofsnefnd setti fram gagnrýni á það í ljósi þess að elstu kynslóðir kvenna hafi ekki notið réttinda sem þykja sjálfsögð í dag, svo sem fæðingarorlofs, dagvistunarúrræða og þá eigi margar ekki rétt á lífeyrissjóðsgreiðslum í dag. „Þessar konur eru að detta út,“ segir Svanhvít sem segir þrátt fyrir það enn þörf á kvennaferðum. „Margar eldri konur hafa einangrað sig félagslega, orlofsferðirnar eru hugsaðar til að rjúfa þessa einangrun. Þær fá í ferðunum félagsskap, öryggi og aðstoð. Þó að niðurgreiðslur í þessar ferðir hætti, þá held ég að það verði enn þörf á þessum ferðum. Niðurgreiðslan er líka ógurlega lítil, þetta eru hundrað krónur á íbúa.“ Svanhvít segir margar kvennanna miður sín yfir gagnrýni á ferðirnar. „Þetta eru svo óskaplega litlir peningar sem um ræðir, það er mikill pirringur út í þetta. Okkur finnst það mjög leiðinlegt en þetta eru landslög, við erum kosnar til að gera þetta og við þurfum að gera þetta hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er alltaf verra að vinna undir óánægju sem er auðvitað bara sorglegt. Í ár stendur til að fara til Toscana og í aðventuferð til Þýskalands.“ Athygli vekur að ferðirnar eru ekki sérlega ódýrar eða allt að hundrað og fimmtíu þúsund krónur á hverja og eina. „Það er vegna þess að niðurgreiðslan er ekki svo mikil. Til að byrja með þá voru þetta helst innanlandsferðir en það hefur breyst með þjóðfélaginu. Nú er bæði farið í innanlandsferðir og farið út. Okkur finnst alltaf gaman að fara á Vestfirði og Austfirði.“ Aðalatriðið er að þetta eru konur sem hafa margar verið heimavinnandi alla tíð eins og var þegar lögin voru sett. „Það er einangrunin og öryggið sem skiptir mestu máli. Ekki peningarnir.“
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira