Innlent

Segir fátt skýra hækkun á matarkörfunni

Valur Grettisson skrifar
Meðal annars hefur matarkarfan hækkað um tíu prósent í Bónus.
Meðal annars hefur matarkarfan hækkað um tíu prósent í Bónus. Fréttablaðið/Vilhelm
„Það hafa ekki orðið neinar stórvægilegar breytingar sem skýra þessa hækkun,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. ASÍ birti í gær verðlagskönnun lágvöruverðsverslana.

Þar kemur fram að vörukarfa ASÍ hefur hækkað í flestum verslunarkeðjum frá því í september 2012 þar til nú í byrjun október, nema hjá Nettó þar sem verðið stendur nánast í stað milli mælinga.

Mesta hækkunin á tímabilinu er hjá Iceland eða 16 prósent, tíu prósent hjá Krónunni og níu prósent hjá Víði. Frá því í fyrra má sjá hækkanir í öllum vöruflokkum, mjólkurvörur og sætindi hafa þannig hækkað í öllum verslununum. Mest hafa grænmeti og ávextir hækkað, um allt að 25 prósent.

„Þegar hækkunin fer upp í tíu prósent þá er fyrsta hugsunin sú að þarna sé verið að hækka álagningu, án þess að ég hafi forsendur til þess að meta það,“ segir Jóhannes en engar augljósar ástæður eru fyrir hækkuninni að hans mati.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×