Innlent

Segir fólk verða að sætta sig við byggingu Landspítala

Jón Gnarr borgarstjóri er ánægður með samkomulag um framtíðaruppbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss sem var undirritað í morgun. Hann segir nauðsynlegt að fólk átti sig á því að verið er að byggja spítala í þágu almennings.

Það voru Jón Gnarr borgarstjóri, Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sem undirrituðu samkomulagið. Samkomulagið er þó háð endanlegu samþykki og gildistöku deiliskipulags á svæðinu. Í fyrirliggjandi tillögum að deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að það byggingarmagn sem áður hafði verið gert ráð fyrir á A, B, C og U-reitum verði nú komið fyrir á A og B reit, samkvæmt tilkynningu.

Borgarstjóri segir helsta kostinn við nýja spítalann vera þann að Íslendingar eru að fá tæknivæddan og góðan spítala á góðum stað.

Jón telur að þeir einstaklingar sem hafa verið ósáttir með tilkomu nýja spítalans eigi eftir að sætta sig við bygginguna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×