Innlent

Segir forsetaframboð úr smiðju 365 miðla og RÚV

Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi og athafnamaður, skoraði á fjölmiðla að veita nú öllum forsetaframboðum jafnan aðgang til að kynna sín stefnumál á blaðamannafundi sem hann hélt á heimili sínu í dag. Þar gagnrýndi hann fjölmiðla harðlega fyrir ójafna umfjöllun um forsetaframbjóðendur. Nefnir hann Fréttablaðið sérstaklega í þessum samhengi og segist hafa fengið lítið pláss í blaðinu til þess að koma sínum málum áleiðis.

Þá segir Ástþór í tilkynningu sinni: „Við þurfum ekki að líta lengra aftur en til ofangreinds samanburðar og forsetaframboðs úr smiðju 365 og RÚV til að sjá vald fjölmiðlanna í hnotskurn. Fólkið sem stjórnar RÚV í dag vann áður fyrir eiganda 365 miðla eins og frambjóðandinn sjálfur."

Hann bætir svo við: „Framboðinu er meistaralega leikstýrt af leikstjóranum sem bjó til grínkarakterinn Silvíu Nótt og borgarstjórann Jón Gnarr. Það er hollt og nauðsynlegt lýðræðinu að kryfja þetta til mergjar."

Þarna er hann að vísa til framboðs Þóru Arnórsdóttur, sem hann vill meina að sé úr smiðju 365 og RÚV. Leikstjórinn sem hann vísar til er Gaukur Úlfarsson, en hann leikstýrði Silvíu Nótt og kom að framboði Besta flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Hægt er að lesa tilkynningu Ástþórs í heild sinni í viðhengi fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Ætla fjölmiðlar að velja forsetann?

Lykillinn að raunverulegum lýðræðisumbótum liggur hjá fjölmiðlum sem í dag ráðskast með lýðræðið fyrir sérhagsmuni eigenda sinna eða valdaelítuna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×