Innlent

Segir fráleitt að AGS hafi lagt til lokun menningarstofnana

Franek Roswadowski og Mark Flanagan, fulltrúar AGS.
Franek Roswadowski og Mark Flanagan, fulltrúar AGS.
Franek Rozwadowski fastafulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi vísar því alfarið á bug að sjóðurinn hafi á sínum tíma gert tillögu um að loka ríkisreknum menningarstofnunum í sparnaðarskyni.

Þetta fullyrti Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, á Alþingi á föstudag. Í yfirlýsingu sem Roswadowski sendir frá sér í dag vegna þessa segir hann að sjóðurinn hafi ávallt lagt áherslu heildarstærð fjárlagahallans.

„Hornsteinn áætlunarinnar var sú meginregla að ríkisstjórninni væri í sjálfsvald sett hvernig hún ætlaði að ná markmiðum sínum til að minnka fjárlagahallann; hvernig haga ætti skattheimtu og hvar ætti að skera niður," segir Roswadowski og bætir við að það sé því algjörlega rangt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi mælt fyrir niðurskurði hjá einstökum menningarstofnunum eða í einstökum fjárlagaliðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×