Segir gagnrýni forsetans koma of seint Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. janúar 2013 18:40 Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði og fulltrúi í stjórnlagaráði. Gagnrýni forsetans á frumvarp um nýja stjórnarskrá kemur of seint fram að mati Þorvalds Gylfason sem sat í stjórnlagaráði. Hann segir rangt að nýja stjórnarskráin auki völd forsetans. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa lagt mikla áherslu á að afgreiðslu frumvarps um nýja stjórnarskrá ljúki á kjörtímabilinu. Síðast í gær sagði forsætisráðherra þetta mikilvægasta málið sem þyrfti að klára. Ekki náðist í hana í dag vegna málsins. Þorvaldur Gylfason sem sat í stjórnlagaráði segir gagnrýni forsetans á frumvarpið koma of seint fram. „Því hún hefði þurft að koma fram þegar þegar að stjórnalagaráð sat að störfum eða þegar að Alþingi var að fara yfir frumvarpið og Alþingi tók sér 9 mánuði til þess áður áður en það beindi spurningum til stjórnlagaráðs," segir Þorvaldur. Hann segir vilja þjóðarinnar skýran enda hafi málið fengið eins lýðræðislega meðferð eins og hugsast gat frá árinu 2009. Hann er ekki sammála þeirri túlkun forsetans að ný stjórnarskrá auki völd hans. Í frumvarpinu séu gerðar tvær höfuðbreytingar á hlutverki forseta Íslands. Annars vegar þurfi hann að deila málskotsréttinum með þjóðinni sem dragi úr áhrifavaldi hans og hins vegar fái hann eftirlitshlutverk með skipan embættismanna sem auki áhrif hans innan stjórnkerfisins. „Ég lít svo á að á heildina litið þá sé staða forsetans svipuð því sem hún hefur verið allan lýðveldistímann," segir hann. Þorvaldur segir Alþingi nú hafa ákveðið að efnislegri umræðu sé lokið og aðeins eftir breytingar á orðalagi. „Þá er bara orðið of seint að ætla að rífa lestina af teinunum. Lestin er komin á teinana og endir málsins er í augsýn og þá byrja menn ekki að þrefa um efnisatriði sem þeir hefðu átt að vera löngu búnir að vekja máls á ef þeim væri einhver alvara með því," segir hann. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Gagnrýni forsetans á frumvarp um nýja stjórnarskrá kemur of seint fram að mati Þorvalds Gylfason sem sat í stjórnlagaráði. Hann segir rangt að nýja stjórnarskráin auki völd forsetans. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa lagt mikla áherslu á að afgreiðslu frumvarps um nýja stjórnarskrá ljúki á kjörtímabilinu. Síðast í gær sagði forsætisráðherra þetta mikilvægasta málið sem þyrfti að klára. Ekki náðist í hana í dag vegna málsins. Þorvaldur Gylfason sem sat í stjórnlagaráði segir gagnrýni forsetans á frumvarpið koma of seint fram. „Því hún hefði þurft að koma fram þegar þegar að stjórnalagaráð sat að störfum eða þegar að Alþingi var að fara yfir frumvarpið og Alþingi tók sér 9 mánuði til þess áður áður en það beindi spurningum til stjórnlagaráðs," segir Þorvaldur. Hann segir vilja þjóðarinnar skýran enda hafi málið fengið eins lýðræðislega meðferð eins og hugsast gat frá árinu 2009. Hann er ekki sammála þeirri túlkun forsetans að ný stjórnarskrá auki völd hans. Í frumvarpinu séu gerðar tvær höfuðbreytingar á hlutverki forseta Íslands. Annars vegar þurfi hann að deila málskotsréttinum með þjóðinni sem dragi úr áhrifavaldi hans og hins vegar fái hann eftirlitshlutverk með skipan embættismanna sem auki áhrif hans innan stjórnkerfisins. „Ég lít svo á að á heildina litið þá sé staða forsetans svipuð því sem hún hefur verið allan lýðveldistímann," segir hann. Þorvaldur segir Alþingi nú hafa ákveðið að efnislegri umræðu sé lokið og aðeins eftir breytingar á orðalagi. „Þá er bara orðið of seint að ætla að rífa lestina af teinunum. Lestin er komin á teinana og endir málsins er í augsýn og þá byrja menn ekki að þrefa um efnisatriði sem þeir hefðu átt að vera löngu búnir að vekja máls á ef þeim væri einhver alvara með því," segir hann.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira