Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. apríl 2015 07:00 Ingibjörg Kristjánsdóttir. „Við einfaldlega getum ekki sætt okkur við að Hæstiréttur Íslands dæmi menn í margra ára fangelsi á grundvelli misskilnings,“ segir Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, í grein í Fréttablaðinu í dag. Ólafur Ólafsson, afplánar fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm sem hann fékk í Hæstarétti vegna Al Thani-málsins. „Í upphafsforsendum dómsins vísar Hæstiréttur til símtals í gögnum málsins, þar sem fram kemur að ítrekað hafi verið rætt við „Óla“ um nákvæma útfærslu viðskiptanna. Hæstiréttur fer mannavillt í rökstuðningi sínum og ályktar að hér sé átt við eiginmann minn, Ólaf Ólafsson, en hið rétta er að um er að ræða lögfræðing með sama fornafni sem er sérfræðingur í lögum um kauphallarviðskipti,“ fullyrðir Ingibjörg í grein sinni. Ingibjörg segir bæði ákæruvaldið og héraðsdóm hafa áttað sig á að umrætt samtal hafi ekki verið við eiginmann hennar.Ólafur Ólafsson„Þessi misskilningur er grafalvarlegur, enda dregur Hæstiréttur mjög víðtækar ályktanir af þessu samtali strax í upphafi,“ skrifar Ingibjörg. Þá ræðir Ingibjörg hlut Al Thani-frændanna. „Ef við gefum okkur að ákæran sé sannleikanum samkvæm, þá hljóta þessir menn að vera jafn sekir og aðrir er tengjast málinu.“ Ingibjörg segir dómara Hæstaréttar hafa klæðst allt í senn fötum rannsakenda, saksóknara og dómara. „Að mínu mati er þöggun um jafnmikilvægt málefni hættuleg samfélaginu, hættuleg leið til að komast upp með ofbeldi af verstu tegund,“ segir hún. „Ég sé ekki annað, miðað við orðalag Hæstaréttar, en að þarna sé einhver misskilningur og það hvarflar að manni að úrslit málsins hefðu getað orðið önnur ef réttur skilningur hefði verið á,“ segir Þórólfur Jónsson, lögmaður Ólafs Ólafssonar. Um sé að ræða grundvallaratriði sem margt í málinu hvíli á. Næstu skref séu til skoðunar. „Eitt af því sem menn eiga rétt á að óska eftir, ef misskilnings gætir um atvik máls, er að það sé endurupptekið,“ bendir lögmaðurinn á. Tengdar fréttir Segir ákærðu í Al-Thani málinu saklausa „Þöggunin hættuleg samfélaginu“ 17. janúar 2014 13:56 Al Thani málið og niðurstaða Hæstaréttar Eiginmaður minn til 30 ára, Ólafur Ólafsson, afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, fyrir hlutdeild í meintri markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu. Það er erfitt að horfa upp á maka sinn dæmdan og sviptan frelsi, hvað þá þegar sannfæringin um sakleysi hans er svo yfirþyrmandi sterk, enda niðurstaða Hæstaréttar byggð á misskilningi. 7. apríl 2015 08:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
„Við einfaldlega getum ekki sætt okkur við að Hæstiréttur Íslands dæmi menn í margra ára fangelsi á grundvelli misskilnings,“ segir Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, í grein í Fréttablaðinu í dag. Ólafur Ólafsson, afplánar fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm sem hann fékk í Hæstarétti vegna Al Thani-málsins. „Í upphafsforsendum dómsins vísar Hæstiréttur til símtals í gögnum málsins, þar sem fram kemur að ítrekað hafi verið rætt við „Óla“ um nákvæma útfærslu viðskiptanna. Hæstiréttur fer mannavillt í rökstuðningi sínum og ályktar að hér sé átt við eiginmann minn, Ólaf Ólafsson, en hið rétta er að um er að ræða lögfræðing með sama fornafni sem er sérfræðingur í lögum um kauphallarviðskipti,“ fullyrðir Ingibjörg í grein sinni. Ingibjörg segir bæði ákæruvaldið og héraðsdóm hafa áttað sig á að umrætt samtal hafi ekki verið við eiginmann hennar.Ólafur Ólafsson„Þessi misskilningur er grafalvarlegur, enda dregur Hæstiréttur mjög víðtækar ályktanir af þessu samtali strax í upphafi,“ skrifar Ingibjörg. Þá ræðir Ingibjörg hlut Al Thani-frændanna. „Ef við gefum okkur að ákæran sé sannleikanum samkvæm, þá hljóta þessir menn að vera jafn sekir og aðrir er tengjast málinu.“ Ingibjörg segir dómara Hæstaréttar hafa klæðst allt í senn fötum rannsakenda, saksóknara og dómara. „Að mínu mati er þöggun um jafnmikilvægt málefni hættuleg samfélaginu, hættuleg leið til að komast upp með ofbeldi af verstu tegund,“ segir hún. „Ég sé ekki annað, miðað við orðalag Hæstaréttar, en að þarna sé einhver misskilningur og það hvarflar að manni að úrslit málsins hefðu getað orðið önnur ef réttur skilningur hefði verið á,“ segir Þórólfur Jónsson, lögmaður Ólafs Ólafssonar. Um sé að ræða grundvallaratriði sem margt í málinu hvíli á. Næstu skref séu til skoðunar. „Eitt af því sem menn eiga rétt á að óska eftir, ef misskilnings gætir um atvik máls, er að það sé endurupptekið,“ bendir lögmaðurinn á.
Tengdar fréttir Segir ákærðu í Al-Thani málinu saklausa „Þöggunin hættuleg samfélaginu“ 17. janúar 2014 13:56 Al Thani málið og niðurstaða Hæstaréttar Eiginmaður minn til 30 ára, Ólafur Ólafsson, afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, fyrir hlutdeild í meintri markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu. Það er erfitt að horfa upp á maka sinn dæmdan og sviptan frelsi, hvað þá þegar sannfæringin um sakleysi hans er svo yfirþyrmandi sterk, enda niðurstaða Hæstaréttar byggð á misskilningi. 7. apríl 2015 08:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Al Thani málið og niðurstaða Hæstaréttar Eiginmaður minn til 30 ára, Ólafur Ólafsson, afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, fyrir hlutdeild í meintri markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu. Það er erfitt að horfa upp á maka sinn dæmdan og sviptan frelsi, hvað þá þegar sannfæringin um sakleysi hans er svo yfirþyrmandi sterk, enda niðurstaða Hæstaréttar byggð á misskilningi. 7. apríl 2015 08:00