Segir hátt í 170 hafa séð fljúgandi furðuhluti á Íslandi 22. apríl 2013 21:54 Magnús Skarphéðinsson, formaður félags áhugamanna um fljúgandi furðuhluti, segir að hann hafi skráð um 170 reynslusögur einstaklinga á Íslandi sem hafa séð fljúgandi furðuhluti. Þar af séu um 30 frásagnir mjög nákvæmar. Þetta kom fram í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 þar sem rætt var við Magnús í tilefni af því að heimildarmyndin Sirius var frumsýnd í dag. Myndin hefur vakið heimsathygli þar sem aðstandendur myndarinnar, hópur bandarískra kvikmyndagerðarmanna, fullyrða að smávaxin geimvera hafi fundist í eyðimörkinni í Síle. Framleiðendur myndarinnar halda því fram að geimveran sé ævaforn og afar smávaxin í þokkabót, eða fimmtán sentímetrar. Í heimildarmyndinni er jafnframt rýnt í erfðaefni verunnar en kvikmyndagerðarmennirnir fullyrða að genamengi hennar eigi ekki hliðstæðu í náttúru jarðarinnar. Magnús segir í Síðdegisútvarpinu að hann fagni því að vönduð heimildarmynd hafi verið gerð um málefnið og bætir við að það sé í raun undarlegt að menn skuli telja nokkurn vafa á því að það sé líf á öðrum hnöttum þar sem frásagnir um heimsóknir vera frá öðrum plánetu séu milljónir talsins. Magnús segir að á Íslandi hafi hann tekið saman á milli 160 og 170 frásagnir. Um sannleiksgildi þeirra segir hann að viðtölin séu tekin upp og svo rætt aftur við vitni ári síðar. Þannig sé hægt að sannreyna frásagnir ef smáatriðin stemma í hvert skiptið sem viðtölin eru tekin. Hann segir raunar helming vitnisburðanna fjalla um ljós á næturhimninum, sem hann telur líklegast fljúgandi furðuhluti. „En svo eru til frásagnir eins og þegar Alda Jónsdóttir og maður hennar sáu á Norðlingabrautinni þrjá silfurlitaða diska koma yfir rauðavatnið, þeir stoppuðu þar í smástund og skutust svo í burtu,“ segir Magnús. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Stiklu úr heimildarmyndinni má sjá hér fyrir ofan. Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Magnús Skarphéðinsson, formaður félags áhugamanna um fljúgandi furðuhluti, segir að hann hafi skráð um 170 reynslusögur einstaklinga á Íslandi sem hafa séð fljúgandi furðuhluti. Þar af séu um 30 frásagnir mjög nákvæmar. Þetta kom fram í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 þar sem rætt var við Magnús í tilefni af því að heimildarmyndin Sirius var frumsýnd í dag. Myndin hefur vakið heimsathygli þar sem aðstandendur myndarinnar, hópur bandarískra kvikmyndagerðarmanna, fullyrða að smávaxin geimvera hafi fundist í eyðimörkinni í Síle. Framleiðendur myndarinnar halda því fram að geimveran sé ævaforn og afar smávaxin í þokkabót, eða fimmtán sentímetrar. Í heimildarmyndinni er jafnframt rýnt í erfðaefni verunnar en kvikmyndagerðarmennirnir fullyrða að genamengi hennar eigi ekki hliðstæðu í náttúru jarðarinnar. Magnús segir í Síðdegisútvarpinu að hann fagni því að vönduð heimildarmynd hafi verið gerð um málefnið og bætir við að það sé í raun undarlegt að menn skuli telja nokkurn vafa á því að það sé líf á öðrum hnöttum þar sem frásagnir um heimsóknir vera frá öðrum plánetu séu milljónir talsins. Magnús segir að á Íslandi hafi hann tekið saman á milli 160 og 170 frásagnir. Um sannleiksgildi þeirra segir hann að viðtölin séu tekin upp og svo rætt aftur við vitni ári síðar. Þannig sé hægt að sannreyna frásagnir ef smáatriðin stemma í hvert skiptið sem viðtölin eru tekin. Hann segir raunar helming vitnisburðanna fjalla um ljós á næturhimninum, sem hann telur líklegast fljúgandi furðuhluti. „En svo eru til frásagnir eins og þegar Alda Jónsdóttir og maður hennar sáu á Norðlingabrautinni þrjá silfurlitaða diska koma yfir rauðavatnið, þeir stoppuðu þar í smástund og skutust svo í burtu,“ segir Magnús. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Stiklu úr heimildarmyndinni má sjá hér fyrir ofan.
Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira