Innlent

Segir hreinsun Kolgrafarfjarðar ekki á ábyrgð landeigenda

Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur útilokað að ábyrgð og kostnaður vegna hreinsunar í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi geti legið hjá landeigendum eða sveitarfélaginu, að því er segir i ályktun bæjarstjórnarinnar.

Hátt í 30 þúsund tonn af dauðri síld er nú að rotna á botni fjarðarins og í fjörum hans. Sveitarstjórnin telur að við blasi alvarlegt umhverfisslys og hefur áhyggjur af hversu langan tíma tekur að setja fram aðgerðaráætlun.

Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar og umhverfisstofnunar mátu aðstæður í firðinum fyrir helgi og er niðurstöðu að vænta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×