Segir íslensku geitina geta unnið fyrir sér Þorgils Jónsson skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Mynd/Kristín Eva Þrátt fyrir að geitastofninn á Íslandi hafi verið á stöðugri uppleið síðustu árin og telji nú rúmlega 800 dýr telst hann enn í útrýmingarhættu. Meðal þess sem hamlar eflingu stofnsins er hve afurðir dýranna eru illa nýttar. Á föstudaginn er dagur geitarinnar og af því tilefni heldur Erfðanefnd landbúnaðarins málþing um íslensku geitina. Málþingið fer fram í Þjóðminjasafni Íslands og stendur frá klukkan 13 til 16. Geiturnar 800 eru í eigu um 50 einstaklinga hér á landi, en í flestum tilfellum er um að ræða frístundabúskap og gagnger geitabúskapur er aðeins á einu eða tveimur býlum. Dominique Plédel Jónsson, sem er í stjórn Geitfjárseturs, áhugafólks um geitastofninn, segir að lykillinn að því að gera stofninn sjálfbæran sé að dreifa geitinni betur um landið og nýta afurðirnar að fullu. "Við þurfum að setja upp fræðslusetur um geitur og geitaafurðir og út frá því þarf að koma upp sérhæfðri aðstöðu til að vinna geitaafurðir við býlið." Hugmyndin, segir Dominique, er að setja upp aðstöðu við Háafell í Borgarfirði þar sem stærsta geitabú landsins er rekið af Jóhönnu Þorvaldsdóttur og Þorbirni Oddssyni, manni hennar. "Það er ekki hægt að halda uppi dýrastofni einfaldlega sem gæludýrum, en geitur geta vel unnið fyrir sér," segir Jóhanna og vísar þar til afurða eins og mjólkur, osta, ullar og skinns, auk þess sem sápur og krem eru unnin úr geitatólg. Jóhanna segir mikinn áhuga á geitaafurðum og hundruð manna sæki býlið heim á sumri. Áhugi stjórnvalda sé þó ekki eins mikill, sem sé skrítið í ljósi þess að yfirvöldum beri að vernda stofna á válista. "Það er fráleitt að þurfa að fara ár eftir ár til að sækja aðstoð upp í ráðuneyti. Í þau fjórtán ár sem ég hef staðið í þessu hefur ekki tekist að marka nokkurn farveg eða stefnu fyrir geitastofninn," segir Jóhanna. Hún segist loks vonast til þess að málþingið muni vekja athygli á stöðunni og verða hvatning til þess að ástandið breytist til batnaðar í framhaldinu. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Þrátt fyrir að geitastofninn á Íslandi hafi verið á stöðugri uppleið síðustu árin og telji nú rúmlega 800 dýr telst hann enn í útrýmingarhættu. Meðal þess sem hamlar eflingu stofnsins er hve afurðir dýranna eru illa nýttar. Á föstudaginn er dagur geitarinnar og af því tilefni heldur Erfðanefnd landbúnaðarins málþing um íslensku geitina. Málþingið fer fram í Þjóðminjasafni Íslands og stendur frá klukkan 13 til 16. Geiturnar 800 eru í eigu um 50 einstaklinga hér á landi, en í flestum tilfellum er um að ræða frístundabúskap og gagnger geitabúskapur er aðeins á einu eða tveimur býlum. Dominique Plédel Jónsson, sem er í stjórn Geitfjárseturs, áhugafólks um geitastofninn, segir að lykillinn að því að gera stofninn sjálfbæran sé að dreifa geitinni betur um landið og nýta afurðirnar að fullu. "Við þurfum að setja upp fræðslusetur um geitur og geitaafurðir og út frá því þarf að koma upp sérhæfðri aðstöðu til að vinna geitaafurðir við býlið." Hugmyndin, segir Dominique, er að setja upp aðstöðu við Háafell í Borgarfirði þar sem stærsta geitabú landsins er rekið af Jóhönnu Þorvaldsdóttur og Þorbirni Oddssyni, manni hennar. "Það er ekki hægt að halda uppi dýrastofni einfaldlega sem gæludýrum, en geitur geta vel unnið fyrir sér," segir Jóhanna og vísar þar til afurða eins og mjólkur, osta, ullar og skinns, auk þess sem sápur og krem eru unnin úr geitatólg. Jóhanna segir mikinn áhuga á geitaafurðum og hundruð manna sæki býlið heim á sumri. Áhugi stjórnvalda sé þó ekki eins mikill, sem sé skrítið í ljósi þess að yfirvöldum beri að vernda stofna á válista. "Það er fráleitt að þurfa að fara ár eftir ár til að sækja aðstoð upp í ráðuneyti. Í þau fjórtán ár sem ég hef staðið í þessu hefur ekki tekist að marka nokkurn farveg eða stefnu fyrir geitastofninn," segir Jóhanna. Hún segist loks vonast til þess að málþingið muni vekja athygli á stöðunni og verða hvatning til þess að ástandið breytist til batnaðar í framhaldinu.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira