Segir íslensku geitina geta unnið fyrir sér Þorgils Jónsson skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Mynd/Kristín Eva Þrátt fyrir að geitastofninn á Íslandi hafi verið á stöðugri uppleið síðustu árin og telji nú rúmlega 800 dýr telst hann enn í útrýmingarhættu. Meðal þess sem hamlar eflingu stofnsins er hve afurðir dýranna eru illa nýttar. Á föstudaginn er dagur geitarinnar og af því tilefni heldur Erfðanefnd landbúnaðarins málþing um íslensku geitina. Málþingið fer fram í Þjóðminjasafni Íslands og stendur frá klukkan 13 til 16. Geiturnar 800 eru í eigu um 50 einstaklinga hér á landi, en í flestum tilfellum er um að ræða frístundabúskap og gagnger geitabúskapur er aðeins á einu eða tveimur býlum. Dominique Plédel Jónsson, sem er í stjórn Geitfjárseturs, áhugafólks um geitastofninn, segir að lykillinn að því að gera stofninn sjálfbæran sé að dreifa geitinni betur um landið og nýta afurðirnar að fullu. "Við þurfum að setja upp fræðslusetur um geitur og geitaafurðir og út frá því þarf að koma upp sérhæfðri aðstöðu til að vinna geitaafurðir við býlið." Hugmyndin, segir Dominique, er að setja upp aðstöðu við Háafell í Borgarfirði þar sem stærsta geitabú landsins er rekið af Jóhönnu Þorvaldsdóttur og Þorbirni Oddssyni, manni hennar. "Það er ekki hægt að halda uppi dýrastofni einfaldlega sem gæludýrum, en geitur geta vel unnið fyrir sér," segir Jóhanna og vísar þar til afurða eins og mjólkur, osta, ullar og skinns, auk þess sem sápur og krem eru unnin úr geitatólg. Jóhanna segir mikinn áhuga á geitaafurðum og hundruð manna sæki býlið heim á sumri. Áhugi stjórnvalda sé þó ekki eins mikill, sem sé skrítið í ljósi þess að yfirvöldum beri að vernda stofna á válista. "Það er fráleitt að þurfa að fara ár eftir ár til að sækja aðstoð upp í ráðuneyti. Í þau fjórtán ár sem ég hef staðið í þessu hefur ekki tekist að marka nokkurn farveg eða stefnu fyrir geitastofninn," segir Jóhanna. Hún segist loks vonast til þess að málþingið muni vekja athygli á stöðunni og verða hvatning til þess að ástandið breytist til batnaðar í framhaldinu. Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Þrátt fyrir að geitastofninn á Íslandi hafi verið á stöðugri uppleið síðustu árin og telji nú rúmlega 800 dýr telst hann enn í útrýmingarhættu. Meðal þess sem hamlar eflingu stofnsins er hve afurðir dýranna eru illa nýttar. Á föstudaginn er dagur geitarinnar og af því tilefni heldur Erfðanefnd landbúnaðarins málþing um íslensku geitina. Málþingið fer fram í Þjóðminjasafni Íslands og stendur frá klukkan 13 til 16. Geiturnar 800 eru í eigu um 50 einstaklinga hér á landi, en í flestum tilfellum er um að ræða frístundabúskap og gagnger geitabúskapur er aðeins á einu eða tveimur býlum. Dominique Plédel Jónsson, sem er í stjórn Geitfjárseturs, áhugafólks um geitastofninn, segir að lykillinn að því að gera stofninn sjálfbæran sé að dreifa geitinni betur um landið og nýta afurðirnar að fullu. "Við þurfum að setja upp fræðslusetur um geitur og geitaafurðir og út frá því þarf að koma upp sérhæfðri aðstöðu til að vinna geitaafurðir við býlið." Hugmyndin, segir Dominique, er að setja upp aðstöðu við Háafell í Borgarfirði þar sem stærsta geitabú landsins er rekið af Jóhönnu Þorvaldsdóttur og Þorbirni Oddssyni, manni hennar. "Það er ekki hægt að halda uppi dýrastofni einfaldlega sem gæludýrum, en geitur geta vel unnið fyrir sér," segir Jóhanna og vísar þar til afurða eins og mjólkur, osta, ullar og skinns, auk þess sem sápur og krem eru unnin úr geitatólg. Jóhanna segir mikinn áhuga á geitaafurðum og hundruð manna sæki býlið heim á sumri. Áhugi stjórnvalda sé þó ekki eins mikill, sem sé skrítið í ljósi þess að yfirvöldum beri að vernda stofna á válista. "Það er fráleitt að þurfa að fara ár eftir ár til að sækja aðstoð upp í ráðuneyti. Í þau fjórtán ár sem ég hef staðið í þessu hefur ekki tekist að marka nokkurn farveg eða stefnu fyrir geitastofninn," segir Jóhanna. Hún segist loks vonast til þess að málþingið muni vekja athygli á stöðunni og verða hvatning til þess að ástandið breytist til batnaðar í framhaldinu.
Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira