Segir íslensku geitina geta unnið fyrir sér Þorgils Jónsson skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Mynd/Kristín Eva Þrátt fyrir að geitastofninn á Íslandi hafi verið á stöðugri uppleið síðustu árin og telji nú rúmlega 800 dýr telst hann enn í útrýmingarhættu. Meðal þess sem hamlar eflingu stofnsins er hve afurðir dýranna eru illa nýttar. Á föstudaginn er dagur geitarinnar og af því tilefni heldur Erfðanefnd landbúnaðarins málþing um íslensku geitina. Málþingið fer fram í Þjóðminjasafni Íslands og stendur frá klukkan 13 til 16. Geiturnar 800 eru í eigu um 50 einstaklinga hér á landi, en í flestum tilfellum er um að ræða frístundabúskap og gagnger geitabúskapur er aðeins á einu eða tveimur býlum. Dominique Plédel Jónsson, sem er í stjórn Geitfjárseturs, áhugafólks um geitastofninn, segir að lykillinn að því að gera stofninn sjálfbæran sé að dreifa geitinni betur um landið og nýta afurðirnar að fullu. "Við þurfum að setja upp fræðslusetur um geitur og geitaafurðir og út frá því þarf að koma upp sérhæfðri aðstöðu til að vinna geitaafurðir við býlið." Hugmyndin, segir Dominique, er að setja upp aðstöðu við Háafell í Borgarfirði þar sem stærsta geitabú landsins er rekið af Jóhönnu Þorvaldsdóttur og Þorbirni Oddssyni, manni hennar. "Það er ekki hægt að halda uppi dýrastofni einfaldlega sem gæludýrum, en geitur geta vel unnið fyrir sér," segir Jóhanna og vísar þar til afurða eins og mjólkur, osta, ullar og skinns, auk þess sem sápur og krem eru unnin úr geitatólg. Jóhanna segir mikinn áhuga á geitaafurðum og hundruð manna sæki býlið heim á sumri. Áhugi stjórnvalda sé þó ekki eins mikill, sem sé skrítið í ljósi þess að yfirvöldum beri að vernda stofna á válista. "Það er fráleitt að þurfa að fara ár eftir ár til að sækja aðstoð upp í ráðuneyti. Í þau fjórtán ár sem ég hef staðið í þessu hefur ekki tekist að marka nokkurn farveg eða stefnu fyrir geitastofninn," segir Jóhanna. Hún segist loks vonast til þess að málþingið muni vekja athygli á stöðunni og verða hvatning til þess að ástandið breytist til batnaðar í framhaldinu. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þrátt fyrir að geitastofninn á Íslandi hafi verið á stöðugri uppleið síðustu árin og telji nú rúmlega 800 dýr telst hann enn í útrýmingarhættu. Meðal þess sem hamlar eflingu stofnsins er hve afurðir dýranna eru illa nýttar. Á föstudaginn er dagur geitarinnar og af því tilefni heldur Erfðanefnd landbúnaðarins málþing um íslensku geitina. Málþingið fer fram í Þjóðminjasafni Íslands og stendur frá klukkan 13 til 16. Geiturnar 800 eru í eigu um 50 einstaklinga hér á landi, en í flestum tilfellum er um að ræða frístundabúskap og gagnger geitabúskapur er aðeins á einu eða tveimur býlum. Dominique Plédel Jónsson, sem er í stjórn Geitfjárseturs, áhugafólks um geitastofninn, segir að lykillinn að því að gera stofninn sjálfbæran sé að dreifa geitinni betur um landið og nýta afurðirnar að fullu. "Við þurfum að setja upp fræðslusetur um geitur og geitaafurðir og út frá því þarf að koma upp sérhæfðri aðstöðu til að vinna geitaafurðir við býlið." Hugmyndin, segir Dominique, er að setja upp aðstöðu við Háafell í Borgarfirði þar sem stærsta geitabú landsins er rekið af Jóhönnu Þorvaldsdóttur og Þorbirni Oddssyni, manni hennar. "Það er ekki hægt að halda uppi dýrastofni einfaldlega sem gæludýrum, en geitur geta vel unnið fyrir sér," segir Jóhanna og vísar þar til afurða eins og mjólkur, osta, ullar og skinns, auk þess sem sápur og krem eru unnin úr geitatólg. Jóhanna segir mikinn áhuga á geitaafurðum og hundruð manna sæki býlið heim á sumri. Áhugi stjórnvalda sé þó ekki eins mikill, sem sé skrítið í ljósi þess að yfirvöldum beri að vernda stofna á válista. "Það er fráleitt að þurfa að fara ár eftir ár til að sækja aðstoð upp í ráðuneyti. Í þau fjórtán ár sem ég hef staðið í þessu hefur ekki tekist að marka nokkurn farveg eða stefnu fyrir geitastofninn," segir Jóhanna. Hún segist loks vonast til þess að málþingið muni vekja athygli á stöðunni og verða hvatning til þess að ástandið breytist til batnaðar í framhaldinu.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira