Segir kirkjuna hafa haft frumkvæði að komu hælisleitenda Jakob Bjarnar skrifar 7. júlí 2016 16:33 Helgi Magnús segir prestana hafa haft frumkvæði að komu hælisleitenda og því sé ekki um það að ræða að þeir hafi leitað þangað í nauðum sínum. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segist hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að prestar Laugarneskirkju hafi haft frumkvæði að því að hælisleitendur komu til kirkju. Það sé því ekki um það að ræða að þeir hafi leitað þangað í nauðum. Atvikið í Laugarneskirkju, þegar lögreglan kom og handtók tvo hælisleitendur sem þar voru, hefur vakið mikla athygli og virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Eins og Vísir fjallaði ítarlega um fyrr í dag. Mennirnir voru ekki að leita til kirkjunnar heldur svara kalli Helgi Magnús hefur gagnrýnt þjóðkirkjuna mjög vegna málsins og afstöðu hennar til málsins. Hann hefur talað um að þetta sé PR-stönt. Og hefur sitthvað til síns máls ef marka má eftirfarandi orð hans: „Ég hef fengið áreiðanlegar upplýsingar sem ég treysti um að annar mannanna hafi gefið þá skýringu við lögreglu eftir handtökuna að þetta hafi ekki verið þeirra hugmynd heldur hafi umræddir prestar hringt í þá og boðið þeim að koma í kirkjuna. Hvort þar réði mestu umhyggja fyrir mönnunum eða áhugi á að setja upp sýningu fyrir No Border kverúlantaklúbbinn veit ég ekki. Mennirnir voru því ekki samkvæmt þessu að leita til kirkjunnar á örlagatíma í lífi sínu heldur að svara kalli kirkjunnar. Ég tel þetta enn fráleitara en það leit út við fyrstu sýn,“ segir Helgi Magnús. Séra Kristín telur þetta ekki breyta eðli máls Vísir bar þessi orð undir Séra Kristínu Þórunni Tómasdóttur en hún segist ekki hafa verið í sambandi við mennina heldur hafi það Séra Toshiki Toma. „Hann sagði að þeir hefðu viljað leita til kirkjunnar og ég hef gengið út frá því. Þannig að ég get ekki staðfest eða hrakið þetta.“ Vísir reyndi að ná í Séra Toshiki Toma en hann tók ekki símann við það tækifæri. Séra Kristínu finnst þetta ekki breyta eðli málsins, þá í tengslum við þann þátt málsins að um hafi verið að ræða PR-stönt. „Nei, ég get ekki sagt það. PR-stönt eða ekki PR-stönt, það eiga sér ótal brottvísanir stað og flestar fá enga athygli. Svo hefur það sýnt sig í þeim málum þar sem athygli almennings hefur verið fönguð, það hefur haft heilmikið að segja. Þannig að það var náttúrlega, þvert á að reyna að fela þá eða stinga lögguna af var þetta galopið til að fólk gæti fylgst með.“ Vill þrauka áfram í þjóðkirkjunni Helgi Magnús vararíkissaksóknari segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð við orðum sínum um þetta atvik. „En einhverjir halda áfram að ræða málið á þeim nótum að það eigi ekki að virða ákvarðanir útlendingastofnunar af því að þeir viti betur og þær séu rangar, lögin ólög. Sömu efast um lagaheimildir og virðast telja að þeir eigi bara að virða þær ákvarðanir og þau lög sem þeim líkar. Þá vaða uppi fullyrðingar þessara sömu sem telja sig geta fullyrt að ekki sé forsvaranlegt að senda menn til baka til Íraks og svo framvegis, allt án sýnilegra raka. Yfir það heila held ég að þjóðkirkjan okkar, þessir prestar og biskup séu búin að koma sér í vandræði með þessu.“ Vísir greindi frá því að Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum sé búinn að segja sig úr þjóðkirkjunni og spurði Helga Magnús hvort hann hafi hugleitt það sjálfur? „Já, ég hef íhugað að segja mig úr þjóðkirkjunni en ég vil þrauka. Komi upp svona atvik aftur mun ég ekki hika og ég ætlast til þess að biskup sjái til þess að þetta komi ekki fyrir aftur eða eitthvað svipað.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Ólafur Helgi lögreglustjóri hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni Kirkjan í úlfakreppu vegna atviksins í Laugarneskirkju. 7. júlí 2016 11:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segist hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að prestar Laugarneskirkju hafi haft frumkvæði að því að hælisleitendur komu til kirkju. Það sé því ekki um það að ræða að þeir hafi leitað þangað í nauðum. Atvikið í Laugarneskirkju, þegar lögreglan kom og handtók tvo hælisleitendur sem þar voru, hefur vakið mikla athygli og virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Eins og Vísir fjallaði ítarlega um fyrr í dag. Mennirnir voru ekki að leita til kirkjunnar heldur svara kalli Helgi Magnús hefur gagnrýnt þjóðkirkjuna mjög vegna málsins og afstöðu hennar til málsins. Hann hefur talað um að þetta sé PR-stönt. Og hefur sitthvað til síns máls ef marka má eftirfarandi orð hans: „Ég hef fengið áreiðanlegar upplýsingar sem ég treysti um að annar mannanna hafi gefið þá skýringu við lögreglu eftir handtökuna að þetta hafi ekki verið þeirra hugmynd heldur hafi umræddir prestar hringt í þá og boðið þeim að koma í kirkjuna. Hvort þar réði mestu umhyggja fyrir mönnunum eða áhugi á að setja upp sýningu fyrir No Border kverúlantaklúbbinn veit ég ekki. Mennirnir voru því ekki samkvæmt þessu að leita til kirkjunnar á örlagatíma í lífi sínu heldur að svara kalli kirkjunnar. Ég tel þetta enn fráleitara en það leit út við fyrstu sýn,“ segir Helgi Magnús. Séra Kristín telur þetta ekki breyta eðli máls Vísir bar þessi orð undir Séra Kristínu Þórunni Tómasdóttur en hún segist ekki hafa verið í sambandi við mennina heldur hafi það Séra Toshiki Toma. „Hann sagði að þeir hefðu viljað leita til kirkjunnar og ég hef gengið út frá því. Þannig að ég get ekki staðfest eða hrakið þetta.“ Vísir reyndi að ná í Séra Toshiki Toma en hann tók ekki símann við það tækifæri. Séra Kristínu finnst þetta ekki breyta eðli málsins, þá í tengslum við þann þátt málsins að um hafi verið að ræða PR-stönt. „Nei, ég get ekki sagt það. PR-stönt eða ekki PR-stönt, það eiga sér ótal brottvísanir stað og flestar fá enga athygli. Svo hefur það sýnt sig í þeim málum þar sem athygli almennings hefur verið fönguð, það hefur haft heilmikið að segja. Þannig að það var náttúrlega, þvert á að reyna að fela þá eða stinga lögguna af var þetta galopið til að fólk gæti fylgst með.“ Vill þrauka áfram í þjóðkirkjunni Helgi Magnús vararíkissaksóknari segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð við orðum sínum um þetta atvik. „En einhverjir halda áfram að ræða málið á þeim nótum að það eigi ekki að virða ákvarðanir útlendingastofnunar af því að þeir viti betur og þær séu rangar, lögin ólög. Sömu efast um lagaheimildir og virðast telja að þeir eigi bara að virða þær ákvarðanir og þau lög sem þeim líkar. Þá vaða uppi fullyrðingar þessara sömu sem telja sig geta fullyrt að ekki sé forsvaranlegt að senda menn til baka til Íraks og svo framvegis, allt án sýnilegra raka. Yfir það heila held ég að þjóðkirkjan okkar, þessir prestar og biskup séu búin að koma sér í vandræði með þessu.“ Vísir greindi frá því að Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum sé búinn að segja sig úr þjóðkirkjunni og spurði Helga Magnús hvort hann hafi hugleitt það sjálfur? „Já, ég hef íhugað að segja mig úr þjóðkirkjunni en ég vil þrauka. Komi upp svona atvik aftur mun ég ekki hika og ég ætlast til þess að biskup sjái til þess að þetta komi ekki fyrir aftur eða eitthvað svipað.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Ólafur Helgi lögreglustjóri hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni Kirkjan í úlfakreppu vegna atviksins í Laugarneskirkju. 7. júlí 2016 11:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira
Ólafur Helgi lögreglustjóri hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni Kirkjan í úlfakreppu vegna atviksins í Laugarneskirkju. 7. júlí 2016 11:17