Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar 25. apríl 2013 12:06 Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi. „Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. Síðan var áður með sænskt lén. Það er einn af stofnendum síðunnar, Fredrik Neij, sem er skráður fyrir léninu hér á landi. Snæbjörn segir skýr dómafordæmi fyrir því að svona síður séu ólöglegar á Íslandi. „Þessi síða er alveg kolólögleg og við höfum dómafordæmi eins og með síðurnar dcc++ og istorerrent,“ útskýrir hann en dómar féllu í Hæstarétti í báðum málum. Snæbjörn telur því ekki miklar líkur á því að sjóræningjasíðan fái að standa lengi óáreitt með íslenskt lén. „Þetta er bara eins skýrt og það verður,“ bætir hann við. Snæbjörn segist raunar meira undrandi á ákvörðun ISNIC sem útdeilir íslenskum lénum. „Maður hefði haldið að málið væri nokkuð augljóst,“ segir Snæbjörn og bætir við að miðað við þetta sé engar hömlur á því hverskonar síður fái íslensk lén. Spurður hvernig SMÁÍS ætli að bregðast við málinu svarar Snæbjörn að hann eigi enn eftir að ráðfæra sig við sína menn, „enda kom þetta vægast sagt á óvart í morgun.“ Hann bætir við að það verði alveg örugglega gripið til aðgerða, en líklega muni hann byrja á því að beina vinsamlegum tilmælum til ISNIC um að svipta síðuna léninu í ljósi íslenskra laga um vernd á hugverki. Ef það virkar ekki verða frekari aðgerðir skoðaðar. „En annars held ég að það hefði enginn opnað þessa síðu fyrir kosningar, enda augljóslega tapað mál. Það er dálítil kosningalykt af þessu,“ segir Snæbjörn að lokum en síðan er nátengd Píratahreyfingunni í Evrópu og var meðal annars í umsjá sænska Pírataflokksins áður en hún fékk íslenskt lén. Þegar haft var samband við Birgittu Jónsdóttur, eins af forsvarsmönnum Píratanna hér á landi, sagði hún flokkinn hér á landi ekki standa á bak við opnun síðunnar með íslensku léni. Ekki náðist í forsvarsmenn ISNIC vegna málsins. Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
„Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. Síðan var áður með sænskt lén. Það er einn af stofnendum síðunnar, Fredrik Neij, sem er skráður fyrir léninu hér á landi. Snæbjörn segir skýr dómafordæmi fyrir því að svona síður séu ólöglegar á Íslandi. „Þessi síða er alveg kolólögleg og við höfum dómafordæmi eins og með síðurnar dcc++ og istorerrent,“ útskýrir hann en dómar féllu í Hæstarétti í báðum málum. Snæbjörn telur því ekki miklar líkur á því að sjóræningjasíðan fái að standa lengi óáreitt með íslenskt lén. „Þetta er bara eins skýrt og það verður,“ bætir hann við. Snæbjörn segist raunar meira undrandi á ákvörðun ISNIC sem útdeilir íslenskum lénum. „Maður hefði haldið að málið væri nokkuð augljóst,“ segir Snæbjörn og bætir við að miðað við þetta sé engar hömlur á því hverskonar síður fái íslensk lén. Spurður hvernig SMÁÍS ætli að bregðast við málinu svarar Snæbjörn að hann eigi enn eftir að ráðfæra sig við sína menn, „enda kom þetta vægast sagt á óvart í morgun.“ Hann bætir við að það verði alveg örugglega gripið til aðgerða, en líklega muni hann byrja á því að beina vinsamlegum tilmælum til ISNIC um að svipta síðuna léninu í ljósi íslenskra laga um vernd á hugverki. Ef það virkar ekki verða frekari aðgerðir skoðaðar. „En annars held ég að það hefði enginn opnað þessa síðu fyrir kosningar, enda augljóslega tapað mál. Það er dálítil kosningalykt af þessu,“ segir Snæbjörn að lokum en síðan er nátengd Píratahreyfingunni í Evrópu og var meðal annars í umsjá sænska Pírataflokksins áður en hún fékk íslenskt lén. Þegar haft var samband við Birgittu Jónsdóttur, eins af forsvarsmönnum Píratanna hér á landi, sagði hún flokkinn hér á landi ekki standa á bak við opnun síðunnar með íslensku léni. Ekki náðist í forsvarsmenn ISNIC vegna málsins.
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira