Segir lög um ættleiðingar samkynhneigðra ekki hafa náð að þjóna tilgangi sínum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. mars 2013 18:23 Anna Pála vonast til að hægt verði að gera sameiginlegt átak í ættleiðingarmálum samkynhneigðra. „Þetta eru náttúrulega upplýsingar sem koma mér ekki á óvart og okkur sem höfum verið að rótast í þessu," segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78, um svar Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fyrirspurn um ættleiðingar samkynhneigðra. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sendi fyrirspurnina, og í svari Ögmundar kom fram að ekkert íslenskt par af sama kyni hefur ættleitt barn frá því að Alþingi setti lög sem heimila slíkar ættleiðingar árið 2006. „Það er gott að fá staðfestingu á að þetta sé svona. Þegar við vitum að lögin hafa ekki náð að þjóna tilgangi sínum þarf að bæta um betur og tryggja að þau komist í framkvæmd," segir Anna Pála, en bætir því við að svo það geti orðið að veruleika þurfi stjórnvöld að gera ættleiðingarsamning við ríki sem leyfa ættleiðingar samkynhneigðra. Í svari Ögmundar segir að hann hafi ekki haft frumkvæði að því að kanna hjá öðrum ríkjum hvort að vilji sé fyrir því að koma á samkomulagi um frumættleiðingar á börnum til samkynhneigðra hér á landi, en óski löggilt ættleiðingafélög hér á landi eftir því, muni ráðherra veita liðsinni sitt við að koma slíku samstarfi á. „Það er frábært að heyra Ögmund segja þetta. Hjá Íslenskri ættleiðingu hefur samkynhneigt par lengi beðið eftir því að eitthvað fari að gerast, en ég held að ástæðan fyrir því að þessi pör eru ekki fleiri sé einfaldlega sú að fólk sér ekki tilganginn í því að borga há umsýslugjöld, vitandi það að samningur sé ekki fyrir hendi. Það sem ég vonast til er að það verði hægt að gera sameiginlegt átak í þessu og það væri þá eitthvað sem stjórnvöld gætu með pólitískum vilja haft áhrif á. Svo er spurning hvort það sé ekki hægt að vinna þetta með Íslenskri ættleiðingu þannig að þessi lög frá 2006 fari nú að virka." Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Þetta eru náttúrulega upplýsingar sem koma mér ekki á óvart og okkur sem höfum verið að rótast í þessu," segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78, um svar Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fyrirspurn um ættleiðingar samkynhneigðra. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sendi fyrirspurnina, og í svari Ögmundar kom fram að ekkert íslenskt par af sama kyni hefur ættleitt barn frá því að Alþingi setti lög sem heimila slíkar ættleiðingar árið 2006. „Það er gott að fá staðfestingu á að þetta sé svona. Þegar við vitum að lögin hafa ekki náð að þjóna tilgangi sínum þarf að bæta um betur og tryggja að þau komist í framkvæmd," segir Anna Pála, en bætir því við að svo það geti orðið að veruleika þurfi stjórnvöld að gera ættleiðingarsamning við ríki sem leyfa ættleiðingar samkynhneigðra. Í svari Ögmundar segir að hann hafi ekki haft frumkvæði að því að kanna hjá öðrum ríkjum hvort að vilji sé fyrir því að koma á samkomulagi um frumættleiðingar á börnum til samkynhneigðra hér á landi, en óski löggilt ættleiðingafélög hér á landi eftir því, muni ráðherra veita liðsinni sitt við að koma slíku samstarfi á. „Það er frábært að heyra Ögmund segja þetta. Hjá Íslenskri ættleiðingu hefur samkynhneigt par lengi beðið eftir því að eitthvað fari að gerast, en ég held að ástæðan fyrir því að þessi pör eru ekki fleiri sé einfaldlega sú að fólk sér ekki tilganginn í því að borga há umsýslugjöld, vitandi það að samningur sé ekki fyrir hendi. Það sem ég vonast til er að það verði hægt að gera sameiginlegt átak í þessu og það væri þá eitthvað sem stjórnvöld gætu með pólitískum vilja haft áhrif á. Svo er spurning hvort það sé ekki hægt að vinna þetta með Íslenskri ættleiðingu þannig að þessi lög frá 2006 fari nú að virka."
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira