Segir milljarða arðgreiðslur ekki koma veiðigjöldum við Svavar Hávarðarson skrifar 22. nóvember 2014 11:45 Arðgreiðslur voru tvöfalt hærri en greiðslur veiðigjalda hjá HB Granda í fyrra. Vísir/Stefán „Segir það enga sögu hvað eigendurnir ákveða að greiða sér í arð, er það aukaatriði í þessari umræðu eins og mér heyrðist vera haldið fram hér áðan? Nei, ég er ósammála því. Ég er reyndar fullkomlega ósammála því, og ég held að þjóðin sé líka ósammála því,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, í erindi sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni í gær, en þar var í einni málstofu af mörgum krufin spurningin hvað væri sanngjarnt auðlindagjald.Steingrímur J. Sigfússon.Vísir Steingrímur var þar að bregðast við fullyrðingu Daða Más Kristóferssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands, sem í sínu erindi gerði umfjöllun Fréttablaðsins í gær um arðgreiðslur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna og greiðslur þeirra á veiðigjöldum árið 2013 að umtalsefni. Daði vill meina að arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja séu stærð sem komi veiðigjöldum ekkert við. „Segja arðgreiðslur, sem eru tveimur milljörðum hærri en veiðigjöld í heild á árinu 2013, ekki neitt?“ spurði Steingrímur aftur og bætti við að ábyrgir eigendur fyrirtækjanna myndu vart „moka sér út“ meiru í arð en sem nemur veiðigjöldunum ef þeim væri að blæða út vegna gjaldtökunnar. Hann benti á að með einni undantekningu frá 2004, árið 2012, hefðu eigendur sjávarútvegsfyrirtækja greitt sér meira í arð en sem nam veiðigjöldum. Daði Már Kristófersson.VísirÍ umræðum eftir fundinn útskýrði Daði þessa skoðun sína á eftirfarandi hátt: „Varðandi umfjöllun um arðgreiðslur vil ég endurtaka sem ég sagði áðan. Arður er eðlilegur hluti af kostnaði fyrirtækja. Öll fyrirtæki í allri atvinnustarfsemi greiða sér arð og það getur þess vegna ekki verið að það sé hægt að segja eitthvað um umfang auðlindarentu af arðgreiðslum. Það er alls konar atvinnustarfsemi þar sem er engin auðlindarenta þar sem greiddur er arður.“ Daði bætti við að hann gæti fallist á að ef arðgreiðslur fyrirtækjanna hefðu gufað upp, um leið og veiðigjöldin voru lögð á, þá væri það sérstök ástæða til að ætla að gjöldin væru óhófleg. „Það er á endanum tilviljun, og fer eftir atvinnugreininni, hvert hlutfallið er á milli eðlilegra arðgreiðslna og auðlindarentu – og stundum er þessi auðlindarenta, og í flestum atvinnugreinum, núll. Þess vegna eigum við ekki að draga þennan samanburð of langt.“ Tengdar fréttir Eigendur útgerða gera kröfur um arð Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir engin fyrirtæki greiða eins mikið í skatta og gjöld og útgerðarfyrirtækin. Eigendur þeirra geri eðlilegar arðsemiskröfur. 21. nóvember 2014 13:25 Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin HB Grandi, kvótahæsta útgerðarfélag á Íslandi, greiddi meira en tvöfalt hærri upphæð í arð til eigenda sinna en félagið greiddi í veiðigjöld. Greidd veiðigjöld Samherja Ísland námu 44 prósentum af arðgreiðslunum og veiðigjöld Síldarvinnslunnar í Neskaupst 21. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
„Segir það enga sögu hvað eigendurnir ákveða að greiða sér í arð, er það aukaatriði í þessari umræðu eins og mér heyrðist vera haldið fram hér áðan? Nei, ég er ósammála því. Ég er reyndar fullkomlega ósammála því, og ég held að þjóðin sé líka ósammála því,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, í erindi sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni í gær, en þar var í einni málstofu af mörgum krufin spurningin hvað væri sanngjarnt auðlindagjald.Steingrímur J. Sigfússon.Vísir Steingrímur var þar að bregðast við fullyrðingu Daða Más Kristóferssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands, sem í sínu erindi gerði umfjöllun Fréttablaðsins í gær um arðgreiðslur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna og greiðslur þeirra á veiðigjöldum árið 2013 að umtalsefni. Daði vill meina að arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja séu stærð sem komi veiðigjöldum ekkert við. „Segja arðgreiðslur, sem eru tveimur milljörðum hærri en veiðigjöld í heild á árinu 2013, ekki neitt?“ spurði Steingrímur aftur og bætti við að ábyrgir eigendur fyrirtækjanna myndu vart „moka sér út“ meiru í arð en sem nemur veiðigjöldunum ef þeim væri að blæða út vegna gjaldtökunnar. Hann benti á að með einni undantekningu frá 2004, árið 2012, hefðu eigendur sjávarútvegsfyrirtækja greitt sér meira í arð en sem nam veiðigjöldum. Daði Már Kristófersson.VísirÍ umræðum eftir fundinn útskýrði Daði þessa skoðun sína á eftirfarandi hátt: „Varðandi umfjöllun um arðgreiðslur vil ég endurtaka sem ég sagði áðan. Arður er eðlilegur hluti af kostnaði fyrirtækja. Öll fyrirtæki í allri atvinnustarfsemi greiða sér arð og það getur þess vegna ekki verið að það sé hægt að segja eitthvað um umfang auðlindarentu af arðgreiðslum. Það er alls konar atvinnustarfsemi þar sem er engin auðlindarenta þar sem greiddur er arður.“ Daði bætti við að hann gæti fallist á að ef arðgreiðslur fyrirtækjanna hefðu gufað upp, um leið og veiðigjöldin voru lögð á, þá væri það sérstök ástæða til að ætla að gjöldin væru óhófleg. „Það er á endanum tilviljun, og fer eftir atvinnugreininni, hvert hlutfallið er á milli eðlilegra arðgreiðslna og auðlindarentu – og stundum er þessi auðlindarenta, og í flestum atvinnugreinum, núll. Þess vegna eigum við ekki að draga þennan samanburð of langt.“
Tengdar fréttir Eigendur útgerða gera kröfur um arð Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir engin fyrirtæki greiða eins mikið í skatta og gjöld og útgerðarfyrirtækin. Eigendur þeirra geri eðlilegar arðsemiskröfur. 21. nóvember 2014 13:25 Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin HB Grandi, kvótahæsta útgerðarfélag á Íslandi, greiddi meira en tvöfalt hærri upphæð í arð til eigenda sinna en félagið greiddi í veiðigjöld. Greidd veiðigjöld Samherja Ísland námu 44 prósentum af arðgreiðslunum og veiðigjöld Síldarvinnslunnar í Neskaupst 21. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Eigendur útgerða gera kröfur um arð Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir engin fyrirtæki greiða eins mikið í skatta og gjöld og útgerðarfyrirtækin. Eigendur þeirra geri eðlilegar arðsemiskröfur. 21. nóvember 2014 13:25
Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin HB Grandi, kvótahæsta útgerðarfélag á Íslandi, greiddi meira en tvöfalt hærri upphæð í arð til eigenda sinna en félagið greiddi í veiðigjöld. Greidd veiðigjöld Samherja Ísland námu 44 prósentum af arðgreiðslunum og veiðigjöld Síldarvinnslunnar í Neskaupst 21. nóvember 2014 07:00