Innlent

Segir Möltu hafa fengið ýmsar sérlausnir við inngöngu í ESB

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Malta fékk ýmsar sérlausnir við inngöngu landsins í Evrópusambandið, sagði Joe Borg, fyrrverandi utanríkisráðherra Möltu og fyrrverandi sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, í ræðu sem hann hélt í Háskólanum í Reykjavik í dag.

Malta gekk í Evrópusambandið árið 2004. Borg sagði á fundinum í dag að þrátt fyrir að landbúnaður og sjávarútvegur væru aðeins lítill hluti efnahagslífsins á Möltu hefðu Malverjar beitt sér af alefli fyrir þessar greinar og fengið margar sérlausnir.

Nefndi hann sem dæmi að Maltverjar hafi fengið að takmarka fjölda veiðileyfa innan 25 mílna. Þannig fengu þeir sem þegar stunduðu veiðar innan svæðisins leyfi og aðrir sem síðar koma eru háðir hámarksfjölda. Í fréttatilkynningu frá aðstandendum fundarins í dag kemur fram Borg hafi lagt áherslu á að lausn Malverja í sjávarútvegi tæki mið af aðstæðum á Möltu og að Íslendingar yrðu að finna sínar eigin lausnir.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×